Forsetinn hvatti þjóðina til að forðast að „festast í þröngri rétthugsun“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. ágúst 2020 20:30 Það voru færri viðstaddir embættistöku forseta Íslands í dag en venja er. Vísir/Einar Óvenju fámennt var við lágstemmda og hátíðlega athöfn á Alþingi í dag þegar Guðni Th. Jóhannesson var settur í embætti forseta Íslands öðru sinni. Forsetinn bað þjóðina að halda áfram að meta víðsýni og frelsi og forðast að festast í þröngri rétthugsun í innsetningarræðu sinni. Guðni Th. Jóhannesson og Elisa Reid komu til athafnarinnar á elsta bíl í eigu embættisins, sem var forsetabíll Sveins Björnssonar í hans tíð í embætti. Athöfnin hófst með einsöng Estherar Taliu Casey á lagi og ljóði Bubba Morthens "Fallegur dagur," að ósk Guðna. Þorgeir Örlygsson, forseti Hæstaréttar lýsti kjöri Guðna Th. Jóhannessonar, sem síðan skrifaði undir drengskaparheit að stjórnarskránni. Hertar sóttvarnarráðstafanir settu óhjákvæmilega svip sinn á athöfnina. Aðeins 29 boðsgestir voru viðstaddir og vel var gætt að því að tveggja metra reglan væri virt. Guðni undirstrikaði í ræðu sinni að það væri á Alþingi sem þungi hins pólitíska valds lægi en forseta væri þó ætlað hlutverk á sviði stjórnmálanna. Forsetinn ítrekaði að samstaða væri um að forseti hverju sinni væri sameiningartákn þjóðarinnar. Bölmóður ætti ekki heima á Bessastöðum en rangur póll væri tekinn í hæðina ef forseti teldi vænlegast stöðu sinnar vegna að segja ekkert sem gæti valdið deilum í samfélaginu. „Blessunarlega erum við ólík um margt. En saman metum við þó mikils víðsýni og mildi, fjölbreytni og frelsi. Höldum því áfram en forðumst um leið að festast í þröngri rétthugsun, verða ofur viðkvæm fyrir öndverðum skoðunum og hneykslast á hinu og þessu í kringum okkur,“ sagði Guðni meðal annars. Engin athöfn fór fram í dómkirkjunni líkt og venja er en þess í stað, bað Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands, forseta og þjóð blessunar við athöfnina í þinghúsinu. Það var svo engin önnur en Diddú sem söng þjóðsönginn við lok athafnarinnar. Þótt forsetahjónin hafi ekki stígið út á svalir þinghússins að athöfn lokinni líkt og venjan er hafði nokkur hópur fólks safnast saman á Austurvelli til að fylgjast með. „Mér er efst í huga þakklæti og auðmýkt. Ég tek nú við embætti forseta í annað sinn og einset mér að gegna þessi embætti eftir bestu getu og er þakklátur þjóð minni fyrir það traust sem mér hefur verið falið,“ sagði Guðni í samtali við fréttastofu að athöfninni lokinni. Viðtal við Guðna má sjá í spilaranum hér að neðan. Forseti Íslands Alþingi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Óvenju fámennt var við lágstemmda og hátíðlega athöfn á Alþingi í dag þegar Guðni Th. Jóhannesson var settur í embætti forseta Íslands öðru sinni. Forsetinn bað þjóðina að halda áfram að meta víðsýni og frelsi og forðast að festast í þröngri rétthugsun í innsetningarræðu sinni. Guðni Th. Jóhannesson og Elisa Reid komu til athafnarinnar á elsta bíl í eigu embættisins, sem var forsetabíll Sveins Björnssonar í hans tíð í embætti. Athöfnin hófst með einsöng Estherar Taliu Casey á lagi og ljóði Bubba Morthens "Fallegur dagur," að ósk Guðna. Þorgeir Örlygsson, forseti Hæstaréttar lýsti kjöri Guðna Th. Jóhannessonar, sem síðan skrifaði undir drengskaparheit að stjórnarskránni. Hertar sóttvarnarráðstafanir settu óhjákvæmilega svip sinn á athöfnina. Aðeins 29 boðsgestir voru viðstaddir og vel var gætt að því að tveggja metra reglan væri virt. Guðni undirstrikaði í ræðu sinni að það væri á Alþingi sem þungi hins pólitíska valds lægi en forseta væri þó ætlað hlutverk á sviði stjórnmálanna. Forsetinn ítrekaði að samstaða væri um að forseti hverju sinni væri sameiningartákn þjóðarinnar. Bölmóður ætti ekki heima á Bessastöðum en rangur póll væri tekinn í hæðina ef forseti teldi vænlegast stöðu sinnar vegna að segja ekkert sem gæti valdið deilum í samfélaginu. „Blessunarlega erum við ólík um margt. En saman metum við þó mikils víðsýni og mildi, fjölbreytni og frelsi. Höldum því áfram en forðumst um leið að festast í þröngri rétthugsun, verða ofur viðkvæm fyrir öndverðum skoðunum og hneykslast á hinu og þessu í kringum okkur,“ sagði Guðni meðal annars. Engin athöfn fór fram í dómkirkjunni líkt og venja er en þess í stað, bað Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands, forseta og þjóð blessunar við athöfnina í þinghúsinu. Það var svo engin önnur en Diddú sem söng þjóðsönginn við lok athafnarinnar. Þótt forsetahjónin hafi ekki stígið út á svalir þinghússins að athöfn lokinni líkt og venjan er hafði nokkur hópur fólks safnast saman á Austurvelli til að fylgjast með. „Mér er efst í huga þakklæti og auðmýkt. Ég tek nú við embætti forseta í annað sinn og einset mér að gegna þessi embætti eftir bestu getu og er þakklátur þjóð minni fyrir það traust sem mér hefur verið falið,“ sagði Guðni í samtali við fréttastofu að athöfninni lokinni. Viðtal við Guðna má sjá í spilaranum hér að neðan.
Forseti Íslands Alþingi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira