Banna sölu skyndibita og sykraðra drykkja til barna Andri Eysteinsson skrifar 6. ágúst 2020 12:31 Óheimilt verður að auglýsa, selja eða dreifa sykruðum drykkjum til barna samkvæmt lögunum. Getty/SOPA Yfirvöld í mexíkóska ríkinu Oaxaca hafa ákveðið að leggja blátt bann við sölu skyndibita og sykraðra drykkja til barna. Banninu er ætlað að sporna gegn offitu og sykursýki á meðal barna sem er mikið vandamál í norður-ameríkuríkinu. BBC greinir frá því að Oaxaca sé fyrsta ríki Mexíkó til að taka ákvörðun sem þessa en í landinu er hæsta hlutfall barna sem glíma við ofþyngd í heiminum. Þá telst 73% þjóðarinnar einnig of þung. Þá er Oaxaca það ríki Mexíkó þar sem hlutfallslega flest börn og næst flestir fullorðnir glíma við offitu. Samþykki laganna var fagnað innan veggja ríkisþings Oaxaca á sama tíma og veitingamenn og verslunareigendur mótmæltu fyrir utan. Með lögunum er óheimilt að selja, dreifa og auglýsa sykraða drykki og skyndibita til barna undir lögaldri og ná lögin einnig til sjálfsala í skólum. Höfundur frumvarpsins sem varð að lögum, Magaly Lopez Dominguez, segir að markmið laganna sé ekki að koma höggi á veitingamenn og verslunareigendur. Þeir gætu enn selt vörurnar, bara ekki til barna. Verði einhver uppvís um að brjóta gegn lögunum getur þeirra beðið fjársekt og lokun verslunarinnar. Möguleiki er á fangelsisvist ef brotið er endurtekið gegn lögunum. Hugo Lopez-Gatell sem fer fyrir viðbrögðum Mexíkó gegn kórónuveirufaraldrinum fagnaði ákvörðuninni en hann hefur kallað sykraða drykki „eitur í flösku“ og hvatti fólk til að hætta neyslu þeirra. Mexíkó Heilbrigðismál Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Yfirvöld í mexíkóska ríkinu Oaxaca hafa ákveðið að leggja blátt bann við sölu skyndibita og sykraðra drykkja til barna. Banninu er ætlað að sporna gegn offitu og sykursýki á meðal barna sem er mikið vandamál í norður-ameríkuríkinu. BBC greinir frá því að Oaxaca sé fyrsta ríki Mexíkó til að taka ákvörðun sem þessa en í landinu er hæsta hlutfall barna sem glíma við ofþyngd í heiminum. Þá telst 73% þjóðarinnar einnig of þung. Þá er Oaxaca það ríki Mexíkó þar sem hlutfallslega flest börn og næst flestir fullorðnir glíma við offitu. Samþykki laganna var fagnað innan veggja ríkisþings Oaxaca á sama tíma og veitingamenn og verslunareigendur mótmæltu fyrir utan. Með lögunum er óheimilt að selja, dreifa og auglýsa sykraða drykki og skyndibita til barna undir lögaldri og ná lögin einnig til sjálfsala í skólum. Höfundur frumvarpsins sem varð að lögum, Magaly Lopez Dominguez, segir að markmið laganna sé ekki að koma höggi á veitingamenn og verslunareigendur. Þeir gætu enn selt vörurnar, bara ekki til barna. Verði einhver uppvís um að brjóta gegn lögunum getur þeirra beðið fjársekt og lokun verslunarinnar. Möguleiki er á fangelsisvist ef brotið er endurtekið gegn lögunum. Hugo Lopez-Gatell sem fer fyrir viðbrögðum Mexíkó gegn kórónuveirufaraldrinum fagnaði ákvörðuninni en hann hefur kallað sykraða drykki „eitur í flösku“ og hvatti fólk til að hætta neyslu þeirra.
Mexíkó Heilbrigðismál Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira