Nóg að spila tvo þriðju af mótinu til að krýna Íslandsmeistara Sindri Sverrisson skrifar 31. júlí 2020 10:30 Breiðablik er með fullt hús stiga og hefur ekki fengið á sig mark í Pepsi Max-deildinni en spila þarf sex umferðir í viðbót til að liðið eigi möguleika á að verða Íslandsmeistari. VÍSIR/BÁRA Fari svo að ekki verði hægt að klára Íslandsmótið í fótbolta í ár vegna kórónuveirufaraldursins hefur KSÍ sett viðmið um hvað þurfi til að Íslandsmeistarar verði krýndir. Samkvæmt sérstakri reglugerð sem stjórn KSÍ samþykkti fyrr í þessum mánuði mun duga að 2/3 hluti leikja tímabilsins hafi verið spilaðir í Pepsi Max-deildunum til að meistarar verði krýndir. Hið sama á við varðandi hvort lið falla eða fara upp um deildir. Íslandsmótið er í óvissu vegna kórónuveirufaraldursins en vegna hertra aðgerða stjórnvalda hefur KSÍ frestað leikjum fullorðinna til 5. ágúst hið minnsta, sem hefur meðal annars áhrif á keppni í efstu deildum. Náist ekki að klára keppni mun meðalfjöldi stiga ráða röðun liða, hafi að minnsta kosti 2/3 hluti heildarfjölda leikja verið spilaður. Takist ekki að ljúka 2/3 hluta leikja munu lið viðkomandi deildar spila í sömu deild á næsta ári. Spila þyrfti tæplega fimm heilar umferðir í viðbót til að Íslandsmeistarar kvenna yrðu krýndir en í Pepsi Max-deild karla þyrfti að spila sex heilar umferðir og tvo staka leiki til viðbótar, til að mótið gilti. KSÍ og UEFA gætu ákveðið hvaða lið fengju Evrópusæti Öllum leikjum á Íslandsmótinu skal vera lokið eigi síðar en 1. desember, og það er einnig lokadagurinn til að ljúka bikarkeppnunum. Takist ekki að ljúka bikarkeppnum verður vitaskuld ekki krýndur bikarmeistari, og mun þá lið í 4. sæti Pepsi Max-deildar karla komast í Evrópukeppni verði Íslandsmótinu ekki aflýst. Verði Íslandsmótinu aflýst mun KSÍ í samráði við UEFA ákveða hvernig sætum í Evrópukeppnum verður ráðstafað. Reglugerðina má finna hér . Hún fellur úr gildi 31. desember. KSÍ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Fari svo að ekki verði hægt að klára Íslandsmótið í fótbolta í ár vegna kórónuveirufaraldursins hefur KSÍ sett viðmið um hvað þurfi til að Íslandsmeistarar verði krýndir. Samkvæmt sérstakri reglugerð sem stjórn KSÍ samþykkti fyrr í þessum mánuði mun duga að 2/3 hluti leikja tímabilsins hafi verið spilaðir í Pepsi Max-deildunum til að meistarar verði krýndir. Hið sama á við varðandi hvort lið falla eða fara upp um deildir. Íslandsmótið er í óvissu vegna kórónuveirufaraldursins en vegna hertra aðgerða stjórnvalda hefur KSÍ frestað leikjum fullorðinna til 5. ágúst hið minnsta, sem hefur meðal annars áhrif á keppni í efstu deildum. Náist ekki að klára keppni mun meðalfjöldi stiga ráða röðun liða, hafi að minnsta kosti 2/3 hluti heildarfjölda leikja verið spilaður. Takist ekki að ljúka 2/3 hluta leikja munu lið viðkomandi deildar spila í sömu deild á næsta ári. Spila þyrfti tæplega fimm heilar umferðir í viðbót til að Íslandsmeistarar kvenna yrðu krýndir en í Pepsi Max-deild karla þyrfti að spila sex heilar umferðir og tvo staka leiki til viðbótar, til að mótið gilti. KSÍ og UEFA gætu ákveðið hvaða lið fengju Evrópusæti Öllum leikjum á Íslandsmótinu skal vera lokið eigi síðar en 1. desember, og það er einnig lokadagurinn til að ljúka bikarkeppnunum. Takist ekki að ljúka bikarkeppnum verður vitaskuld ekki krýndur bikarmeistari, og mun þá lið í 4. sæti Pepsi Max-deildar karla komast í Evrópukeppni verði Íslandsmótinu ekki aflýst. Verði Íslandsmótinu aflýst mun KSÍ í samráði við UEFA ákveða hvernig sætum í Evrópukeppnum verður ráðstafað. Reglugerðina má finna hér . Hún fellur úr gildi 31. desember.
KSÍ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann