Björgunarpakkinn klassískt dæmi um hlutverk Evrópusambandsins Andri Eysteinsson skrifar 21. júlí 2020 12:15 Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands fagnar samkomulaginu með Charles Michel forseta leiðtogaráðsins. Angela Merkel kanslari Þýskalands er í forgrunni. AP/Stephanie Lecocq Samkomulag náðist um 750 milljarða evra björgunarpakka á fundi leiðtoga Evrópusambandsins í Brussel í nótt. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að um sé að ræða klassískt dæmi um störf og hlutverk Evrópusambandsins. Eiríkur ræddi við Heimi Karlsson og Kjartan Atla Kjartansson í morgunþættinu Bítinu á Bylgjunni. „Þegar krísa ríður yfir hefur Evrópusambandið í raun ekkert hlutverk. Evrópusambandið er ekki ríkisvald og getur ekki brugðist við neyðinni þegar hún ríður yfir,“ sagði Eiríkur og útskýrði að í þeirri stöðu þyrfti hvert ríki fyrir sig að bregðast við með lagasetningu og beitingu ríkisfjármála á meðan lendi Evrópusambandið í að verða hlutverkalaust. „Margir gagnrýna það þá fyrir að vera gagnslaust. Síðan þegar kemur að uppbyggingunni og því að hreinsa til eftir krísu, þá getur það komið inn og það er það sem við erum að sjá núna,“ sagði Eiríkur. Hart var tekist á um ýmis atriði á leiðtogafundunum sem höfðu fundað síðan á föstudag en um var að ræða lengstu fundahöld Evrópuleiðtoga frá aldamótaárinu 2000. Fimm ríki, kölluð hin sparsömu, kröfðust þess að lán yrðu í fyrirrúmi í aðgerðunum en endanleg niðurstaða varð sú að 390 milljarðar evra verði í formi styrkja. Eiríkur segir að nokkrar blokkir hafi myndast í viðræðunum og nefndi þar ríki í suður hluta álfunnar sem hafa farið verr út úr faraldrinum, „öxulinn“ sem samanstóð af Þýskalandi og Frakklandi, sparsömu ríkin Danmörku, Svíþjóð, Finnland, Austurríki og Holland og austurblokk. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. „Deilan hafði súrnað mjög mikið og það gerði þetta að ákveðnu vandamálin. Ríki voru með stæla hvort við annað, voru að loka landamærum á hvort annað og það höfðu komið upp töluverð illindi,“ sagði Eiríkur. Einnig segir Eiríkur að ágreiningur hafi stafað af skilyrðum sem reynt var að koma í samningin sem sum aðildarríkjanna sættu sig engan vegin við. „Menn vildu setja inn skilyrði, sem voru harðari en áður hafa sést, um að aðildarríki sem að þiggja styrki úr sjóðunum virði grundvallarskilyrði Evrópusambandsaðildar,“ sagði Eiríkur og átti þar við skilyrði um virðingu fyrir réttarríkinu. Þá segir Eiríkur að skilyrði um „græna uppbyggingu“ hafi mætt töluverðri andstöðu, sér í lagi frá Póllandi. „Það má segja að Pólverjar hafi unnið þann slag því það var ekki sett inn,“ sagði Eiríkur. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Sjá meira
Samkomulag náðist um 750 milljarða evra björgunarpakka á fundi leiðtoga Evrópusambandsins í Brussel í nótt. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að um sé að ræða klassískt dæmi um störf og hlutverk Evrópusambandsins. Eiríkur ræddi við Heimi Karlsson og Kjartan Atla Kjartansson í morgunþættinu Bítinu á Bylgjunni. „Þegar krísa ríður yfir hefur Evrópusambandið í raun ekkert hlutverk. Evrópusambandið er ekki ríkisvald og getur ekki brugðist við neyðinni þegar hún ríður yfir,“ sagði Eiríkur og útskýrði að í þeirri stöðu þyrfti hvert ríki fyrir sig að bregðast við með lagasetningu og beitingu ríkisfjármála á meðan lendi Evrópusambandið í að verða hlutverkalaust. „Margir gagnrýna það þá fyrir að vera gagnslaust. Síðan þegar kemur að uppbyggingunni og því að hreinsa til eftir krísu, þá getur það komið inn og það er það sem við erum að sjá núna,“ sagði Eiríkur. Hart var tekist á um ýmis atriði á leiðtogafundunum sem höfðu fundað síðan á föstudag en um var að ræða lengstu fundahöld Evrópuleiðtoga frá aldamótaárinu 2000. Fimm ríki, kölluð hin sparsömu, kröfðust þess að lán yrðu í fyrirrúmi í aðgerðunum en endanleg niðurstaða varð sú að 390 milljarðar evra verði í formi styrkja. Eiríkur segir að nokkrar blokkir hafi myndast í viðræðunum og nefndi þar ríki í suður hluta álfunnar sem hafa farið verr út úr faraldrinum, „öxulinn“ sem samanstóð af Þýskalandi og Frakklandi, sparsömu ríkin Danmörku, Svíþjóð, Finnland, Austurríki og Holland og austurblokk. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. „Deilan hafði súrnað mjög mikið og það gerði þetta að ákveðnu vandamálin. Ríki voru með stæla hvort við annað, voru að loka landamærum á hvort annað og það höfðu komið upp töluverð illindi,“ sagði Eiríkur. Einnig segir Eiríkur að ágreiningur hafi stafað af skilyrðum sem reynt var að koma í samningin sem sum aðildarríkjanna sættu sig engan vegin við. „Menn vildu setja inn skilyrði, sem voru harðari en áður hafa sést, um að aðildarríki sem að þiggja styrki úr sjóðunum virði grundvallarskilyrði Evrópusambandsaðildar,“ sagði Eiríkur og átti þar við skilyrði um virðingu fyrir réttarríkinu. Þá segir Eiríkur að skilyrði um „græna uppbyggingu“ hafi mætt töluverðri andstöðu, sér í lagi frá Póllandi. „Það má segja að Pólverjar hafi unnið þann slag því það var ekki sett inn,“ sagði Eiríkur.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Sjá meira