Mótmæla aðgerðum stjórnvalda í baráttunni við veiruna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. ágúst 2020 18:12 Þúsundir taka þátt í mótmælunum í Berlín. FELIPE TRUEBA/EPA Þúsundir Berlínarbúa mótmæla nú takmörkunum og reglum sem þýsk stjórnvöld hafa komið á til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Þýskalandi. Mótmælendurnir telja aðgerðir stjórnvalda, svo sem grímuskyldu, vera brot á borgaralegum réttindum sínum og frelsi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Þýskalandi tókst betur til en mörgum öðrum Evrópuríkjum að bregðast við kórónuveirufaraldrinum en undanfarið hefur borið á því að fleiri séu teknir að smitast. Í gær greindust yfir 900 einstaklingar með veiruna í landinu og sjö létust. Samkvæmt tölum yfirvalda er talið að um 15.000 manns taki þátt í mótmælunum, sem mótmælendur sjálfir kalla „Frelsisdaginn.“ Meðal slagorða sem sjá má á skiltum mótmælenda eru „Kóróna, gabb“ og „Það er verið að neyða okkur til að nota múl.“ Seinna slagorðið vísar til þess að fólk skuli bera grímu á almannafæri. Samkvæmt BBC eru hægri-öfgamenn og fylgjendur samsæriskenninga sem trúa ekki á tilvist kórónuveirunnar á meðal mótmælenda, þó þar séu einnig borgarar sem séu einfaldlega mótfallnir aðgerðum stjórnvalda til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Þá segir að fáir mótmælendanna beri grímur eða hugi að reglum um fjarlægðartakmarkanir sem settar hafa verið. „Krafa okkur er afturhvarf til lýðræðis. Burt með þessi lög sem sett hafa verið á okkur, burt með grímurnar sem gera okkur að þrælum,“ hefur BBC eftir konu einni sem var viðstödd mótmælin. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Þúsundir Berlínarbúa mótmæla nú takmörkunum og reglum sem þýsk stjórnvöld hafa komið á til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Þýskalandi. Mótmælendurnir telja aðgerðir stjórnvalda, svo sem grímuskyldu, vera brot á borgaralegum réttindum sínum og frelsi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Þýskalandi tókst betur til en mörgum öðrum Evrópuríkjum að bregðast við kórónuveirufaraldrinum en undanfarið hefur borið á því að fleiri séu teknir að smitast. Í gær greindust yfir 900 einstaklingar með veiruna í landinu og sjö létust. Samkvæmt tölum yfirvalda er talið að um 15.000 manns taki þátt í mótmælunum, sem mótmælendur sjálfir kalla „Frelsisdaginn.“ Meðal slagorða sem sjá má á skiltum mótmælenda eru „Kóróna, gabb“ og „Það er verið að neyða okkur til að nota múl.“ Seinna slagorðið vísar til þess að fólk skuli bera grímu á almannafæri. Samkvæmt BBC eru hægri-öfgamenn og fylgjendur samsæriskenninga sem trúa ekki á tilvist kórónuveirunnar á meðal mótmælenda, þó þar séu einnig borgarar sem séu einfaldlega mótfallnir aðgerðum stjórnvalda til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Þá segir að fáir mótmælendanna beri grímur eða hugi að reglum um fjarlægðartakmarkanir sem settar hafa verið. „Krafa okkur er afturhvarf til lýðræðis. Burt með þessi lög sem sett hafa verið á okkur, burt með grímurnar sem gera okkur að þrælum,“ hefur BBC eftir konu einni sem var viðstödd mótmælin.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira