Grípa til forvarna til að koma í veg fyrir að veiran berist inn á Landspítalann Andri Eysteinsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 29. júlí 2020 21:49 Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans telur að kórónuveiran sé orðin útbreiddari í samfélaginu en opinber gögn bera vitni um. Ákveðið hefur verið að takmarka aftur heimsóknir gesta á spítalann og grípa til annarra ráðstafana til að sporna gegn því að veiran berist þar inn. Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítala ákvað í dag að grípa aðgerða á spítalanum vegna þess hversu hratt smituðum af kórónuveirunni hefur fjölgað síðustu daga. Nýju reglunar taka gildi á miðnætti. „Fólk þarf að gera grein fyrir sér þegar það kemur, hvort sem það er að fara í rannsóknir eða í heimsóknir. Við erum að mælast til þess að komi bara einn heimsóknargestur í senn og heimsóknartímarnir verða á milli 16 og 18.“ segir Már Þá þurfa allir starfsmenn spítalans sem fara til útlanda nú að fara í sýnatöku en þeir sem hafa til að mynda farið til Þýskalands eða Danmerkur hafa ekki þurft að gera það hingað til. „Það eru ýmis teikn á lofti um það að smit kunni að vera útbreiddara í samfélaginu heldur en opinberar tölur gefa tilefni til. Okkar hlutverk er að standa vörð um grundvallar starfsemi spítalans það er ýmislegt annað sem má ekki bresta. Við erum að gripa til mikilla forvarna til þess að draga úr líkunum á því að smit berist inn til okkar,“ segir Már Álagið á COVID-göngudeildinni hafi aukist síðustu daga. Már segir meira um að ungt fólk leiti á deildina nú en áður. „Sem ég held að helgist af því að það er yngra fólk sem er að smitast.“ Undanfarið hafa bæði komið upp smit á frjálsíþróttamóti og fótboltamóti barna. „Varðandi knattspyrnumótin þá er það kannski til umhugsunar hvort það sé skynsamlegt að steypa svo mörgum einstaklingum saman við þessar kringumstæður.“ Már segir mikilvægt að fólk hugi að sóttvörnum sér í lagi ef þar sem nú sé fram undan verslunarmannahelgin og fleiri íþróttamót. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans telur að kórónuveiran sé orðin útbreiddari í samfélaginu en opinber gögn bera vitni um. Ákveðið hefur verið að takmarka aftur heimsóknir gesta á spítalann og grípa til annarra ráðstafana til að sporna gegn því að veiran berist þar inn. Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítala ákvað í dag að grípa aðgerða á spítalanum vegna þess hversu hratt smituðum af kórónuveirunni hefur fjölgað síðustu daga. Nýju reglunar taka gildi á miðnætti. „Fólk þarf að gera grein fyrir sér þegar það kemur, hvort sem það er að fara í rannsóknir eða í heimsóknir. Við erum að mælast til þess að komi bara einn heimsóknargestur í senn og heimsóknartímarnir verða á milli 16 og 18.“ segir Már Þá þurfa allir starfsmenn spítalans sem fara til útlanda nú að fara í sýnatöku en þeir sem hafa til að mynda farið til Þýskalands eða Danmerkur hafa ekki þurft að gera það hingað til. „Það eru ýmis teikn á lofti um það að smit kunni að vera útbreiddara í samfélaginu heldur en opinberar tölur gefa tilefni til. Okkar hlutverk er að standa vörð um grundvallar starfsemi spítalans það er ýmislegt annað sem má ekki bresta. Við erum að gripa til mikilla forvarna til þess að draga úr líkunum á því að smit berist inn til okkar,“ segir Már Álagið á COVID-göngudeildinni hafi aukist síðustu daga. Már segir meira um að ungt fólk leiti á deildina nú en áður. „Sem ég held að helgist af því að það er yngra fólk sem er að smitast.“ Undanfarið hafa bæði komið upp smit á frjálsíþróttamóti og fótboltamóti barna. „Varðandi knattspyrnumótin þá er það kannski til umhugsunar hvort það sé skynsamlegt að steypa svo mörgum einstaklingum saman við þessar kringumstæður.“ Már segir mikilvægt að fólk hugi að sóttvörnum sér í lagi ef þar sem nú sé fram undan verslunarmannahelgin og fleiri íþróttamót.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira