Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. ágúst 2020 07:12 Eyðileggingin sem sprengingin olli var gríðarleg. Marwan Tahtah/Getty Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Rúmlega hundrað hafa látist, rúmlega 4.000 særðust og ljóst er að látnum mun fjölga. Rúmlega hundrað er enn saknað. Sprengingin gríðarlega fannst um alla borgina en hún virðist hafa orsakast af eldi sem fór að loga í vöruhúsi við höfnina. Þar höfðu 2750 tonn af ammóníumnítrati verið geymd við slæmar aðstæður um sex ára skeið, að því er forseti landsins greindi frá í ávarpi í gærkvöld. Ammóníumnítrat er uppistaðan í venjulegum áburði, en er afar eldfimt og sums staðar flokkað sem sprengiefni. Hér að neðan má sjá loftmyndir af eyðileggingunni sem sprengingin olli. Árið 1995 notuðu bandarískir hryðjuverkamenn um tvö tonn af efninu þegar þeir sprengdu alríkisbygginguna í Oklahoma í loft upp. Forseti Líbanons, Michel Aoun sagði í gær að það væri óásættanlegt að slíkt efni hefði verið geymt við svo slæmar aðstæður við höfnina og það í viðlíka magni. Hann lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og lofaði að ríkisstjórnin ætlaði að leggja jafnvirði um níu milljarða króna í neyðaraðstoð. Þá boðaði Auoun ríkisstjórnina á neyðarfund í dag, og sagði að lýsa ætti yfir tveggja vikna neyðarástandi í landinu. Búið er að hefja rannsókn til þess að komast að því hvað það var nákvæmlega sem olli sprengingunni. Heimavarnarráð Líbanon hefur þá lýst því yfir að hver sem beri ábyrgð á málinu ætti að hljóta þyngstu mögulegu refsingu. Michel Aoun, forseti Líbanons.Vísir/Getty Líbanon Sprenging í Beirút Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Rúmlega hundrað hafa látist, rúmlega 4.000 særðust og ljóst er að látnum mun fjölga. Rúmlega hundrað er enn saknað. Sprengingin gríðarlega fannst um alla borgina en hún virðist hafa orsakast af eldi sem fór að loga í vöruhúsi við höfnina. Þar höfðu 2750 tonn af ammóníumnítrati verið geymd við slæmar aðstæður um sex ára skeið, að því er forseti landsins greindi frá í ávarpi í gærkvöld. Ammóníumnítrat er uppistaðan í venjulegum áburði, en er afar eldfimt og sums staðar flokkað sem sprengiefni. Hér að neðan má sjá loftmyndir af eyðileggingunni sem sprengingin olli. Árið 1995 notuðu bandarískir hryðjuverkamenn um tvö tonn af efninu þegar þeir sprengdu alríkisbygginguna í Oklahoma í loft upp. Forseti Líbanons, Michel Aoun sagði í gær að það væri óásættanlegt að slíkt efni hefði verið geymt við svo slæmar aðstæður við höfnina og það í viðlíka magni. Hann lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og lofaði að ríkisstjórnin ætlaði að leggja jafnvirði um níu milljarða króna í neyðaraðstoð. Þá boðaði Auoun ríkisstjórnina á neyðarfund í dag, og sagði að lýsa ætti yfir tveggja vikna neyðarástandi í landinu. Búið er að hefja rannsókn til þess að komast að því hvað það var nákvæmlega sem olli sprengingunni. Heimavarnarráð Líbanon hefur þá lýst því yfir að hver sem beri ábyrgð á málinu ætti að hljóta þyngstu mögulegu refsingu. Michel Aoun, forseti Líbanons.Vísir/Getty
Líbanon Sprenging í Beirút Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira