Gul viðvörun á morgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2020 06:57 Það mun blása hressilega á suðausturlandi á morgun. veðurstofa íslands Þrátt fyrir hægviðri í dag ættu landsmenn að vera undir hvassviðri búnir. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörn fyrir suðausturhornið sem tekur gildi strax á þriðja tímanum í nótt. Þar er búist við snörpum vindhviðum við fjöll, yfir 35 m/s, t.d. undir Öræfajökli og við Reynisfjall. Þetta getur skapað hættuleg akstursskilyrði, sérílagi fyrir ökutæki með aftanívagna og eiga ökumenn á ferðalagi austur um verslunarmannahelgina því að vera vakandi. Það verður hins vegar hægur vindur í dag, bjart með köflum norðaustanlands og stöku síðdegisskúrir, en skýjað og úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Djúp lægð nálgast síðan úr suðri á morgun. Henni fylgir stíf austan- og norðaustanátt, en hvassviðri eða stormur suðaustanlands fram eftir degi sem fyrr segir. Gera má ráð fyrir rigningu um allt land og að það verði talsverð eða mikil úrkoma á Austfjörðum og Suðausturlandi. Lægðin mun áfram láta á sér kræla á laugardag en þá verður hún skammt suður af landinu. Áfram má því búast við talsverðri rigningu suðaustantil og skúrum á vestanverðu landinu, en norðaustanlands ætti hanga þurrt. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Austan og norðaustan 8-15 m/s, en 15-23 við SA-ströndina fram eftir degi. Rigning með köflum, en talsverð eða mikil rigning á SA-landi og Austfjörðum. Dregur úr vindi um kvöldið. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast um landið V-vert. Á laugardag: Suðaustan 8-13 m/s A-til og norðaustan 8-13 á Vestfjörðum, annars hægari vindur. Þurrt að kalla NA-lands, talsverð rigning á SA-landi og dálítil væta í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast NA-lands. Á sunnudag: Breytileg átt og skúrir, en rigning A-lands. Hiti 9 til 16 stig. Á mánudag (frídagur verslunarmanna): Norðlæg eða breytileg átt og skúrir, hiti breytist lítið. Á þriðjudag: Norðaustanátt og dálítil væta N-lands, en líkur á síðdegisskúrum á S-verðu landinu. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast SV-til. Á miðvikudag: Útlit fyrir svipað veður áfram. Veður Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Þrátt fyrir hægviðri í dag ættu landsmenn að vera undir hvassviðri búnir. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörn fyrir suðausturhornið sem tekur gildi strax á þriðja tímanum í nótt. Þar er búist við snörpum vindhviðum við fjöll, yfir 35 m/s, t.d. undir Öræfajökli og við Reynisfjall. Þetta getur skapað hættuleg akstursskilyrði, sérílagi fyrir ökutæki með aftanívagna og eiga ökumenn á ferðalagi austur um verslunarmannahelgina því að vera vakandi. Það verður hins vegar hægur vindur í dag, bjart með köflum norðaustanlands og stöku síðdegisskúrir, en skýjað og úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Djúp lægð nálgast síðan úr suðri á morgun. Henni fylgir stíf austan- og norðaustanátt, en hvassviðri eða stormur suðaustanlands fram eftir degi sem fyrr segir. Gera má ráð fyrir rigningu um allt land og að það verði talsverð eða mikil úrkoma á Austfjörðum og Suðausturlandi. Lægðin mun áfram láta á sér kræla á laugardag en þá verður hún skammt suður af landinu. Áfram má því búast við talsverðri rigningu suðaustantil og skúrum á vestanverðu landinu, en norðaustanlands ætti hanga þurrt. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Austan og norðaustan 8-15 m/s, en 15-23 við SA-ströndina fram eftir degi. Rigning með köflum, en talsverð eða mikil rigning á SA-landi og Austfjörðum. Dregur úr vindi um kvöldið. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast um landið V-vert. Á laugardag: Suðaustan 8-13 m/s A-til og norðaustan 8-13 á Vestfjörðum, annars hægari vindur. Þurrt að kalla NA-lands, talsverð rigning á SA-landi og dálítil væta í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast NA-lands. Á sunnudag: Breytileg átt og skúrir, en rigning A-lands. Hiti 9 til 16 stig. Á mánudag (frídagur verslunarmanna): Norðlæg eða breytileg átt og skúrir, hiti breytist lítið. Á þriðjudag: Norðaustanátt og dálítil væta N-lands, en líkur á síðdegisskúrum á S-verðu landinu. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast SV-til. Á miðvikudag: Útlit fyrir svipað veður áfram.
Veður Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira