Smitaðir í öllum fjórðungum en útbreitt smit ólíklegt Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. ágúst 2020 14:55 Upplýsingafundur almannavarna í dag hófst með lófataki en Björn Ingi Hrafnsson, einn viðstaddra, á afmæli í dag. Almannavarnir Kórónuveirusmitaða má nú finna í öllum landsfjórðungum. Fram til þessa hafði Austurland verið smitfrítt en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að það hafi breyst á liðnum sólarhring. Aðspurður sagðist hann þó ekki hafa á takteinum hversu mörg hafi þurft að fara í sóttkví vegna þess smitaða á Austurlandi. Níu greindust með veiruna síðastliðinn sólarhring og var einn í sóttkví. Því er 91 sjúklingur í einangrun þessa stundina. Aftur á móti er búið að útskrifa þann eina smitaða sem dvalið hefur á Landspítalanum síðustu daga. Már Kristjánsson yfirlæknir sagði í samtali við fréttastofu í hádeginu að þó sé grunur um að tveir inniliggjandi á spítalanum kunni að vera smitaðir. Þórólfur sagði að smit þeirra sem greindust síðasta sólarhring bæru með sér að þau tilheyrðu annarri hópsýkingunni sem greinst hefur hér á landi. Um 750 eru nú í sóttkví, langflest á höfuðborgarsvæðinu. Líklega ekki útbreitt smit Um 111 þúsund farþegar hafa komið til landsins frá 15. júní og sýni verið tekið úr um 71 þúsund einstaklingum. 27 hafa greinst með virkt smit og rúmlega hundrað með gömul smit. Íslensk erfðagreining hefur skimað rúmlega 4000 og af þeim reyndust þrír smitaðir. Því virðist, að mati Þórólfs, að ekki sé um mjög útbreitt smit í samfélaginu að ræða. Þórólfur segist telja að næstu dagar og næsta vika sýni betur hvort þær aðgerðir sem gripið hefur verið til muni skila árangri. Hann telur ekki tímabært að herða aðgerðir, þó einhver kalli því. Þau séu þó í startholunum með tillögur um að herða aðgerðir - eða slaka á þeim, ef svo ber undir. Lykilatriði sé að allir leggi sig fram við að fara eftir þeim leiðbeiningum sem í gildi eru. Þá séu líka breytingar til skoðunar hjá stjórnvöldum er lúta að skimun við landamærin, einkum í ljósi þess að nú sé unnið við hámarksgetu við landamærin. Ekkert sé þó ákveðið enn að sögn Þórólfs og margt til skoðunar. Hann segist þó gera ráð fyrir að senda stjórnvöldum tillögur sínar í þessum efnum í dag eða á morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingar verði að læra að lifa með veirunni „Fólk verður að átta sig á því að líklegast er ár í bóluefni fyrir almenning,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni. Bryndís sagði einnig að hræðsluáróður væri ekki besta leiðin til lengdar og að fólk þyrfti að læra að lifa með kórónuveirunni. 5. ágúst 2020 11:30 Níu innanlandssmit bætast við Einn greindist með veiruna við landamærin en sá er með mótefni. 5. ágúst 2020 11:12 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Kórónuveirusmitaða má nú finna í öllum landsfjórðungum. Fram til þessa hafði Austurland verið smitfrítt en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að það hafi breyst á liðnum sólarhring. Aðspurður sagðist hann þó ekki hafa á takteinum hversu mörg hafi þurft að fara í sóttkví vegna þess smitaða á Austurlandi. Níu greindust með veiruna síðastliðinn sólarhring og var einn í sóttkví. Því er 91 sjúklingur í einangrun þessa stundina. Aftur á móti er búið að útskrifa þann eina smitaða sem dvalið hefur á Landspítalanum síðustu daga. Már Kristjánsson yfirlæknir sagði í samtali við fréttastofu í hádeginu að þó sé grunur um að tveir inniliggjandi á spítalanum kunni að vera smitaðir. Þórólfur sagði að smit þeirra sem greindust síðasta sólarhring bæru með sér að þau tilheyrðu annarri hópsýkingunni sem greinst hefur hér á landi. Um 750 eru nú í sóttkví, langflest á höfuðborgarsvæðinu. Líklega ekki útbreitt smit Um 111 þúsund farþegar hafa komið til landsins frá 15. júní og sýni verið tekið úr um 71 þúsund einstaklingum. 27 hafa greinst með virkt smit og rúmlega hundrað með gömul smit. Íslensk erfðagreining hefur skimað rúmlega 4000 og af þeim reyndust þrír smitaðir. Því virðist, að mati Þórólfs, að ekki sé um mjög útbreitt smit í samfélaginu að ræða. Þórólfur segist telja að næstu dagar og næsta vika sýni betur hvort þær aðgerðir sem gripið hefur verið til muni skila árangri. Hann telur ekki tímabært að herða aðgerðir, þó einhver kalli því. Þau séu þó í startholunum með tillögur um að herða aðgerðir - eða slaka á þeim, ef svo ber undir. Lykilatriði sé að allir leggi sig fram við að fara eftir þeim leiðbeiningum sem í gildi eru. Þá séu líka breytingar til skoðunar hjá stjórnvöldum er lúta að skimun við landamærin, einkum í ljósi þess að nú sé unnið við hámarksgetu við landamærin. Ekkert sé þó ákveðið enn að sögn Þórólfs og margt til skoðunar. Hann segist þó gera ráð fyrir að senda stjórnvöldum tillögur sínar í þessum efnum í dag eða á morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingar verði að læra að lifa með veirunni „Fólk verður að átta sig á því að líklegast er ár í bóluefni fyrir almenning,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni. Bryndís sagði einnig að hræðsluáróður væri ekki besta leiðin til lengdar og að fólk þyrfti að læra að lifa með kórónuveirunni. 5. ágúst 2020 11:30 Níu innanlandssmit bætast við Einn greindist með veiruna við landamærin en sá er með mótefni. 5. ágúst 2020 11:12 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Íslendingar verði að læra að lifa með veirunni „Fólk verður að átta sig á því að líklegast er ár í bóluefni fyrir almenning,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni. Bryndís sagði einnig að hræðsluáróður væri ekki besta leiðin til lengdar og að fólk þyrfti að læra að lifa með kórónuveirunni. 5. ágúst 2020 11:30
Níu innanlandssmit bætast við Einn greindist með veiruna við landamærin en sá er með mótefni. 5. ágúst 2020 11:12