Hélt erlendum fasteignum og milljóna málverki frá kröfuhöfum Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2020 12:53 Plaza-byggingin í New York þar sem félag Guðmundur átti stóra hluti í tveimur íbúðum. Vísir/Getty Héraðssaksóknari hefur ákært Guðmund Birgisson, oft kenndan við Núpa í Ölfusi, fyrir skilasvik og peningaþvætti í tengslum við gjaldþrot hans. Guðmundur er sakaður um að hafa haldið eftir eignum að verðmæti að minnsta kosti tæpra 293 milljóna króna, þar á meðal fasteignum á Spáni og Bandaríkjunum og málverki sem var metið á milljónir króna. Sem umsvifamikill kaupsýslumaður sem var meðal annars skattakóngur á Suðurlandi á sínum tíma viðaði Guðmundur að sér ýmsum eignum. Eftir að hann var úrskurðaður gjaldþrota í desember árið 2013 er hann sagður hafa dulið og haldið frá skiptastjóra þrotabúsins ýmsum eignum. Guðmundur hafi ýmist vanrækt að upplýsa um eignirnar, veitt rangar eða villandi upplýsingar um eignarhald þeirra eða ráðstafað þeim, að því er segir í ákæru héraðssaksóknara. Við skýrslutökur upplýsti Guðmundur þannig ekki að hann ætti íbúðarhúsnæði í Alicante á Spáni eða að félög í hans eigu ættu fasteignir á Flórída og í New York í Bandaríkjunum. Þá veitti hann rangar eða villandi upplýsingar um eignirnar þegar hann var spurður sérstaklega út í þær. Á meðal eignanna voru hlutir í tveimur íbúðum í svonefndri Plaza-byggingu á Manhattan-eyju í New York. Guðmundur reyndi síðan að koma eignunum undan með því að breyta eignarhaldi á þeim. Þannig hafi félag hans afsalað eigninni á Flórída til annars bandarísks félags í hans eigu. Hann reyndi einnig að breyta nafni félagsins og samþykktum þess á hátt sem héraðssaksóknari telur að hafi átt að koma í veg fyrir að þrotabúið næði til eignanna. Fram kemur í ákærunni að þrotabúinu hafi tekist að ná umráðum yfir fasteignunum og selja þær. Af söluandvirði eignanna hefur jafnvirði rúmra 286,6 milljóna króna runnið til þrotabúsins. Lét bjóða upp málverk sem hann greindi skiptastjóra ekki frá Þá er Guðmundur sakaður um að hafa leynt málverki sem hann átti fyrir skiptastjóra þrotabúsins. Verkið nefnist „Au sein d‘un pays d‘ete“ eftir hollenska listmálarann Corneille. Lét Guðmundur bjóða verkið upp hjá uppboðshúsinu Christie‘s í Amsterdam í nóvember árið 2015 en það seldist ekki. Nokkrum dögum síðar barst þó tilboð sem Guðmundur samþykkti. Greiðslan nam rúmum 2,9 milljónum íslenskra króna. Guðmundur upplýsti skiptastjóra heldur ekki um eign í bandaríska fjárfestingasjóðnum Equity Resource Investments. Eftir að Guðmundur varð gjaldþrota tók félag í hans eigu við arðgreiðslum að jafnvirði milljóna króna. Þrotabúið fékk dómsúrskurð í Bandaríkjunum um viðurkenningu á gjaldþrotaskiptunum og þar sem yfirráð yfir bandarískum félögum Guðmundar. Þegar eign félagsins í fjárfestingasjóðnum var seld fékkst jafnvirði tæpra 3,3 milljóna íslenskra króna á þáverandi gengi. Fyrir undanbrögðin með fasteignirnar, málverkið og hlutinn í fjárfestingasjóðnum er Guðmundur ákærður fyrir skilavik. Hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað sér og leynt ávinningi sem hann hafði af brotunum. Dómsmál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært Guðmund Birgisson, oft kenndan við Núpa í Ölfusi, fyrir skilasvik og peningaþvætti í tengslum við gjaldþrot hans. Guðmundur er sakaður um að hafa haldið eftir eignum að verðmæti að minnsta kosti tæpra 293 milljóna króna, þar á meðal fasteignum á Spáni og Bandaríkjunum og málverki sem var metið á milljónir króna. Sem umsvifamikill kaupsýslumaður sem var meðal annars skattakóngur á Suðurlandi á sínum tíma viðaði Guðmundur að sér ýmsum eignum. Eftir að hann var úrskurðaður gjaldþrota í desember árið 2013 er hann sagður hafa dulið og haldið frá skiptastjóra þrotabúsins ýmsum eignum. Guðmundur hafi ýmist vanrækt að upplýsa um eignirnar, veitt rangar eða villandi upplýsingar um eignarhald þeirra eða ráðstafað þeim, að því er segir í ákæru héraðssaksóknara. Við skýrslutökur upplýsti Guðmundur þannig ekki að hann ætti íbúðarhúsnæði í Alicante á Spáni eða að félög í hans eigu ættu fasteignir á Flórída og í New York í Bandaríkjunum. Þá veitti hann rangar eða villandi upplýsingar um eignirnar þegar hann var spurður sérstaklega út í þær. Á meðal eignanna voru hlutir í tveimur íbúðum í svonefndri Plaza-byggingu á Manhattan-eyju í New York. Guðmundur reyndi síðan að koma eignunum undan með því að breyta eignarhaldi á þeim. Þannig hafi félag hans afsalað eigninni á Flórída til annars bandarísks félags í hans eigu. Hann reyndi einnig að breyta nafni félagsins og samþykktum þess á hátt sem héraðssaksóknari telur að hafi átt að koma í veg fyrir að þrotabúið næði til eignanna. Fram kemur í ákærunni að þrotabúinu hafi tekist að ná umráðum yfir fasteignunum og selja þær. Af söluandvirði eignanna hefur jafnvirði rúmra 286,6 milljóna króna runnið til þrotabúsins. Lét bjóða upp málverk sem hann greindi skiptastjóra ekki frá Þá er Guðmundur sakaður um að hafa leynt málverki sem hann átti fyrir skiptastjóra þrotabúsins. Verkið nefnist „Au sein d‘un pays d‘ete“ eftir hollenska listmálarann Corneille. Lét Guðmundur bjóða verkið upp hjá uppboðshúsinu Christie‘s í Amsterdam í nóvember árið 2015 en það seldist ekki. Nokkrum dögum síðar barst þó tilboð sem Guðmundur samþykkti. Greiðslan nam rúmum 2,9 milljónum íslenskra króna. Guðmundur upplýsti skiptastjóra heldur ekki um eign í bandaríska fjárfestingasjóðnum Equity Resource Investments. Eftir að Guðmundur varð gjaldþrota tók félag í hans eigu við arðgreiðslum að jafnvirði milljóna króna. Þrotabúið fékk dómsúrskurð í Bandaríkjunum um viðurkenningu á gjaldþrotaskiptunum og þar sem yfirráð yfir bandarískum félögum Guðmundar. Þegar eign félagsins í fjárfestingasjóðnum var seld fékkst jafnvirði tæpra 3,3 milljóna íslenskra króna á þáverandi gengi. Fyrir undanbrögðin með fasteignirnar, málverkið og hlutinn í fjárfestingasjóðnum er Guðmundur ákærður fyrir skilavik. Hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað sér og leynt ávinningi sem hann hafði af brotunum.
Dómsmál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira