Þrjú innanlandssmit greindust í gær Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2020 11:00 Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi Þrír greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær og tveir við landamærin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Smit greindist á íþróttamótinu ReyCUP í gær og hefur sá sem greindist með veiruna verið sendur í einangrun og sextán aðrir, sem voru í nánu samneyti við hann, hafa verið sendir í fjórtán daga sóttkví. Einstaklingurinn tók þátt í félagsstarfi íþróttafélags í Reykjavík og er einungis hluti liðsins sem tók þátt á mótinu í sóttkví. Aðrir tengjast einstaklingnum öðrum böndum. Enn hefur uppruni smitsins ekki verið fundinn og smitrakning er enn í gangi. Íþróttafélagið og mótshaldari hafa farið eftir þeim leiðbeiningum og reglum sóttvarnalæknis og almannavarna sem eru í gildi og hafa viðeigandi ráðstafanir verið gerðar. Annað smit sem greindist í gær tengist smiti sem greint var frá á föstudag. Að sögn almannavarna hefur Íslensk erfðagreining raðgreint smitin og kom í ljós að um nýja tegund veirunnar er að ræða en hún hefur ekki greinst hér á landi áður. Smitrakningu í því máli er lokið en tólf eru í sóttkví eftir að hafa verið í nánu samneyti við þann einstakling. Þriðja smitið sem greindist í gær er hjá einstaklingi sem kom til landsins að utan þann 15. júlí síðastliðinn. Sá greindist með veiruna á suðvesturhorni landsins. Hann er kominn í einangrun og sex sem voru í samneyti við hann eru komnir í sóttkví. Þeir munu jafnframt fara í sýnatöku en tveir eru þegar farnir að sýna einkenni veirunnar. Þá greindust tvö smit við landamærin en beðið er eftir niðurstöðum frekari rannsókna á því hvort um virk smit eða gömul sé að ræða. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis brýna fyrir fólki að gæta varúðar og huga vel að einstaklingsbundnum smitvörnum. Leiki minnsti vafi á hvort einkenni Covid-19 veirunnar séu til staðar er sá hinn sami beðinn um að fara í sýnatöku á næstu heilsugæslustöð. Fréttin var uppfærð klukkan 11:06. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónuveirusmit greindist á Rey Cup: Á þriðja tug í sóttkví Fullorðinn einstaklingur sem var viðstaddur Rey Cup um helgina greindist með kórónuveirusmit í dag. Einstaklingurinn og hópurinn sem hann var með mun ekki taka frekari þátt í mótinu. 25. júlí 2020 21:37 Smitrakningu að mestu lokið Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær í tveimur aðskildum tilfellum. Fjörtíu manns eru í sóttkví vegna þessa en ekki hefur tekist að finna upprunalegan smitbera. 24. júlí 2020 19:30 Tvö innanlandssmit greindust í gær Tveir greindust hér á landi í gær í tveimur aðgreindum málum. Báðir einstaklingar eru með einkenni Covid-19 og eru nú komnir í einangrun. 24. júlí 2020 10:04 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Þrír greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær og tveir við landamærin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Smit greindist á íþróttamótinu ReyCUP í gær og hefur sá sem greindist með veiruna verið sendur í einangrun og sextán aðrir, sem voru í nánu samneyti við hann, hafa verið sendir í fjórtán daga sóttkví. Einstaklingurinn tók þátt í félagsstarfi íþróttafélags í Reykjavík og er einungis hluti liðsins sem tók þátt á mótinu í sóttkví. Aðrir tengjast einstaklingnum öðrum böndum. Enn hefur uppruni smitsins ekki verið fundinn og smitrakning er enn í gangi. Íþróttafélagið og mótshaldari hafa farið eftir þeim leiðbeiningum og reglum sóttvarnalæknis og almannavarna sem eru í gildi og hafa viðeigandi ráðstafanir verið gerðar. Annað smit sem greindist í gær tengist smiti sem greint var frá á föstudag. Að sögn almannavarna hefur Íslensk erfðagreining raðgreint smitin og kom í ljós að um nýja tegund veirunnar er að ræða en hún hefur ekki greinst hér á landi áður. Smitrakningu í því máli er lokið en tólf eru í sóttkví eftir að hafa verið í nánu samneyti við þann einstakling. Þriðja smitið sem greindist í gær er hjá einstaklingi sem kom til landsins að utan þann 15. júlí síðastliðinn. Sá greindist með veiruna á suðvesturhorni landsins. Hann er kominn í einangrun og sex sem voru í samneyti við hann eru komnir í sóttkví. Þeir munu jafnframt fara í sýnatöku en tveir eru þegar farnir að sýna einkenni veirunnar. Þá greindust tvö smit við landamærin en beðið er eftir niðurstöðum frekari rannsókna á því hvort um virk smit eða gömul sé að ræða. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis brýna fyrir fólki að gæta varúðar og huga vel að einstaklingsbundnum smitvörnum. Leiki minnsti vafi á hvort einkenni Covid-19 veirunnar séu til staðar er sá hinn sami beðinn um að fara í sýnatöku á næstu heilsugæslustöð. Fréttin var uppfærð klukkan 11:06.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónuveirusmit greindist á Rey Cup: Á þriðja tug í sóttkví Fullorðinn einstaklingur sem var viðstaddur Rey Cup um helgina greindist með kórónuveirusmit í dag. Einstaklingurinn og hópurinn sem hann var með mun ekki taka frekari þátt í mótinu. 25. júlí 2020 21:37 Smitrakningu að mestu lokið Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær í tveimur aðskildum tilfellum. Fjörtíu manns eru í sóttkví vegna þessa en ekki hefur tekist að finna upprunalegan smitbera. 24. júlí 2020 19:30 Tvö innanlandssmit greindust í gær Tveir greindust hér á landi í gær í tveimur aðgreindum málum. Báðir einstaklingar eru með einkenni Covid-19 og eru nú komnir í einangrun. 24. júlí 2020 10:04 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Kórónuveirusmit greindist á Rey Cup: Á þriðja tug í sóttkví Fullorðinn einstaklingur sem var viðstaddur Rey Cup um helgina greindist með kórónuveirusmit í dag. Einstaklingurinn og hópurinn sem hann var með mun ekki taka frekari þátt í mótinu. 25. júlí 2020 21:37
Smitrakningu að mestu lokið Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær í tveimur aðskildum tilfellum. Fjörtíu manns eru í sóttkví vegna þessa en ekki hefur tekist að finna upprunalegan smitbera. 24. júlí 2020 19:30
Tvö innanlandssmit greindust í gær Tveir greindust hér á landi í gær í tveimur aðgreindum málum. Báðir einstaklingar eru með einkenni Covid-19 og eru nú komnir í einangrun. 24. júlí 2020 10:04