LeBron tók mynd af Björgvini og Kobe á Ólympíuleikunum í Peking Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. ágúst 2020 11:06 Björgvin Páll sló í gegn á Ólympíuleikunum í Peking 2008. getty/Cameron Spencer Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins og Hauka, rifjaði upp kynni sín af körfuboltastjörnunum LeBron James og Kobe Bryant heitnum á Ólympíuleikunum í Peking 2008 í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Björgvin og félagar í íslenska landsliðinu unnu Ólympíusilfur í Peking og framganga strákanna okkar vakti athygli annarra íþróttamanna, m.a. stjarnanna í bandaríska körfuboltalandsliðinu. „Á Ólympíuleikunum 2008 var ég bara ungur og ferskur og einhvern veginn ómeðvitaður um allt. Í Ólympíuþorpinu voru allir að taka myndir af öllum en þú vilt ekki stoppa alla; sumir gera þetta ekki og sumir taka ekki myndir. Ég var bara að njóta augnabliksins og var ekkert feiminn við að gera það sem ég vildi,“ sagði Björgvin við Sölva. Bandaríska körfuboltalandsliðið tók hús á íslenska handboltalandsliðinu í Ólympíuþorpinu. Skömmu síðar rakst Björgvin aftur á þá Kobe og LeBron í matartjaldinu. „Þá sitja Kobe Bryant og LeBron á borði og LeBron kallar í mig og þeir voru að spyrja meira út í Ísland og handbolta. Þeir sögðust ætla að mæta á leik en gerðu það ekki,“ sagði Björgvin sem langaði í myndir af sér með stórstjörnunum. „Það var ekkert mál. Stelpa sem sat með okkur á borði tók myndina. Svo langaði mig líka í mynd með Kobe sem sat á móti okkur. Ég fór yfir en stelpan náði ekki nógu góðri mynd þannig að LeBron tók símann af henni og sagði: „This will be my fyrst and only picture in the Olympics“ og tók mynd af mér og Kobe. Ég er enn að bíða eftir því að einhver sendi mér mynd af því þegar LeBron er að taka mynd af mér og Kobe.“ LeBron er handstór og Björgvin hafði áhyggjur af símanum sínum í hrömmunum á honum. „Hann er með svo stóra putta að ég hafði áhyggjur af því að hann myndi kremja símann minn,“ sagði Björgvin. Líkt og fyrir Björgvin voru Ólympíuleikarnir í Peking góðir fyrir LeBron og Kobe en Bandaríkjamenn unnu Ólympíugull eftir átta ára bið. Þeir urðu aftur Ólympíumeistarar með bandaríska liðinu í London 2012. Handbolti NBA Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir „Fékk vandamálin beint í æð“ Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústavsson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. 4. ágúst 2020 14:29 Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins og Hauka, rifjaði upp kynni sín af körfuboltastjörnunum LeBron James og Kobe Bryant heitnum á Ólympíuleikunum í Peking 2008 í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Björgvin og félagar í íslenska landsliðinu unnu Ólympíusilfur í Peking og framganga strákanna okkar vakti athygli annarra íþróttamanna, m.a. stjarnanna í bandaríska körfuboltalandsliðinu. „Á Ólympíuleikunum 2008 var ég bara ungur og ferskur og einhvern veginn ómeðvitaður um allt. Í Ólympíuþorpinu voru allir að taka myndir af öllum en þú vilt ekki stoppa alla; sumir gera þetta ekki og sumir taka ekki myndir. Ég var bara að njóta augnabliksins og var ekkert feiminn við að gera það sem ég vildi,“ sagði Björgvin við Sölva. Bandaríska körfuboltalandsliðið tók hús á íslenska handboltalandsliðinu í Ólympíuþorpinu. Skömmu síðar rakst Björgvin aftur á þá Kobe og LeBron í matartjaldinu. „Þá sitja Kobe Bryant og LeBron á borði og LeBron kallar í mig og þeir voru að spyrja meira út í Ísland og handbolta. Þeir sögðust ætla að mæta á leik en gerðu það ekki,“ sagði Björgvin sem langaði í myndir af sér með stórstjörnunum. „Það var ekkert mál. Stelpa sem sat með okkur á borði tók myndina. Svo langaði mig líka í mynd með Kobe sem sat á móti okkur. Ég fór yfir en stelpan náði ekki nógu góðri mynd þannig að LeBron tók símann af henni og sagði: „This will be my fyrst and only picture in the Olympics“ og tók mynd af mér og Kobe. Ég er enn að bíða eftir því að einhver sendi mér mynd af því þegar LeBron er að taka mynd af mér og Kobe.“ LeBron er handstór og Björgvin hafði áhyggjur af símanum sínum í hrömmunum á honum. „Hann er með svo stóra putta að ég hafði áhyggjur af því að hann myndi kremja símann minn,“ sagði Björgvin. Líkt og fyrir Björgvin voru Ólympíuleikarnir í Peking góðir fyrir LeBron og Kobe en Bandaríkjamenn unnu Ólympíugull eftir átta ára bið. Þeir urðu aftur Ólympíumeistarar með bandaríska liðinu í London 2012.
Handbolti NBA Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir „Fékk vandamálin beint í æð“ Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústavsson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. 4. ágúst 2020 14:29 Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Sjá meira
„Fékk vandamálin beint í æð“ Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústavsson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. 4. ágúst 2020 14:29