Þingeysk ungmenni græða upp landið með gömlum heyrúllum Kristján Már Unnarsson skrifar 30. júlí 2020 22:28 Sigurlína Tryggvadóttir, landfræðingur og bóndi í Svartárkoti, stýrir verkefninu. Bárðardalur sést fyrir aftan. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Gamlar heyrúllur nýtast nú við uppgræðslu lands í Þingeyjarsýslu í samstarfsverkefni Bárðdælinga og Mývetninga. Ungmenni sem urðu af sumarstarfi vegna kórónufaraldursins fengu verkefni um leið og bændur losnuðu við ónýtt hey. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við fundum þau í Bárðardal á lítt grónum melum. Bændurnir á Halldórsstöðum voru að koma heyrúllum fyrir á hentugum stað efst í brekku, þar tóku ungmenni við þeim og ristu utan af þeim plastið. Okkur var sagt að sumar rúllurnar væru 20-30 ára gamlar. „Þetta er uppgræðsluverkefni þar sem verið að dreifa gömlum heyrúllum, sem eru ónýtar. Þannig að það er ekki verið að gefa þær og þær verða notaðar við uppræðslu,“ sagði verkefnisstjórinn Sigurlína Tryggvadóttir, landfræðingur og bóndi í Svartárkoti. Plastið rifið utan af heyrúllunum áður en heyinu er dreift um svæðið.Stð 2/Arnar Halldórsson. Við sáum hvernig hópurinn nýtti sér þyngdaraflið til að rúlla heyrúllunum undan brekku og dreifa heyinu þannig um svæðið. „Þetta er tvíþætt. Þú losnar svona við þessa afganga og getur gengið frá þessu plasti. Síðan notar þú heyið við uppgræðslu, sem annars væri ónýtt. Það er ekkert hægt að nýta það á annan hátt.“ Þetta er samstarfsverkefni Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps með stuðningi Landgræðslunnar. Sigurlína segir það hafa sprottið upp af grasrótarstarfi í Bárðardal. „Þar sem tveir bændur fengu þessa hugmynd að telja gamlar heyfyrningar, rúllur, og komust að því að þetta væru um það bil 900 rúllur.“ En hugmyndin var líka sú að skapa atvinnu fyrir ungmenni í sveitinni eftir að störfum sem þau annars hefðu sinnt í ferðaþjónustu fækkaði vegna covid. „Það eru nokkrir krakkar, eða fjórir krakkar, að vinna við þetta,“ segir Sigurlína. Bændur sjá um að flytja heyrúllurnar á uppgræðslusvæðið.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur koma einnig að þessu með því að leggja til heyrúllur og dráttarvélar og hjálpa til við að flytja rúllurnar. „Þannig að þetta er stórt samvinnuverkefni.“ Gamla heyið er auðvitað ekkert annað en lífrænn áburður og kjörið landgræðsluefni, að mati Bárðdælinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Þingeyjarsveit Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Gamlar heyrúllur nýtast nú við uppgræðslu lands í Þingeyjarsýslu í samstarfsverkefni Bárðdælinga og Mývetninga. Ungmenni sem urðu af sumarstarfi vegna kórónufaraldursins fengu verkefni um leið og bændur losnuðu við ónýtt hey. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við fundum þau í Bárðardal á lítt grónum melum. Bændurnir á Halldórsstöðum voru að koma heyrúllum fyrir á hentugum stað efst í brekku, þar tóku ungmenni við þeim og ristu utan af þeim plastið. Okkur var sagt að sumar rúllurnar væru 20-30 ára gamlar. „Þetta er uppgræðsluverkefni þar sem verið að dreifa gömlum heyrúllum, sem eru ónýtar. Þannig að það er ekki verið að gefa þær og þær verða notaðar við uppræðslu,“ sagði verkefnisstjórinn Sigurlína Tryggvadóttir, landfræðingur og bóndi í Svartárkoti. Plastið rifið utan af heyrúllunum áður en heyinu er dreift um svæðið.Stð 2/Arnar Halldórsson. Við sáum hvernig hópurinn nýtti sér þyngdaraflið til að rúlla heyrúllunum undan brekku og dreifa heyinu þannig um svæðið. „Þetta er tvíþætt. Þú losnar svona við þessa afganga og getur gengið frá þessu plasti. Síðan notar þú heyið við uppgræðslu, sem annars væri ónýtt. Það er ekkert hægt að nýta það á annan hátt.“ Þetta er samstarfsverkefni Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps með stuðningi Landgræðslunnar. Sigurlína segir það hafa sprottið upp af grasrótarstarfi í Bárðardal. „Þar sem tveir bændur fengu þessa hugmynd að telja gamlar heyfyrningar, rúllur, og komust að því að þetta væru um það bil 900 rúllur.“ En hugmyndin var líka sú að skapa atvinnu fyrir ungmenni í sveitinni eftir að störfum sem þau annars hefðu sinnt í ferðaþjónustu fækkaði vegna covid. „Það eru nokkrir krakkar, eða fjórir krakkar, að vinna við þetta,“ segir Sigurlína. Bændur sjá um að flytja heyrúllurnar á uppgræðslusvæðið.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur koma einnig að þessu með því að leggja til heyrúllur og dráttarvélar og hjálpa til við að flytja rúllurnar. „Þannig að þetta er stórt samvinnuverkefni.“ Gamla heyið er auðvitað ekkert annað en lífrænn áburður og kjörið landgræðsluefni, að mati Bárðdælinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Þingeyjarsveit Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira