Kæru geislahræddra vegna 5G-væðingar vísað frá Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2020 16:31 5G er ný kynslóð farnets sem býður upp á hraðari gagnaflutninga en eldri 4G-tækni. Hún notast við hærri bylgjutíðni og dregur merki frá 5G-sendum því skemur en þau eldri. Ekkert bendir til þess að geislar frá 5G-sendum hafi skaðleg áhrif á heilsu fólks. Vísir/Getty Úrskurðarnefnd fjarskiptamála vísaði frá kæru félags og einstaklinga sem óttast heilsuáhrif rafbylgna á úthlutun fjarskiptatíðna fyrir 5G-senda. Kærendurnir voru ekki taldir hafa lögvarinna hagsmuna að gæta í málinu. Kæran varðaði úthlutun Póst- og fjarskiptastofnunar á tíðniheimildum til þriggja fjarskiptafyrirtækja fyrir svonefnt 5G-fjarnet, nýja kynslóð þráðlausrar samskiptatækni. Að henni stóðu fjórir ónafngreindir einstaklingar auk Geislabjargar, félags fólks um frelsi frá rafmengun. Kröfðust þau að úthlutunin yrði felld úr gildi eða henni frestað á meðan umhverfisáhrif væru könnuð. Í úrskurði sínum benti úrskurðarnefndin á að sá sem krefst endurskoðunar stjórnvaldsákvörðunar þurfi að sýna fram á að hann hafi lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Það taldi nefndin að kærendurnir hefðu ekki og vísaði kærunni því frá. Ríkissjóður þarf að greiða 815.000 krónur í málskostnað. Nokkuð hefur borið á hópum sem hafa áhyggjur af mögulegum heilsufarsáhrifum rafbylgna frá 5G-sendum þrátt fyrir að sérfræðingar og alþjóðastofnanir undirstriki að ekkert bendi til þess að þær hafi skaðleg áhrif. Þannig telja þeir sem stóðu að kærunni að þeir hafi sjálfir fundið fyrir áhrifum af rafsegulgeislun. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, Geislavarnir ríkisins, Póst- og fjarskiptastofnun og Evrópusambandið eru á meðal þeirra stofnana sem staðfesta að fólki stafi ekki hætta af bylgjum frá 5G-sendum. Sums staðar hefur ótti við 5G-tæknina blandast samsæriskenningum um Covid-19, sjúkdóminn sem nýtt afbrigði kórónuveirunnar veldur. Þannig hafa skemmdarverk verið unnin á 5G-fjarskiptamöstrum í sumum löndum. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem er eitt af þremur fjarskiptafyrirtækjum sem Póst- og fjarskiptastofnun úthlutaði tíðniheimildum fyrir 5G-senda og kæran sem fréttin fjallar um varðaði. Fjarskipti Tækni Tengdar fréttir Ekki verið sýnt fram á skaðsemi 5G á heilsuna Ekki hefur verið sýnt fram á að 5G hafi skaðleg áhrif á heilsuna svo lengi sem styrkur rafsegultíðninnar er undir viðmiðunarmörkum sem gilda segir Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins. 22. júní 2020 23:25 Vilja stöðva 5G-væðingu landsins Hópur Íslendinga hefur kært fyrirhugaða uppbyggingu 5G-kerfis hér á landi. 21. júní 2020 18:45 Skemmdarverk áfram unnin vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Skemmdarvargar sem aðhyllast undarlegar og innihaldslausar samsæriskenningar um 5G samskiptatækni hafa kveikt í eða reynt að kveikja í tugum símamastra í Evrópu á undanförnum vikum. 16. apríl 2020 11:35 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Úrskurðarnefnd fjarskiptamála vísaði frá kæru félags og einstaklinga sem óttast heilsuáhrif rafbylgna á úthlutun fjarskiptatíðna fyrir 5G-senda. Kærendurnir voru ekki taldir hafa lögvarinna hagsmuna að gæta í málinu. Kæran varðaði úthlutun Póst- og fjarskiptastofnunar á tíðniheimildum til þriggja fjarskiptafyrirtækja fyrir svonefnt 5G-fjarnet, nýja kynslóð þráðlausrar samskiptatækni. Að henni stóðu fjórir ónafngreindir einstaklingar auk Geislabjargar, félags fólks um frelsi frá rafmengun. Kröfðust þau að úthlutunin yrði felld úr gildi eða henni frestað á meðan umhverfisáhrif væru könnuð. Í úrskurði sínum benti úrskurðarnefndin á að sá sem krefst endurskoðunar stjórnvaldsákvörðunar þurfi að sýna fram á að hann hafi lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Það taldi nefndin að kærendurnir hefðu ekki og vísaði kærunni því frá. Ríkissjóður þarf að greiða 815.000 krónur í málskostnað. Nokkuð hefur borið á hópum sem hafa áhyggjur af mögulegum heilsufarsáhrifum rafbylgna frá 5G-sendum þrátt fyrir að sérfræðingar og alþjóðastofnanir undirstriki að ekkert bendi til þess að þær hafi skaðleg áhrif. Þannig telja þeir sem stóðu að kærunni að þeir hafi sjálfir fundið fyrir áhrifum af rafsegulgeislun. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, Geislavarnir ríkisins, Póst- og fjarskiptastofnun og Evrópusambandið eru á meðal þeirra stofnana sem staðfesta að fólki stafi ekki hætta af bylgjum frá 5G-sendum. Sums staðar hefur ótti við 5G-tæknina blandast samsæriskenningum um Covid-19, sjúkdóminn sem nýtt afbrigði kórónuveirunnar veldur. Þannig hafa skemmdarverk verið unnin á 5G-fjarskiptamöstrum í sumum löndum. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem er eitt af þremur fjarskiptafyrirtækjum sem Póst- og fjarskiptastofnun úthlutaði tíðniheimildum fyrir 5G-senda og kæran sem fréttin fjallar um varðaði.
Fjarskipti Tækni Tengdar fréttir Ekki verið sýnt fram á skaðsemi 5G á heilsuna Ekki hefur verið sýnt fram á að 5G hafi skaðleg áhrif á heilsuna svo lengi sem styrkur rafsegultíðninnar er undir viðmiðunarmörkum sem gilda segir Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins. 22. júní 2020 23:25 Vilja stöðva 5G-væðingu landsins Hópur Íslendinga hefur kært fyrirhugaða uppbyggingu 5G-kerfis hér á landi. 21. júní 2020 18:45 Skemmdarverk áfram unnin vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Skemmdarvargar sem aðhyllast undarlegar og innihaldslausar samsæriskenningar um 5G samskiptatækni hafa kveikt í eða reynt að kveikja í tugum símamastra í Evrópu á undanförnum vikum. 16. apríl 2020 11:35 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Ekki verið sýnt fram á skaðsemi 5G á heilsuna Ekki hefur verið sýnt fram á að 5G hafi skaðleg áhrif á heilsuna svo lengi sem styrkur rafsegultíðninnar er undir viðmiðunarmörkum sem gilda segir Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins. 22. júní 2020 23:25
Vilja stöðva 5G-væðingu landsins Hópur Íslendinga hefur kært fyrirhugaða uppbyggingu 5G-kerfis hér á landi. 21. júní 2020 18:45
Skemmdarverk áfram unnin vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Skemmdarvargar sem aðhyllast undarlegar og innihaldslausar samsæriskenningar um 5G samskiptatækni hafa kveikt í eða reynt að kveikja í tugum símamastra í Evrópu á undanförnum vikum. 16. apríl 2020 11:35