„Slöpp“ helgi í þjóðhátíðarlausum Eyjum Kjartan Kjartansson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 1. ágúst 2020 10:56 Lúðrasveit Vestmannaeyja spilaði á óformlegri setningu þjóðhátíðar í Herjólfsdal í gær. Vísir/Stöð 2 Fátt er nú um aðkomufólk í Vestmanneyjum í byrjun verslunarmannahelgar sem væri alla jafna stærsta hátíð ársins þar. Yfirlögregluþjónn segir að hvað mannfjölda varðar sé helgin „slöpp“ í samanburði við aðrar í sumar. Heimamenn létu ástandið þó ekki stöðva sig í að fagna hver í sínu horni. Þúsundir manna sækja Vestmannaeyjar heim um verslunarmannahelgi ár hvert. Eftir að ríkisstjórnin kynnti hertar sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins sem tóku gildi í gær var hátíðin blásin af. Samkomur fleiri en hundrað manns eru nú bannaðar og tryggja verður tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Fréttaritari Vísis í Eyjum segir að þrátt fyrir þetta hafi verið líf og fjör þar í gærkvöldi. Bærinn hafi iðað af lífi og hvítu tjöldin sem setja svip sinn á þjóðhátíð hafi verið reist í bakgörðum þar sem Eyjamenn og gestir þeirra sungu þjóðhátíðarlög fram á nótt. Þá var jafnframt bálköstur í Herjólfsdal þrátt fyrir að dalurinn sé lokaður almenningi vegna sóttvarnaráðstafana. Eyjamenn hafi því stillt sér upp og notið brennunnar úr fjarska þetta árið. Lítið kvartað undan hávaða Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn, segir að nóttin hafi verið róleg hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Lítið sem ekkert hafi verið kvartað eða tilkynnt um hávaða. Engar samkomur fleiri en hundrað manna hafi farið fram og þeir sem komu saman hafi að mestu verið fjölskyldur að gera sér glaðan dag. Nokkur fjöldi fólks hafi safnast saman á dreifu svæði þegar kveikt var í brennunni og lítil flugeldasýning var haldin. Það hafi verið búið á innan við hálftíma og fólk hafi að svo búnu haldið til sín heima. Bæði lögregla og aðstandendur brennunnar hafi verið með gæslu. Eyjarfréttir sögðu frá því í gær að nokkuð hafi verið um afbókanir í Herjólf en um fimm hundruð manns hafi átt bókað far með honum til Eyja. Jóhannes segir að eitthvað sé um að ættingjar og vinir heimsæki Eyjamenn um helgina en að sé ekki í stórum stíl. „Þetta er bara eins og slöpp helgi í fjölda. Það eru búnar að vera mun fjölmennari helgar í sumar, sérstaklega í júlí þegar það voru fluttir allt upp í 3.000 manns á dag,“ segir hann. Ekki aðeins hafi hertar sóttvarnareglur dregið úr straumnum til Eyja heldur hafi veðurspáin einnig verið slök. „Þetta er skrýtinn tími í Eyjum, það er ekki hægt að segja anna. Hér ætti allt að vera á blússandi ferð þessa helgi,“ segir Jóhannes. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Sjá meira
Fátt er nú um aðkomufólk í Vestmanneyjum í byrjun verslunarmannahelgar sem væri alla jafna stærsta hátíð ársins þar. Yfirlögregluþjónn segir að hvað mannfjölda varðar sé helgin „slöpp“ í samanburði við aðrar í sumar. Heimamenn létu ástandið þó ekki stöðva sig í að fagna hver í sínu horni. Þúsundir manna sækja Vestmannaeyjar heim um verslunarmannahelgi ár hvert. Eftir að ríkisstjórnin kynnti hertar sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins sem tóku gildi í gær var hátíðin blásin af. Samkomur fleiri en hundrað manns eru nú bannaðar og tryggja verður tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Fréttaritari Vísis í Eyjum segir að þrátt fyrir þetta hafi verið líf og fjör þar í gærkvöldi. Bærinn hafi iðað af lífi og hvítu tjöldin sem setja svip sinn á þjóðhátíð hafi verið reist í bakgörðum þar sem Eyjamenn og gestir þeirra sungu þjóðhátíðarlög fram á nótt. Þá var jafnframt bálköstur í Herjólfsdal þrátt fyrir að dalurinn sé lokaður almenningi vegna sóttvarnaráðstafana. Eyjamenn hafi því stillt sér upp og notið brennunnar úr fjarska þetta árið. Lítið kvartað undan hávaða Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn, segir að nóttin hafi verið róleg hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Lítið sem ekkert hafi verið kvartað eða tilkynnt um hávaða. Engar samkomur fleiri en hundrað manna hafi farið fram og þeir sem komu saman hafi að mestu verið fjölskyldur að gera sér glaðan dag. Nokkur fjöldi fólks hafi safnast saman á dreifu svæði þegar kveikt var í brennunni og lítil flugeldasýning var haldin. Það hafi verið búið á innan við hálftíma og fólk hafi að svo búnu haldið til sín heima. Bæði lögregla og aðstandendur brennunnar hafi verið með gæslu. Eyjarfréttir sögðu frá því í gær að nokkuð hafi verið um afbókanir í Herjólf en um fimm hundruð manns hafi átt bókað far með honum til Eyja. Jóhannes segir að eitthvað sé um að ættingjar og vinir heimsæki Eyjamenn um helgina en að sé ekki í stórum stíl. „Þetta er bara eins og slöpp helgi í fjölda. Það eru búnar að vera mun fjölmennari helgar í sumar, sérstaklega í júlí þegar það voru fluttir allt upp í 3.000 manns á dag,“ segir hann. Ekki aðeins hafi hertar sóttvarnareglur dregið úr straumnum til Eyja heldur hafi veðurspáin einnig verið slök. „Þetta er skrýtinn tími í Eyjum, það er ekki hægt að segja anna. Hér ætti allt að vera á blússandi ferð þessa helgi,“ segir Jóhannes.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Sjá meira