Ákvörðun um tveggja metra reglu gæti legið fyrir á næstu dögum Andri Eysteinsson skrifar 29. júlí 2020 17:56 Alma Möller landlæknir. Stöð 2 Landlæknir segist reikna með því að sóttvarnalæknir sendi ráðherra minnisblað sitt sem inniheldur tillögur um aðgerðir vegna kórónuveirunnar í kvöld og að ákvörðun heilbrigðisráðherra geti legið fyrir á næstu dögum. Alma Möller, landlæknir, greindi frá þessu í viðtali við fréttastofu nú síðdegis. Alma sagði að á samráðsfundi ráðherra og almannavarna hafi verið velt fyrir sér möguleikunum í stöðunni en á meðal þeirra eru breytingar á fjöldatakmörkum og tveggja metra reglu. Alma sagði að á fundinum hefðu engar ákvarðanir verið teknar. „Það var áfram verið að fara yfir stöðuna, farið yfir gögn frá landamærum og yfir stöðuna innanlands og velt fyrir sér möguleikunum. Það voru engar ákvarðanir teknar en það er sóttvarnalæknir sem situr yfir því núna að skila tillögum til ráðherra og ég á von að það verði gert í kvöld. Síðan þarf ráðherra auðvitað tíma til að fara yfir tillögurnar og ákveða hvaða aðgerðir verða ofan á,“ sagði Alma. „Það er aðallega verið að skoða hvort það þurfi að breyta áherslum eða herða reglur á landamærum. Síðan er verið að skoða hvort að það þurfi að grípa til aðgerða innanlands. Þar er helst verið að tala um breytingu á fjöldatakmörkum og tveggja metra reglum.“ Tveggja metra reglu var komið í gildi fyrr á árinu þegar faraldurinn stóð sem hæst og hafði hún, og aðrar sóttvarnaaðgerðir, töluverð samfélagsleg áhrif. Alma segir að mögulega verði gripið til annara leið varðandi regluna en í fyrstu var gert. „Það er ekki víst að hún verði algild. Það gæti verið að gripið verði til hennar á ákveðnum stöðum en ég get ekkert sagt um það hvernig þetta verður útfært að sinni,“ sagði Alma. Alma segir að þó að einhver smit hafi komist í gegnum landamæraskimun hafi hún borgað sig. „Við fórum yfir gögnin og þá sjáum við að vitað er um fjögur smit sem skimunin hefur misst af. Af þeim eru þrjú sem seinni skimun hefði líklega gripið og við erum jú komin með hana núna. Fimmta smitið sem við erum að kljást við tengist hópsmitinu á Akranesi og við vitum ekki hvernig það barst inn í landið. Hins vegar vitum við að skimunin hefur greint þrettán einstaklinga sem eru búsettir hér á landi og tíu erlenda ferðamenn þannig að við teljum skimun hafa skilað árangri. Við getum ímyndað okkur ef við værum að kljást við smit frá þessum 23 einstaklingum,“ segir landlæknir í samtali við Stöð 2, Bylgjuna og Vísi. Alma segir þá að það liggi ekki hvort að mögulegar hertar aðgerðir tæki gildi fyrir helgi eður ei. „Það er ráðherra sem ákveður það,“ sagði Alma D. Möller landlæknir í samtali við fréttastofu í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Landlæknir segist reikna með því að sóttvarnalæknir sendi ráðherra minnisblað sitt sem inniheldur tillögur um aðgerðir vegna kórónuveirunnar í kvöld og að ákvörðun heilbrigðisráðherra geti legið fyrir á næstu dögum. Alma Möller, landlæknir, greindi frá þessu í viðtali við fréttastofu nú síðdegis. Alma sagði að á samráðsfundi ráðherra og almannavarna hafi verið velt fyrir sér möguleikunum í stöðunni en á meðal þeirra eru breytingar á fjöldatakmörkum og tveggja metra reglu. Alma sagði að á fundinum hefðu engar ákvarðanir verið teknar. „Það var áfram verið að fara yfir stöðuna, farið yfir gögn frá landamærum og yfir stöðuna innanlands og velt fyrir sér möguleikunum. Það voru engar ákvarðanir teknar en það er sóttvarnalæknir sem situr yfir því núna að skila tillögum til ráðherra og ég á von að það verði gert í kvöld. Síðan þarf ráðherra auðvitað tíma til að fara yfir tillögurnar og ákveða hvaða aðgerðir verða ofan á,“ sagði Alma. „Það er aðallega verið að skoða hvort það þurfi að breyta áherslum eða herða reglur á landamærum. Síðan er verið að skoða hvort að það þurfi að grípa til aðgerða innanlands. Þar er helst verið að tala um breytingu á fjöldatakmörkum og tveggja metra reglum.“ Tveggja metra reglu var komið í gildi fyrr á árinu þegar faraldurinn stóð sem hæst og hafði hún, og aðrar sóttvarnaaðgerðir, töluverð samfélagsleg áhrif. Alma segir að mögulega verði gripið til annara leið varðandi regluna en í fyrstu var gert. „Það er ekki víst að hún verði algild. Það gæti verið að gripið verði til hennar á ákveðnum stöðum en ég get ekkert sagt um það hvernig þetta verður útfært að sinni,“ sagði Alma. Alma segir að þó að einhver smit hafi komist í gegnum landamæraskimun hafi hún borgað sig. „Við fórum yfir gögnin og þá sjáum við að vitað er um fjögur smit sem skimunin hefur misst af. Af þeim eru þrjú sem seinni skimun hefði líklega gripið og við erum jú komin með hana núna. Fimmta smitið sem við erum að kljást við tengist hópsmitinu á Akranesi og við vitum ekki hvernig það barst inn í landið. Hins vegar vitum við að skimunin hefur greint þrettán einstaklinga sem eru búsettir hér á landi og tíu erlenda ferðamenn þannig að við teljum skimun hafa skilað árangri. Við getum ímyndað okkur ef við værum að kljást við smit frá þessum 23 einstaklingum,“ segir landlæknir í samtali við Stöð 2, Bylgjuna og Vísi. Alma segir þá að það liggi ekki hvort að mögulegar hertar aðgerðir tæki gildi fyrir helgi eður ei. „Það er ráðherra sem ákveður það,“ sagði Alma D. Möller landlæknir í samtali við fréttastofu í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?