Mikil umferð gangandi fólks í Reykjadal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. ágúst 2020 12:37 Kristín Ólöf Steinþórsdóttir, landvörður í Reykjadal, sem hefur meira en nóg að gera að fylgjast með svæðinu og sjá til þess að allt gangi vel fyrir sig. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Mörg hundruð manns hafa gengið Reykjadal fyrir ofan Hveragerði á hverjum degi í sumar en þar er einn fjölsóttasti náttúrulegi baðstaður landsins. Útlendingar hafa verið stór hluti þeirra sem hafa gengið leiðina í sumar sem er um tíu kílómetrar fram og til baka. Reykjadalur er vinsæl gönguleið, sem hefur slegið í gegn í sumar því þar hefur verið örtröð alla daga frá því að fjöldi fólks mátti fara upp í 500 manns saman 15. júní en nú fækkar göngugörpunum eftir að talan var lækkuð niður í 100 manns. Merkt gönguleið um Reykjadal liggur upp úr Ölfusdal fyrir ofan Hveragerði en á leiðinni upp dalinn má sjá ólgandi hveri og reyk stíga upp úr jörðu. „Það er alveg brjálað að gera, það er endalaust af fólki sem kemur á hverjum degi, mörg hundruð manns. Vinsældir leiðarinnar eru fyrst og fremst vegna læksins hérna því það er vinsælt að koma og fara í heita lækinn, þetta er líka mjög fallegur staður,“ segir Kristín Ólöf Steinþórsdóttir, landvörður í Reykjadal. Margir ganga Reykjadalinn og nota þá tækifærið og skella sér í náttúrulegan baðstað á svæðinu og láta þreytuna þar með líða úr sér áður en gengið er til baka.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kristín Ólöf segir að um helmingur gesta fari í lækinn og njóti þess að baða sig þar í stórbrotnu umhverfi Reykjadals. Hún segir að erlendir ferðamenn hafi verið mjög mikið að ferðinni í sumar. „Já, það var bara strax 16.júní, þá voru hér strákar sem komu með fyrstu vél frá Kaupmannahöfn og beint hingað í Reykjadalinn, það var fyrsta stopp, það er mjög mikið af túristum hérna“. Mikið af hjólreiðafólki fer líka um Reykjadal. „Já, það er mjög vinsælt hjá fjallareiðhjólafólki að koma hingað og ég vil koma ábendingu til þeirra að það er bannað að búa til nýja hjólreiðastíga en annars eru þeir velkomnir,“ segir Kristín Ólöf. Hveragerði Ölfus Menning Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Sjá meira
Mörg hundruð manns hafa gengið Reykjadal fyrir ofan Hveragerði á hverjum degi í sumar en þar er einn fjölsóttasti náttúrulegi baðstaður landsins. Útlendingar hafa verið stór hluti þeirra sem hafa gengið leiðina í sumar sem er um tíu kílómetrar fram og til baka. Reykjadalur er vinsæl gönguleið, sem hefur slegið í gegn í sumar því þar hefur verið örtröð alla daga frá því að fjöldi fólks mátti fara upp í 500 manns saman 15. júní en nú fækkar göngugörpunum eftir að talan var lækkuð niður í 100 manns. Merkt gönguleið um Reykjadal liggur upp úr Ölfusdal fyrir ofan Hveragerði en á leiðinni upp dalinn má sjá ólgandi hveri og reyk stíga upp úr jörðu. „Það er alveg brjálað að gera, það er endalaust af fólki sem kemur á hverjum degi, mörg hundruð manns. Vinsældir leiðarinnar eru fyrst og fremst vegna læksins hérna því það er vinsælt að koma og fara í heita lækinn, þetta er líka mjög fallegur staður,“ segir Kristín Ólöf Steinþórsdóttir, landvörður í Reykjadal. Margir ganga Reykjadalinn og nota þá tækifærið og skella sér í náttúrulegan baðstað á svæðinu og láta þreytuna þar með líða úr sér áður en gengið er til baka.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kristín Ólöf segir að um helmingur gesta fari í lækinn og njóti þess að baða sig þar í stórbrotnu umhverfi Reykjadals. Hún segir að erlendir ferðamenn hafi verið mjög mikið að ferðinni í sumar. „Já, það var bara strax 16.júní, þá voru hér strákar sem komu með fyrstu vél frá Kaupmannahöfn og beint hingað í Reykjadalinn, það var fyrsta stopp, það er mjög mikið af túristum hérna“. Mikið af hjólreiðafólki fer líka um Reykjadal. „Já, það er mjög vinsælt hjá fjallareiðhjólafólki að koma hingað og ég vil koma ábendingu til þeirra að það er bannað að búa til nýja hjólreiðastíga en annars eru þeir velkomnir,“ segir Kristín Ólöf.
Hveragerði Ölfus Menning Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Sjá meira