Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2020 10:59 Kim Yong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. AP/KCNA Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. Umfang aðgerða yfirvalda þykir mögulega til marks um að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar sé meiri en ríkisstjórn Kim Jong Un hefur haldið fram. Einræðisherrann skipaði í síðasta mánuði fyrir um að setja skyldi útgöngubann á í borginni Kaesong. Þá hafði maður þar sýnt einkenni Covid-19. Ríkismiðill Norður-Kóreu sagði að maðurinn hefði flúið til Suður-Kóreu fyrir þremur árum og að hann hefði nýverið laumað sér aftur til Norður-Kóreu. Maður þessi er grunaður um að hafa nauðgað konu í Suður-Kóreu. Því hafði verið haldið fram að enginn hafi smitast í Norður-Kóreu. Það hefur þó verið dregið í efa af sérfræðingum og þá sérstaklega vegna þess hve margir fara yfir landamæri Norður-Kóreu og Kína, þar sem sjúkdómurinn stakk fyrst upp kollinum, og vegna þess að yfirvöld í einræðisríkinu hafa áður logið um faraldra þar í landi. Í skýrslu til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) segja yfirvöld í Norður-Kóreu að 64 hafi verið skipaðir í einangrun í Keasong og 3.571 í sóttkví og þetta hafi verið gert á 40 daga tímabili. Frá áramótum segjast yfirvöld í Norður-Kóreu hafa skipað 25.905 manns í einangrun. Búið var að gera próf á manninum sem sem laumaði sér yfir landamærin en samkvæmt þeim upplýsingum sem WHO fékk frá Norður-Kóreu skiluðu þau próf ekki afgerandi niðurstöðum. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur WHO kallað eftir frekari upplýsingum frá Norður-Kóreu. Meðal þeirra sem búið er að grípa til í Norður-Kóreu er að banna fjöldasamkomur. Allir þurfa að bera grímur á almannafæri og sumarfrí í skólum og leikskólum hafa verið framlengd. Greinandi í Suður-Kóreu, sem AP ræddi við, segir að þó stór faraldur hafi ef til vill ekki átt sér stað enn í Norður-Kóreu, sé nánast öruggt að þar hafi töluverður fjöldi smitast. Landamærum Norður-Kóreu hefur verið lokað og aðgengi utanaðkomandi aðila hefur verið nánast ekkert að undanförnu. Það er þó alfarið óljóst hvort yfirvöld í Norður-Kóreu búi í raun yfir getu til að skima eftir Covid-19 og hve umfangsmikil sú skimun geti verið. Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hafna því að flóttamaðurinn sé smitaður Yfirvöld í Suður-Kóreu hafna því að maður sem flúði til Suður-Kóreu og er sagður hafa snúið aftur til Norður-Kóreu fyrir rúmri viku síðan sé smitaður af kórónuveirunni. 27. júlí 2020 07:18 Norður-Kórea hættir við hernaðaraðgerðir gegn Suður-Kóreu Norður-Kórea hefur ákveðið að hætta við það að beita Suður-Kóreu hernaðaraðgerðum. 23. júní 2020 23:06 Ekkert lát á bæklingasendingum til Norður-Kóreu Aðgerðasinnar í Suður-Kóreu sendu bæklinga með áróðursefni norður yfir landamærin í nótt, í trássi við tilmæli stjórnvalda. Spennan á Kóreuskaga hefur aukist mikið undanfarna daga. 23. júní 2020 19:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Sjá meira
Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. Umfang aðgerða yfirvalda þykir mögulega til marks um að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar sé meiri en ríkisstjórn Kim Jong Un hefur haldið fram. Einræðisherrann skipaði í síðasta mánuði fyrir um að setja skyldi útgöngubann á í borginni Kaesong. Þá hafði maður þar sýnt einkenni Covid-19. Ríkismiðill Norður-Kóreu sagði að maðurinn hefði flúið til Suður-Kóreu fyrir þremur árum og að hann hefði nýverið laumað sér aftur til Norður-Kóreu. Maður þessi er grunaður um að hafa nauðgað konu í Suður-Kóreu. Því hafði verið haldið fram að enginn hafi smitast í Norður-Kóreu. Það hefur þó verið dregið í efa af sérfræðingum og þá sérstaklega vegna þess hve margir fara yfir landamæri Norður-Kóreu og Kína, þar sem sjúkdómurinn stakk fyrst upp kollinum, og vegna þess að yfirvöld í einræðisríkinu hafa áður logið um faraldra þar í landi. Í skýrslu til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) segja yfirvöld í Norður-Kóreu að 64 hafi verið skipaðir í einangrun í Keasong og 3.571 í sóttkví og þetta hafi verið gert á 40 daga tímabili. Frá áramótum segjast yfirvöld í Norður-Kóreu hafa skipað 25.905 manns í einangrun. Búið var að gera próf á manninum sem sem laumaði sér yfir landamærin en samkvæmt þeim upplýsingum sem WHO fékk frá Norður-Kóreu skiluðu þau próf ekki afgerandi niðurstöðum. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur WHO kallað eftir frekari upplýsingum frá Norður-Kóreu. Meðal þeirra sem búið er að grípa til í Norður-Kóreu er að banna fjöldasamkomur. Allir þurfa að bera grímur á almannafæri og sumarfrí í skólum og leikskólum hafa verið framlengd. Greinandi í Suður-Kóreu, sem AP ræddi við, segir að þó stór faraldur hafi ef til vill ekki átt sér stað enn í Norður-Kóreu, sé nánast öruggt að þar hafi töluverður fjöldi smitast. Landamærum Norður-Kóreu hefur verið lokað og aðgengi utanaðkomandi aðila hefur verið nánast ekkert að undanförnu. Það er þó alfarið óljóst hvort yfirvöld í Norður-Kóreu búi í raun yfir getu til að skima eftir Covid-19 og hve umfangsmikil sú skimun geti verið.
Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hafna því að flóttamaðurinn sé smitaður Yfirvöld í Suður-Kóreu hafna því að maður sem flúði til Suður-Kóreu og er sagður hafa snúið aftur til Norður-Kóreu fyrir rúmri viku síðan sé smitaður af kórónuveirunni. 27. júlí 2020 07:18 Norður-Kórea hættir við hernaðaraðgerðir gegn Suður-Kóreu Norður-Kórea hefur ákveðið að hætta við það að beita Suður-Kóreu hernaðaraðgerðum. 23. júní 2020 23:06 Ekkert lát á bæklingasendingum til Norður-Kóreu Aðgerðasinnar í Suður-Kóreu sendu bæklinga með áróðursefni norður yfir landamærin í nótt, í trássi við tilmæli stjórnvalda. Spennan á Kóreuskaga hefur aukist mikið undanfarna daga. 23. júní 2020 19:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Sjá meira
Hafna því að flóttamaðurinn sé smitaður Yfirvöld í Suður-Kóreu hafna því að maður sem flúði til Suður-Kóreu og er sagður hafa snúið aftur til Norður-Kóreu fyrir rúmri viku síðan sé smitaður af kórónuveirunni. 27. júlí 2020 07:18
Norður-Kórea hættir við hernaðaraðgerðir gegn Suður-Kóreu Norður-Kórea hefur ákveðið að hætta við það að beita Suður-Kóreu hernaðaraðgerðum. 23. júní 2020 23:06
Ekkert lát á bæklingasendingum til Norður-Kóreu Aðgerðasinnar í Suður-Kóreu sendu bæklinga með áróðursefni norður yfir landamærin í nótt, í trássi við tilmæli stjórnvalda. Spennan á Kóreuskaga hefur aukist mikið undanfarna daga. 23. júní 2020 19:00