150 ára afmælisfagnaður í Múlakoti í Fljótshlíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júlí 2020 12:30 Sigríður Hjartar, húsfrú og skógarbóndi í Múlakoti í Fljótshlíð. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Boðað hefur verið til afmælishátíða í Múlakoti í Fljótshlíð á morgun því þá verða 150 ár eru liðin frá fæðingu Guðbjargar Þorleifsdóttur húsfreyju þar.Guðbjörg var ein allra færasta ræktunarkona landsins enda ber garðurinn í Múlakoti þess merkis. 150 ára afmælishátíðin verður haldin á morgun, sunnudaginn 26. júlí klukkan 15:00. Flutt verða stutt ávörp, söngur og einfaldar kaffiveitingar verða úti í garði Múlakots. Garðurinn í Múlakoti hjá Guðbjörgu Þorleifsdóttur varð landsfrægur, þangað streymdi að fólk til að skoða garðinn. Sigríður Hjartar, húsfrú og skógarbóndi í Múlakoti veit allt um afmælishátíð morgundagsins. „Við erum að fagna Guðbjörgu Þorleifsdóttur, konunnar sem er brauðryðjandi í Múlakoti í garðrækt því það eru 150 ár liðin frá fæðingu hennar. Hún var algjör brauðryðjandi hér á Suðurlandi og mér liggur við að segja um allt land í garðrækt og hún var svo langt á undan sinni samtíð að landbúnaðarfrumuðir Íslandi komu hingað með útlenska gesti til að sýna að það væri hægt að rækta yndisgróður á Íslandi.“ 150 ára afmælishátíðin verður sunnudaginn 26. júlí klukkan 15:00 í garðinum í Múlakoti í Fljótshlíð.Múlakot.is Sigríður segir að Guðbjörg hafi aðallega ræktað stórar plöntur eins og grenitré, furur, lerki og reynitré. „Og fyrsta reynitréð fékk hún sem smáplöntu árið 1897 og hún miðaði aldur garðsins við þegar hún fékk reynitrén í hendurnar“. Sigríður segir að ástand Múlakotsgarðsins sé mjög gott í dag eftir að nemendur garðyrkjudeildar Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi tóku hann í gegn en garðurinn er þúsund fermetrar að stærð. Sigríður segir að allir séu velkomnir í 150 ára afmælið á morgun. „Já, og fólk þarf að klæða sig eftir veðri, við vonum það besta en verðum auðvitað að búa okkur undir íslenskt sumar með smá skúrum“. Dagskrá afmælishátíðarinnar: 1. Setning samkomu, Björn Bjarnason formaður Vinafélags Múlakots 2. Ávarp, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála 3. Elínborg Sigurðardóttir, formaður Sambands sunnlenskra kvenna 4. Ómar Valdimarsson, formaður Garðyrkjufélags Íslands 5. Söngur, Maríanna Másdóttir 6. Ávarp, Björgvin Eggertsson, deildarstjóri LbhÍ á Reykjum í Ölfusi. 7. Séra Sváfnir Sveinbjörnsson Kaffiveitingar og húsið opnað Rangárþing eystra Skógrækt og landgræðsla Menning Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Boðað hefur verið til afmælishátíða í Múlakoti í Fljótshlíð á morgun því þá verða 150 ár eru liðin frá fæðingu Guðbjargar Þorleifsdóttur húsfreyju þar.Guðbjörg var ein allra færasta ræktunarkona landsins enda ber garðurinn í Múlakoti þess merkis. 150 ára afmælishátíðin verður haldin á morgun, sunnudaginn 26. júlí klukkan 15:00. Flutt verða stutt ávörp, söngur og einfaldar kaffiveitingar verða úti í garði Múlakots. Garðurinn í Múlakoti hjá Guðbjörgu Þorleifsdóttur varð landsfrægur, þangað streymdi að fólk til að skoða garðinn. Sigríður Hjartar, húsfrú og skógarbóndi í Múlakoti veit allt um afmælishátíð morgundagsins. „Við erum að fagna Guðbjörgu Þorleifsdóttur, konunnar sem er brauðryðjandi í Múlakoti í garðrækt því það eru 150 ár liðin frá fæðingu hennar. Hún var algjör brauðryðjandi hér á Suðurlandi og mér liggur við að segja um allt land í garðrækt og hún var svo langt á undan sinni samtíð að landbúnaðarfrumuðir Íslandi komu hingað með útlenska gesti til að sýna að það væri hægt að rækta yndisgróður á Íslandi.“ 150 ára afmælishátíðin verður sunnudaginn 26. júlí klukkan 15:00 í garðinum í Múlakoti í Fljótshlíð.Múlakot.is Sigríður segir að Guðbjörg hafi aðallega ræktað stórar plöntur eins og grenitré, furur, lerki og reynitré. „Og fyrsta reynitréð fékk hún sem smáplöntu árið 1897 og hún miðaði aldur garðsins við þegar hún fékk reynitrén í hendurnar“. Sigríður segir að ástand Múlakotsgarðsins sé mjög gott í dag eftir að nemendur garðyrkjudeildar Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi tóku hann í gegn en garðurinn er þúsund fermetrar að stærð. Sigríður segir að allir séu velkomnir í 150 ára afmælið á morgun. „Já, og fólk þarf að klæða sig eftir veðri, við vonum það besta en verðum auðvitað að búa okkur undir íslenskt sumar með smá skúrum“. Dagskrá afmælishátíðarinnar: 1. Setning samkomu, Björn Bjarnason formaður Vinafélags Múlakots 2. Ávarp, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála 3. Elínborg Sigurðardóttir, formaður Sambands sunnlenskra kvenna 4. Ómar Valdimarsson, formaður Garðyrkjufélags Íslands 5. Söngur, Maríanna Másdóttir 6. Ávarp, Björgvin Eggertsson, deildarstjóri LbhÍ á Reykjum í Ölfusi. 7. Séra Sváfnir Sveinbjörnsson Kaffiveitingar og húsið opnað
Rangárþing eystra Skógrækt og landgræðsla Menning Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira