Katrín segir síst verra að kjósa að hausti en vori Heimir Már Pétursson skrifar 25. júlí 2020 10:54 Ef stjórnarsamstarfið heldur verður boðað til alþingiskosninga hinn 25. september 2021. Forsætisráðherra bendir á að haustkosningar tíðkist víða í nágrannalöndum. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Forsætisráðherra stefnir að því að alþingiskosningar fari fram hinn 25. september á næsta ári, mánuði fyrr en kjörtímabilið rennur út. Hún segir síst verra að kjósa að hausti en vori eins og lengst af hefur verið hefðin á Íslandi. Eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra árið 2016 var alþingiskosningum sem annars áttu ekki að fara fram fyrr en árið 2017 flýtt og kosið í október 2016. Þá var mynduð ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar en sú stjórn sprakk eftir átta mánuði og aftur var kosið í októbermánuði árið 2017. Kjörtímabil núverandi ríkisstjórnar rennur því ekki formlega út fyrr en 28. október á næsta ári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti formönnum annarra flokka þessa ákvörðun sína í gærdag. Þótt oftast hafi verið kosið til Alþingis að vori sé eðlilegt að virða regluna um að kjörtímabil sé fjögur ár. „Þetta er þá eins nálægt því og verður komist. Að teknu tilliti til þess að við séum að heyja kosningabaráttu í sæmilegu veðri og sæmilegri færð, sem er ágætt í september. Sömuleiðis að ríkisstjórn sem verður mynduð að loknum næstu kosningum hafi þann tíma sem þarf til að ljúka við fjárlagagerð,“ segir Katrín. Forystumenn stjórnarandstöðuflokka eru ekki sáttir við ákvörðun forsætisráðherra um haustkosningar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata tilganginn vera að hanga sem lengst á valdastólum.Vísir/Vilhelm Í nýju lagaumhverfi um opinber fjármál sé alltaf unnið út frá langtíma áætlunum. Því ætti tíminn frá kosningum í lok september fram að jólum að duga. „Þá værum við að komumst við framhjá því sem lengi hefur verið kallað kosningafjárlög. Þar sem sett eru fram fjárlög sem eiga að hafa áhrif á stemminguna fyrir kosningar. Ég held að þessi tímasetning sé góð til að einmitt losna við þann sið,“ segir Katrín. Það sé enginn náttúrlegur tími til að boða til kosninga. „Til að mynda ef við lítum til nágrannalanda okkar. Þá eru Noregur og Svíþjóð að venju með kosningar að hausti. Finnar með kosningar að vori. Danir geta haft kosningar hvenær sem er í raun og veru á árinu. Þar er oft boðað til kosninga með tiltölulega skömmum fyrirvara,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Ríkisstjórnin mynduð um völd en ekki málefni og því verði kosningar að hausti Formaður Miðflokksins segir kosningar að hausti afleita hugmynd. 24. júlí 2020 17:21 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Forsætisráðherra stefnir að því að alþingiskosningar fari fram hinn 25. september á næsta ári, mánuði fyrr en kjörtímabilið rennur út. Hún segir síst verra að kjósa að hausti en vori eins og lengst af hefur verið hefðin á Íslandi. Eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra árið 2016 var alþingiskosningum sem annars áttu ekki að fara fram fyrr en árið 2017 flýtt og kosið í október 2016. Þá var mynduð ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar en sú stjórn sprakk eftir átta mánuði og aftur var kosið í októbermánuði árið 2017. Kjörtímabil núverandi ríkisstjórnar rennur því ekki formlega út fyrr en 28. október á næsta ári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti formönnum annarra flokka þessa ákvörðun sína í gærdag. Þótt oftast hafi verið kosið til Alþingis að vori sé eðlilegt að virða regluna um að kjörtímabil sé fjögur ár. „Þetta er þá eins nálægt því og verður komist. Að teknu tilliti til þess að við séum að heyja kosningabaráttu í sæmilegu veðri og sæmilegri færð, sem er ágætt í september. Sömuleiðis að ríkisstjórn sem verður mynduð að loknum næstu kosningum hafi þann tíma sem þarf til að ljúka við fjárlagagerð,“ segir Katrín. Forystumenn stjórnarandstöðuflokka eru ekki sáttir við ákvörðun forsætisráðherra um haustkosningar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata tilganginn vera að hanga sem lengst á valdastólum.Vísir/Vilhelm Í nýju lagaumhverfi um opinber fjármál sé alltaf unnið út frá langtíma áætlunum. Því ætti tíminn frá kosningum í lok september fram að jólum að duga. „Þá værum við að komumst við framhjá því sem lengi hefur verið kallað kosningafjárlög. Þar sem sett eru fram fjárlög sem eiga að hafa áhrif á stemminguna fyrir kosningar. Ég held að þessi tímasetning sé góð til að einmitt losna við þann sið,“ segir Katrín. Það sé enginn náttúrlegur tími til að boða til kosninga. „Til að mynda ef við lítum til nágrannalanda okkar. Þá eru Noregur og Svíþjóð að venju með kosningar að hausti. Finnar með kosningar að vori. Danir geta haft kosningar hvenær sem er í raun og veru á árinu. Þar er oft boðað til kosninga með tiltölulega skömmum fyrirvara,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Ríkisstjórnin mynduð um völd en ekki málefni og því verði kosningar að hausti Formaður Miðflokksins segir kosningar að hausti afleita hugmynd. 24. júlí 2020 17:21 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Ríkisstjórnin mynduð um völd en ekki málefni og því verði kosningar að hausti Formaður Miðflokksins segir kosningar að hausti afleita hugmynd. 24. júlí 2020 17:21