Tímabærar breytingar í frumvarpsdrögum um stjórnarskrá Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. júlí 2020 20:30 Mikilvægar breytingar á embætti forseta Íslands eru lagðar til í frumvarpsdrögum um stjórnarskrána að mati prófessors í stjórnmálafræði. Viðameiri breytingar hafi þó verið gerðar á stjórnarskránni í gegnum tíðina. Umsagnarfrestur um frumvarpsdrögin rennur út á morgun en þau byggja á sameiginlegri vinnu formanna allra flokka sem sæti eiga á Alþingi. Samkvæmt drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að forseti geti aðeins setið í tvö kjörtímabil, en kjörtímabilið verði lengt úr fjórum árum í sex. „Ísland er eina landið af níu Evrópuríkjum sem kjósa forseta sem er með 4 ára kjörtímabil. Öll hin eru með 5-7 ár og í flestum tilfellum eru þetta valdalitlir forsetar þannig að sennilega eru menn bara að færa sig að því sem að er hefðin annars staðar,“ segir Ólafur Þór Harðarson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Sjálfur segist hann ekki endilega sammála því að forseti eigi að hámarki en þetta sé meginregla víða í Vestur-Evrópu, að takmörk séu fyrir því hversu lengi forseti geti setið í embætti. Hann segir ýmislegt áhugavert að finna í drögunum. „Ákvæði um þingrof eru skýrð. Það er alveg ljóst að forsetinn getur synjað tillögu forsætisráðherra um þingrof. Hann á að leita álits forseta Alþingis og formanna þingflokka áður en hann tekur ákvörðun,“ nefnir Ólafur sem dæmi. Þá þurfi frambjóðandi að afla meðmæla að minnsta kosti 2,5% kosningabærra Íslendinga en ekki 1.500 einstaklingar eins og nú er. Þá nefnir hann að ákvæði í drögunum um að hægt verði að breyta ákvæði um landsdóm með einföldum lögum. „Það hafa nú margir talið þörf á því,“ segir Ólafur. „Til viðbótar þessu þá getum við sagt að það koma inn skýrari ákvæði um hlutverk forseta við stjórnarmyndanir. Það breytir kannski ekki mjög miklu en það skýrir hans stöðu þar.“ Níutíu höfðu skilað inn umsögn í samráðsgátt þegar þetta er skrifað. Þeirra á meðal Samband ungra Framsóknarmanna sem vilja að kosningaaldur miði við fæðingarár en ekki átján ára afmælisdag. Á meðan sumir fjalla í umsögnum sínum um efni frumvarpsins lýsa aðrir óánægju og segja að enn sé verið að hunsa vilja þjóðarinnar með því að samþykkja ekki nýju stjórnarskrána svokölluðu. „Þetta eru mikilvægar breytingar að því leyti að þetta skýrir stöðu forsetans og þetta er sá kafli stjórnarskrárinnar sem hefur hvað lengst beðið endurskoðunar. En efnislega breytir þetta nú kannski ekki mjög miklu og margar aðrar breytingar, fyrri breytingar, til dæmis um mannréttindin, til dæmis um að gera þingið að einni deild, til dæmis um kjördæmabreytingar, þær hafi kannski verið mikilvægari en þessi,“ segir Ólafur. Þá séu fleiri breytingar til skoðunar hjá stjórnarskrárnefnd. „Væntanlega koma tillögur um meiri breytingar á öðrum sviðum, til dæmis um auðlindaákvæðið frá þeim, eða er komið,“ nefnir hann sem dæmi. Forseti Íslands Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Mikilvægar breytingar á embætti forseta Íslands eru lagðar til í frumvarpsdrögum um stjórnarskrána að mati prófessors í stjórnmálafræði. Viðameiri breytingar hafi þó verið gerðar á stjórnarskránni í gegnum tíðina. Umsagnarfrestur um frumvarpsdrögin rennur út á morgun en þau byggja á sameiginlegri vinnu formanna allra flokka sem sæti eiga á Alþingi. Samkvæmt drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að forseti geti aðeins setið í tvö kjörtímabil, en kjörtímabilið verði lengt úr fjórum árum í sex. „Ísland er eina landið af níu Evrópuríkjum sem kjósa forseta sem er með 4 ára kjörtímabil. Öll hin eru með 5-7 ár og í flestum tilfellum eru þetta valdalitlir forsetar þannig að sennilega eru menn bara að færa sig að því sem að er hefðin annars staðar,“ segir Ólafur Þór Harðarson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Sjálfur segist hann ekki endilega sammála því að forseti eigi að hámarki en þetta sé meginregla víða í Vestur-Evrópu, að takmörk séu fyrir því hversu lengi forseti geti setið í embætti. Hann segir ýmislegt áhugavert að finna í drögunum. „Ákvæði um þingrof eru skýrð. Það er alveg ljóst að forsetinn getur synjað tillögu forsætisráðherra um þingrof. Hann á að leita álits forseta Alþingis og formanna þingflokka áður en hann tekur ákvörðun,“ nefnir Ólafur sem dæmi. Þá þurfi frambjóðandi að afla meðmæla að minnsta kosti 2,5% kosningabærra Íslendinga en ekki 1.500 einstaklingar eins og nú er. Þá nefnir hann að ákvæði í drögunum um að hægt verði að breyta ákvæði um landsdóm með einföldum lögum. „Það hafa nú margir talið þörf á því,“ segir Ólafur. „Til viðbótar þessu þá getum við sagt að það koma inn skýrari ákvæði um hlutverk forseta við stjórnarmyndanir. Það breytir kannski ekki mjög miklu en það skýrir hans stöðu þar.“ Níutíu höfðu skilað inn umsögn í samráðsgátt þegar þetta er skrifað. Þeirra á meðal Samband ungra Framsóknarmanna sem vilja að kosningaaldur miði við fæðingarár en ekki átján ára afmælisdag. Á meðan sumir fjalla í umsögnum sínum um efni frumvarpsins lýsa aðrir óánægju og segja að enn sé verið að hunsa vilja þjóðarinnar með því að samþykkja ekki nýju stjórnarskrána svokölluðu. „Þetta eru mikilvægar breytingar að því leyti að þetta skýrir stöðu forsetans og þetta er sá kafli stjórnarskrárinnar sem hefur hvað lengst beðið endurskoðunar. En efnislega breytir þetta nú kannski ekki mjög miklu og margar aðrar breytingar, fyrri breytingar, til dæmis um mannréttindin, til dæmis um að gera þingið að einni deild, til dæmis um kjördæmabreytingar, þær hafi kannski verið mikilvægari en þessi,“ segir Ólafur. Þá séu fleiri breytingar til skoðunar hjá stjórnarskrárnefnd. „Væntanlega koma tillögur um meiri breytingar á öðrum sviðum, til dæmis um auðlindaákvæðið frá þeim, eða er komið,“ nefnir hann sem dæmi.
Forseti Íslands Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira