Skagamenn mættu í hundraðatali í skimun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. ágúst 2020 19:00 Hér má sjá heilbrigðisstarfsmann taka sýni úr Sævari Frey Þráinsyni, bæjarstjóra á Akranesi. Vísir/EInar Skagamenn sem lentu í slembiúrtaki hjá Íslenskri erfðagreiningu mættu í hundraðatali í skimun fyrir kórónuveirunni á Akranesi í dag. Öllum þeim sem greindust með covid-19 í hópsýkingu á Akranesi farnast vel að sögn hjúkrunarfræðings. Sveitarfélagið hefur gert ýmsar ráðstafanir vegna hertra sóttvarnaaðgerða. Íslensk erfðagreining vinnur að skimun fyrir COVID-19 í samvinnu við sóttvarnalækni í þeim tilgangi að kanna útbreiðslu veirunnar. Meðal annars stendur yfir skimun eftir slembiúrtaki á þeim svæðum þar sem upp hafa komið smit undanfarið. Skimun hófst á Akranesi klukkan tíu í morgun og lauk klukkan tvö en áætlað er að um 600 hafi komið í sýnatöku. Margir þeirra sem fréttastofa ræddi við á vettvangi segja það hafa verið sjálfsagt að bregðast við kallinu. „Af því þetta er boð og slembiúrtak þá bjóðum við bara eins mörgum og við ráðum við. En við ákváðum að bæta aðeins við því að við fréttum að það væru fleiri sem vildu komast að,“ segir Kristín Eva Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hjá þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna Íslenskrar erfðagreiningar. „Við erum að taka sirka 26-30 á hverju korteri og við erum svo mörg og vel þjálfað fólk að þetta gengur svo smurt.“ Skimunin fór fram í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Vesturlands en starfsfólk heilsugæslunnar á Akranesi hefur fundið fyrir auknu álagi að undanförnu. „Fólk hefur verið mjög hrætt í bæjarfélaginu en sem betur fer að þá hefur bara gengið mjög vel og það hafa ekki greinst jákvæðir nema þessi hópsýking sem kom. Þeim farnast öllum vel, það er búið að testa þau aftur og þau eru öll saman komin í bara eðlilegt form,“ segir Hulda Gestsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni á Akranesi. Guðlaug lokuð Í ljósi hertra aðgerða sem tóku gildi fyrir helgi hefur sveitarfélagið gripið til ýmissa aðgerða og gert viðeigandi ráðstafanir, líkt og mörg önnur sveitarfélög. Þannig hefur líkamsræktarsal verið lokað og Guðlaugu einnig, vinsælum baðstað við Langasand. „Við treystum okkur ekki til að hafa hana opna í þessari stöðu, að minnsta kosti núna fram yfir helgina. Við ætlum að endurmeta það eftir helgi en líklega þurfum við að hafa hana lokaða áfram,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. „Svo hafa verið fleiri úrræði hérna á hjúkrunarheimilinu og sjúkrahúsið hefur líka lokað sínum dyrum þannig það þarf að hringja á undan sér áður en er komið og þeir sem mæta á svæðið þeir þurfa að hringja dyrabjöllu,“ nefnir Sævar sem dæmi. Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðisstofnun Vesturlands Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Skagamenn sem lentu í slembiúrtaki hjá Íslenskri erfðagreiningu mættu í hundraðatali í skimun fyrir kórónuveirunni á Akranesi í dag. Öllum þeim sem greindust með covid-19 í hópsýkingu á Akranesi farnast vel að sögn hjúkrunarfræðings. Sveitarfélagið hefur gert ýmsar ráðstafanir vegna hertra sóttvarnaaðgerða. Íslensk erfðagreining vinnur að skimun fyrir COVID-19 í samvinnu við sóttvarnalækni í þeim tilgangi að kanna útbreiðslu veirunnar. Meðal annars stendur yfir skimun eftir slembiúrtaki á þeim svæðum þar sem upp hafa komið smit undanfarið. Skimun hófst á Akranesi klukkan tíu í morgun og lauk klukkan tvö en áætlað er að um 600 hafi komið í sýnatöku. Margir þeirra sem fréttastofa ræddi við á vettvangi segja það hafa verið sjálfsagt að bregðast við kallinu. „Af því þetta er boð og slembiúrtak þá bjóðum við bara eins mörgum og við ráðum við. En við ákváðum að bæta aðeins við því að við fréttum að það væru fleiri sem vildu komast að,“ segir Kristín Eva Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hjá þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna Íslenskrar erfðagreiningar. „Við erum að taka sirka 26-30 á hverju korteri og við erum svo mörg og vel þjálfað fólk að þetta gengur svo smurt.“ Skimunin fór fram í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Vesturlands en starfsfólk heilsugæslunnar á Akranesi hefur fundið fyrir auknu álagi að undanförnu. „Fólk hefur verið mjög hrætt í bæjarfélaginu en sem betur fer að þá hefur bara gengið mjög vel og það hafa ekki greinst jákvæðir nema þessi hópsýking sem kom. Þeim farnast öllum vel, það er búið að testa þau aftur og þau eru öll saman komin í bara eðlilegt form,“ segir Hulda Gestsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni á Akranesi. Guðlaug lokuð Í ljósi hertra aðgerða sem tóku gildi fyrir helgi hefur sveitarfélagið gripið til ýmissa aðgerða og gert viðeigandi ráðstafanir, líkt og mörg önnur sveitarfélög. Þannig hefur líkamsræktarsal verið lokað og Guðlaugu einnig, vinsælum baðstað við Langasand. „Við treystum okkur ekki til að hafa hana opna í þessari stöðu, að minnsta kosti núna fram yfir helgina. Við ætlum að endurmeta það eftir helgi en líklega þurfum við að hafa hana lokaða áfram,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. „Svo hafa verið fleiri úrræði hérna á hjúkrunarheimilinu og sjúkrahúsið hefur líka lokað sínum dyrum þannig það þarf að hringja á undan sér áður en er komið og þeir sem mæta á svæðið þeir þurfa að hringja dyrabjöllu,“ nefnir Sævar sem dæmi.
Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðisstofnun Vesturlands Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira