Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2020 10:23 Flugmóðurskipin USS Ronald Reagan og USS Nimitz á siglingu í Suður-Kínahafi fyrr í mánuðinum. Sjóher Bandaríkjanna/Samantha Jetzer Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. Þar að auki saka Ástralar Kínverja um að fara fram með offorsi og þjösnaskap. Yfirlýsingin mun án efa leiða til frekari vandræða í samskiptum ríkjanna, sem hafa farið versnandi að undanförnu. Þá er yfirlýsingin í samræmi við stöðu Bandaríkjanna, sem ítrekuð var fyrr í mánuðinum. Ríkisstjórn Donald Trump hefur sömuleiðis hafnað tilkalli Kína. Sjá einnig: Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Yfirvöld Kína hafa gert tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og segja lögsögu sína ná upp að ströndum annarra ríkja á svæðinu eins og Víetnam, Filippseyja og Malasíu. Sex þjóðir gera tilkall til mismunandi hluta svæðisins. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins en um það liggja mikilvægar skipaleiðir. Þar að auki eru rík fiskimið þar og aðrar náttúruauðlindir eins og jarðgas og jafnvel olía. Tilkallið byggir á korti frá 1947. Alþjóðagerðardómurinn í Haag úrskurðaði árið 2016 að tilkall Kína til hafsvæðisins sem um ræðir væri ólöglegt. Yfirvöld landsins hafa verið sökuð um mikla hernaðaruppbyggingu á svæðinu. Vopnum hefur verið komið þar fyrir og hafa eyjur verið byggðar upp fyrir flotastöðvar og herflugvelli. Í yfirlýsingu Ástrala hafna þeir einnig ummælum yfirvalda Kína um að tilkall ríkisins til Paracel og Spratly eyjanna njóti alþjóðlegs stuðnings. Engin ummerki séu um það og er sérstaklega vísað í mótmæli Víetnam og Filippseyja gegn tilkallinu. Ástralar hvetja Kínverja og aðra sem að deilunum koma að leysa þeir með friðsömum hætti og í samræmi við alþjóðalög. Samkvæmt frétt Guardian eru Marise Payne, utanríkisráðherra Ástralíu, og Linda Reynolds, varnarmálaráðherra, varnarmálaráðherra, á leið til Bandaríkjanna þar sem þær munu funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Mark Esper, varnarmálaráðherra. The #AUSMIN2020 consulatations come at a critical time. Looking forward to meeting with @SecPompeo @EsperDoD & @lindareynoldswa for talks on working together to maintain #IndoPacific security & prosperity. https://t.co/Xlr9KHvhj0— Marise Payne (@MarisePayne) July 24, 2020 Bandaríkin hafa reglulega siglt herskipum um svæðið með því markmiði að tryggja frjálsar siglingar um það en því hafa Kínverjar tekið illa. Yfirvöld Kína hafa lagt til að Bandaríkin hætti því og segja siglingarnar ógna friði á svæðinu. Því hefur jafnvel verið hótað að bandarískum herskipum verði grandað. Sjá einnig: Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipum Spennan á milli Bandaríkjanna og Kína hefur aukist til muna á undanförnum árum, með auknum umsvifum Kínverja í Kyrrahafinu og víðar. Kínverjar hafa varið miklu púðri í að nútímavæða herafla sinn og hafa fjárveitingar til hersins verið auknar til muna á undanförnum árum. Nútímavæðingin hefur gengið hratt fyrir sig og verið tiltölulega ódýr en það segja hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna vera vegna þess að Kínverjar hafi getað vegna kaupa þeirra og þjófnaðar á tækni frá öðrum ríkjum. Þannig hafi Kínverjum jafnvel tekist að taka fram úr Bandaríkjunum á einhverjum sviðum. Suður-Kínahaf Ástralía Kína Bandaríkin Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. Þar að auki saka Ástralar Kínverja um að fara fram með offorsi og þjösnaskap. Yfirlýsingin mun án efa leiða til frekari vandræða í samskiptum ríkjanna, sem hafa farið versnandi að undanförnu. Þá er yfirlýsingin í samræmi við stöðu Bandaríkjanna, sem ítrekuð var fyrr í mánuðinum. Ríkisstjórn Donald Trump hefur sömuleiðis hafnað tilkalli Kína. Sjá einnig: Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Yfirvöld Kína hafa gert tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og segja lögsögu sína ná upp að ströndum annarra ríkja á svæðinu eins og Víetnam, Filippseyja og Malasíu. Sex þjóðir gera tilkall til mismunandi hluta svæðisins. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins en um það liggja mikilvægar skipaleiðir. Þar að auki eru rík fiskimið þar og aðrar náttúruauðlindir eins og jarðgas og jafnvel olía. Tilkallið byggir á korti frá 1947. Alþjóðagerðardómurinn í Haag úrskurðaði árið 2016 að tilkall Kína til hafsvæðisins sem um ræðir væri ólöglegt. Yfirvöld landsins hafa verið sökuð um mikla hernaðaruppbyggingu á svæðinu. Vopnum hefur verið komið þar fyrir og hafa eyjur verið byggðar upp fyrir flotastöðvar og herflugvelli. Í yfirlýsingu Ástrala hafna þeir einnig ummælum yfirvalda Kína um að tilkall ríkisins til Paracel og Spratly eyjanna njóti alþjóðlegs stuðnings. Engin ummerki séu um það og er sérstaklega vísað í mótmæli Víetnam og Filippseyja gegn tilkallinu. Ástralar hvetja Kínverja og aðra sem að deilunum koma að leysa þeir með friðsömum hætti og í samræmi við alþjóðalög. Samkvæmt frétt Guardian eru Marise Payne, utanríkisráðherra Ástralíu, og Linda Reynolds, varnarmálaráðherra, varnarmálaráðherra, á leið til Bandaríkjanna þar sem þær munu funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Mark Esper, varnarmálaráðherra. The #AUSMIN2020 consulatations come at a critical time. Looking forward to meeting with @SecPompeo @EsperDoD & @lindareynoldswa for talks on working together to maintain #IndoPacific security & prosperity. https://t.co/Xlr9KHvhj0— Marise Payne (@MarisePayne) July 24, 2020 Bandaríkin hafa reglulega siglt herskipum um svæðið með því markmiði að tryggja frjálsar siglingar um það en því hafa Kínverjar tekið illa. Yfirvöld Kína hafa lagt til að Bandaríkin hætti því og segja siglingarnar ógna friði á svæðinu. Því hefur jafnvel verið hótað að bandarískum herskipum verði grandað. Sjá einnig: Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipum Spennan á milli Bandaríkjanna og Kína hefur aukist til muna á undanförnum árum, með auknum umsvifum Kínverja í Kyrrahafinu og víðar. Kínverjar hafa varið miklu púðri í að nútímavæða herafla sinn og hafa fjárveitingar til hersins verið auknar til muna á undanförnum árum. Nútímavæðingin hefur gengið hratt fyrir sig og verið tiltölulega ódýr en það segja hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna vera vegna þess að Kínverjar hafi getað vegna kaupa þeirra og þjófnaðar á tækni frá öðrum ríkjum. Þannig hafi Kínverjum jafnvel tekist að taka fram úr Bandaríkjunum á einhverjum sviðum.
Suður-Kínahaf Ástralía Kína Bandaríkin Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira