Barðist fyrir „karlréttindum“ og birti færslur litaðar kvenhatri Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2020 09:07 Heimili alríkisdómarans Esther Salas í New Jersey var vettvangur árásarinnar. Vísir/getty Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið son alríkisdómara til bana í New Jersey í Bandaríkjunum í fyrradag fannst látinn í Catskills-fjöllunum í New York í gær. Maðurinn var lögfræðingur og hafði vakið athygli í gegnum tíðina fyrir baráttu sína fyrir svokölluðum „karlréttindum“ (e. men‘s rights) og andúð sína á konum og femínisma. Maðurinn, sem hét Roy Den Hollander, er talinn hafa dulbúið sig sem hraðsendil og knúið dyra á heimili dómarans, Ester Salas, í fyrradag. Daniel Anderl, tvítugur sonur hennar, kom til dyra og var skotinn til bana. Mark Anderl, 63 ára eiginmaður Salas, særðist í árásinni en var í gær sagður í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Umfangsmikilli leit að árásarmanninum var strax hrundið af stað en grunur lögreglu beinist nú að áðurnefndum Den Hollander. Hann fannst látinn í bíl sínum í gær og er sagður hafa framið sjálfsvíg. Upplýsingar sem hann hafði sankað að sér um Janet DiFiore, dómara í New York, fundust í bílnum, auk pakka sem stílaður var á Salas. Færslur litaðar kvenhatri Den Hollander flutti mál fyrir Salas árið 2015. Málið laut að konu sem vildi skrá sig til herkvaðningar sem aðeins var ætluð karlmönnum. Í kjölfarið birti Den Hollander færslur á netinu þar sem hann sakaði dómarann um að hafa notfært sér rómanskan uppruna sinn til velgengni á kostnað annarra. Þá kveður við svipaðan tón í hundruðum færslna sem Den Hollander birti á vefsíðu sinni en þær þykja einkennast af kven- og kynþáttahatri. „Eina vandamálið sem fylgir því að búa of lengi við ríki „femínasistanna“ er að maður eignast svo marga óvini að maður getur ekki jafnað metin við þá alla. En laganámið og fjölmiðlar kenndu mér að forgangsraða,“ skrifaði Den Hollander í einni færslunni. Den Hollander hafði jafnframt vakið athygli í gegnum tíðina fyrir árangurslausar stefnur á hendur skemmtistöðum fyrir að halda svokölluð „konukvöld“. Þá stefndi hann Columbia-háskóla í New York fyrir að vera með kvennafræði (e. women‘s studies) á kennsluskrá sinni og kvað námskeiðið „vígi óréttlætis“ gagnvart karlmönnum. Þá var hann mjög viljugur til að ræða skoðanir sínar á opinberum vettvangi og var á sínum tíma tíður gestur spjall- og fréttaskýringaþátta á sjónvarpsstöðum á borð við Fox News og Comedy Central. Einnig kom í ljós að Den Hollander hafði lýst því í færslum á netinu að hann hefði dulbúið sig sem hraðsendil til að ræða við unga stúlku, þ.e. sama bragð og hann greip til við árásina á heimili dómarans. Salas er 51 árs gömul og var skipuð svæðisdómari af Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2010 og staðfest í embættið árið eftir. Hún varð fyrsta konan af rómönskum ættum til að gegna slíku embætti. Bandaríkin Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið son alríkisdómara til bana í New Jersey í Bandaríkjunum í fyrradag fannst látinn í Catskills-fjöllunum í New York í gær. Maðurinn var lögfræðingur og hafði vakið athygli í gegnum tíðina fyrir baráttu sína fyrir svokölluðum „karlréttindum“ (e. men‘s rights) og andúð sína á konum og femínisma. Maðurinn, sem hét Roy Den Hollander, er talinn hafa dulbúið sig sem hraðsendil og knúið dyra á heimili dómarans, Ester Salas, í fyrradag. Daniel Anderl, tvítugur sonur hennar, kom til dyra og var skotinn til bana. Mark Anderl, 63 ára eiginmaður Salas, særðist í árásinni en var í gær sagður í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Umfangsmikilli leit að árásarmanninum var strax hrundið af stað en grunur lögreglu beinist nú að áðurnefndum Den Hollander. Hann fannst látinn í bíl sínum í gær og er sagður hafa framið sjálfsvíg. Upplýsingar sem hann hafði sankað að sér um Janet DiFiore, dómara í New York, fundust í bílnum, auk pakka sem stílaður var á Salas. Færslur litaðar kvenhatri Den Hollander flutti mál fyrir Salas árið 2015. Málið laut að konu sem vildi skrá sig til herkvaðningar sem aðeins var ætluð karlmönnum. Í kjölfarið birti Den Hollander færslur á netinu þar sem hann sakaði dómarann um að hafa notfært sér rómanskan uppruna sinn til velgengni á kostnað annarra. Þá kveður við svipaðan tón í hundruðum færslna sem Den Hollander birti á vefsíðu sinni en þær þykja einkennast af kven- og kynþáttahatri. „Eina vandamálið sem fylgir því að búa of lengi við ríki „femínasistanna“ er að maður eignast svo marga óvini að maður getur ekki jafnað metin við þá alla. En laganámið og fjölmiðlar kenndu mér að forgangsraða,“ skrifaði Den Hollander í einni færslunni. Den Hollander hafði jafnframt vakið athygli í gegnum tíðina fyrir árangurslausar stefnur á hendur skemmtistöðum fyrir að halda svokölluð „konukvöld“. Þá stefndi hann Columbia-háskóla í New York fyrir að vera með kvennafræði (e. women‘s studies) á kennsluskrá sinni og kvað námskeiðið „vígi óréttlætis“ gagnvart karlmönnum. Þá var hann mjög viljugur til að ræða skoðanir sínar á opinberum vettvangi og var á sínum tíma tíður gestur spjall- og fréttaskýringaþátta á sjónvarpsstöðum á borð við Fox News og Comedy Central. Einnig kom í ljós að Den Hollander hafði lýst því í færslum á netinu að hann hefði dulbúið sig sem hraðsendil til að ræða við unga stúlku, þ.e. sama bragð og hann greip til við árásina á heimili dómarans. Salas er 51 árs gömul og var skipuð svæðisdómari af Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2010 og staðfest í embættið árið eftir. Hún varð fyrsta konan af rómönskum ættum til að gegna slíku embætti.
Bandaríkin Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira