Fannst erfiðast að geta ekki hitt móður sína Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2020 18:00 LeBron James er mömmustrákur mikill, enda ekkert að því. Harry How/Getty Images Líkt og aðrir leikmenn NBA-deildarinnar fór LeBron James – leikmaður Los Angeles Lakers og einn albesti leikmaður deildarinnar undanfarinn áratug eða svo – í sóttkví þegar deildinni var frestað þann 11. mars vegna kórónufaraldursins. James býr í Los Angeles þar sem hann leikur með Lakers eins og alþjóð veit. Þar var hann í sóttkví ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum þeirra. LeBron er upprunalega frá Akron í Ohio-fylki og þar býr móðir hans enn. Hann fór því þrjá mánuði án þess að hitta móður sína, Gloriu, sem telst töluverður tími hjá manni sem kalla má mömmustrák, á jákvæðum nótum. „Það eina sem ég saknaði virkilega á meðan ég var í sóttkví var móðir mín. Þetta er það lengsta sem ég hef farið án þess að hitta móður mína,“ sagði LeBron í viðtali á mánudag. Sports Illustrated. LeBron hefur áður gefið út að móðir hans sé í raun fyrirmynd hans í lífinu en hann ólst ekki upp í vellystingum. Þá þurftu þau að flytja tólf sinnum á aðeins þremur árum þegar LeBron var fimm til átta ára. Móðir hans var aðeins sextán ára gömul þegar hún eignaðist LeBron og er hann einkabarn. Tenging þeirra er því mjög sterk. LeBron hefur einnig sagt að Gloria sé ástæðan fyrir því að hann stofnaði I Promise-skólann. Án móður sinnar hefði honum aldrei dottið í hug að opna skólann og gefa þannig börnum sem minna mega sín tækifæri sem þau myndu annars ekki fá. Sjá einnig: LeBron vonast til að fólk muni eftir sér sem meira en körfuboltamanni Plants grow when they re watered. That s what people do when they feel loved. This is how you inspire and empower students. @MichelleObama @KingJames #IPROMISE #MondayMotivation pic.twitter.com/5S15eUcweG— I PROMISE School (@IPROMISESchool) April 27, 2020 LeBron verður á sínum stað þegar Los Angeles Lakers hefur leik að nýju í Disney World þegar NBA-deildin fer aftur af stað. Spá því flestir að hann muni leiða liði allavega í úrslitaleik Vesturdeildarinnar. Körfubolti NBA Tengdar fréttir NBA stjörnur mættar til Orlando NBA-deildin mun hefjast aftur þann 30. júlí næstkomandi eftir langa bið. Síðasti leikur deildarinnar var leikinn þann 11. mars áður en deildinni var frestað um ókominn tíma vegna Kórónuveirunnar. 11. júlí 2020 12:30 LeBron James ætlar ekki að vera með skilaboð aftan á treyjunni LeBron James þarf vart að kynna enda einn besti körfuboltamaður okkar samtíma og af flestum talinn einn af þeim bestu allra tíma. Hann segist ekki ætla að vera með nein skilaboð aftan á treyju sinni þegar keppni í NBA hefst aftur 30. júlí. 12. júlí 2020 10:00 Keypti körfuboltaspjald með LeBron á 250 milljónir Safnari greiddi 250 milljónir íslenskra króna fyrir sjaldgæft körfuboltaspjald með LeBron James frá fyrsta tímabili hans í NBA-deildinni. 20. júlí 2020 14:28 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Sjá meira
Líkt og aðrir leikmenn NBA-deildarinnar fór LeBron James – leikmaður Los Angeles Lakers og einn albesti leikmaður deildarinnar undanfarinn áratug eða svo – í sóttkví þegar deildinni var frestað þann 11. mars vegna kórónufaraldursins. James býr í Los Angeles þar sem hann leikur með Lakers eins og alþjóð veit. Þar var hann í sóttkví ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum þeirra. LeBron er upprunalega frá Akron í Ohio-fylki og þar býr móðir hans enn. Hann fór því þrjá mánuði án þess að hitta móður sína, Gloriu, sem telst töluverður tími hjá manni sem kalla má mömmustrák, á jákvæðum nótum. „Það eina sem ég saknaði virkilega á meðan ég var í sóttkví var móðir mín. Þetta er það lengsta sem ég hef farið án þess að hitta móður mína,“ sagði LeBron í viðtali á mánudag. Sports Illustrated. LeBron hefur áður gefið út að móðir hans sé í raun fyrirmynd hans í lífinu en hann ólst ekki upp í vellystingum. Þá þurftu þau að flytja tólf sinnum á aðeins þremur árum þegar LeBron var fimm til átta ára. Móðir hans var aðeins sextán ára gömul þegar hún eignaðist LeBron og er hann einkabarn. Tenging þeirra er því mjög sterk. LeBron hefur einnig sagt að Gloria sé ástæðan fyrir því að hann stofnaði I Promise-skólann. Án móður sinnar hefði honum aldrei dottið í hug að opna skólann og gefa þannig börnum sem minna mega sín tækifæri sem þau myndu annars ekki fá. Sjá einnig: LeBron vonast til að fólk muni eftir sér sem meira en körfuboltamanni Plants grow when they re watered. That s what people do when they feel loved. This is how you inspire and empower students. @MichelleObama @KingJames #IPROMISE #MondayMotivation pic.twitter.com/5S15eUcweG— I PROMISE School (@IPROMISESchool) April 27, 2020 LeBron verður á sínum stað þegar Los Angeles Lakers hefur leik að nýju í Disney World þegar NBA-deildin fer aftur af stað. Spá því flestir að hann muni leiða liði allavega í úrslitaleik Vesturdeildarinnar.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir NBA stjörnur mættar til Orlando NBA-deildin mun hefjast aftur þann 30. júlí næstkomandi eftir langa bið. Síðasti leikur deildarinnar var leikinn þann 11. mars áður en deildinni var frestað um ókominn tíma vegna Kórónuveirunnar. 11. júlí 2020 12:30 LeBron James ætlar ekki að vera með skilaboð aftan á treyjunni LeBron James þarf vart að kynna enda einn besti körfuboltamaður okkar samtíma og af flestum talinn einn af þeim bestu allra tíma. Hann segist ekki ætla að vera með nein skilaboð aftan á treyju sinni þegar keppni í NBA hefst aftur 30. júlí. 12. júlí 2020 10:00 Keypti körfuboltaspjald með LeBron á 250 milljónir Safnari greiddi 250 milljónir íslenskra króna fyrir sjaldgæft körfuboltaspjald með LeBron James frá fyrsta tímabili hans í NBA-deildinni. 20. júlí 2020 14:28 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Sjá meira
NBA stjörnur mættar til Orlando NBA-deildin mun hefjast aftur þann 30. júlí næstkomandi eftir langa bið. Síðasti leikur deildarinnar var leikinn þann 11. mars áður en deildinni var frestað um ókominn tíma vegna Kórónuveirunnar. 11. júlí 2020 12:30
LeBron James ætlar ekki að vera með skilaboð aftan á treyjunni LeBron James þarf vart að kynna enda einn besti körfuboltamaður okkar samtíma og af flestum talinn einn af þeim bestu allra tíma. Hann segist ekki ætla að vera með nein skilaboð aftan á treyju sinni þegar keppni í NBA hefst aftur 30. júlí. 12. júlí 2020 10:00
Keypti körfuboltaspjald með LeBron á 250 milljónir Safnari greiddi 250 milljónir íslenskra króna fyrir sjaldgæft körfuboltaspjald með LeBron James frá fyrsta tímabili hans í NBA-deildinni. 20. júlí 2020 14:28
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn