Fyrsti Formúlu 1-ökuþórinn greinist með veiruna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2020 13:30 Sergio Pérez endaði í 7. sæti í ungverska kappakstrinum um þarsíðustu helgi. getty/Peter Fox Mexíkóski ökuþórinn Sergio Pérez er með kórónuveiruna og tekur því ekki þátt í breska kappakstrinum um helgina. Hann er við góða heilsu en er í sóttkví ásamt öðrum sem hann hefur átt náið samneyti við. Pérez er fyrsti ökuþórinn sem greinist með kórónuveiruna síðan keppni í Formúlu 1 hófst á ný fyrr í þessum mánuði. Pérez keppir fyrir Racing Point. Í fyrstu þremur keppnum tímabilsins lenti hann tvisvar sinnum í 6. sæti og einu sinni í því sjöunda. Þjóðverjinn Nico Hülkenberg tekur stöðu Pérez og keppir fyrir Racing Point ásamt Lance Stroll. Hülkenberg þekkir vel til hjá Racing Point en hann keppti fyrir liðið 2012 og 2014-16, þegar það hét Force India. Þeir Pérez kepptu saman 2014-16. BREAKING: Nico Hulkenberg will replace Sergio Perez at the #BritishGP #F1 @HulkHulkenberg @RacingPointF1 pic.twitter.com/hWXZyDlIRN— Formula 1 (@F1) July 31, 2020 Hülkenberg keppti fyrir Renault 2017-19 en yfirgaf liðið eftir síðasta tímabil. Racing Point átti því möguleika á að hóa í hann til að fylla skarð Pérez. Þjóðverjinn tók þátt í æfingu í morgun. Oh, hi there! @HulkHulkenberg #BritishGP @RacingPointF1 pic.twitter.com/7xDpR8MGfz— Formula 1 (@F1) July 31, 2020 Tvær næstu keppnir tímabilsins fara fram á Silverstone-brautinni í Englandi. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton er efstur í keppni ökuþóra með 63 stig, fimm stigum á undan félaga sínum hjá Mercedes, Valtteri Bottas. Formúla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Mexíkóski ökuþórinn Sergio Pérez er með kórónuveiruna og tekur því ekki þátt í breska kappakstrinum um helgina. Hann er við góða heilsu en er í sóttkví ásamt öðrum sem hann hefur átt náið samneyti við. Pérez er fyrsti ökuþórinn sem greinist með kórónuveiruna síðan keppni í Formúlu 1 hófst á ný fyrr í þessum mánuði. Pérez keppir fyrir Racing Point. Í fyrstu þremur keppnum tímabilsins lenti hann tvisvar sinnum í 6. sæti og einu sinni í því sjöunda. Þjóðverjinn Nico Hülkenberg tekur stöðu Pérez og keppir fyrir Racing Point ásamt Lance Stroll. Hülkenberg þekkir vel til hjá Racing Point en hann keppti fyrir liðið 2012 og 2014-16, þegar það hét Force India. Þeir Pérez kepptu saman 2014-16. BREAKING: Nico Hulkenberg will replace Sergio Perez at the #BritishGP #F1 @HulkHulkenberg @RacingPointF1 pic.twitter.com/hWXZyDlIRN— Formula 1 (@F1) July 31, 2020 Hülkenberg keppti fyrir Renault 2017-19 en yfirgaf liðið eftir síðasta tímabil. Racing Point átti því möguleika á að hóa í hann til að fylla skarð Pérez. Þjóðverjinn tók þátt í æfingu í morgun. Oh, hi there! @HulkHulkenberg #BritishGP @RacingPointF1 pic.twitter.com/7xDpR8MGfz— Formula 1 (@F1) July 31, 2020 Tvær næstu keppnir tímabilsins fara fram á Silverstone-brautinni í Englandi. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton er efstur í keppni ökuþóra með 63 stig, fimm stigum á undan félaga sínum hjá Mercedes, Valtteri Bottas.
Formúla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira