Norræna flutningamannasambandið fordæmir Icelandair Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2020 14:13 Norræna flutningamannasambandið fordæmir aðgerðir Icelandair í kjaradeilunni við flugfreyjur. Vísir/Vilhelm Norræna flutningamannasambandið, NTF, fordæmir aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum félagsins við Flugfreyjufélag Íslands. Sambandið hvetur Icelandair jafnframt til að bæta starfsandann hjá félaginu en svipaðar aðstæður hafi komið upp eftir kjaraviðræður annars félags og þar hafi starfsumhverfið, mörgum árum eftir atburðina, enn verið á ótraustum grunni. Í yfirlýsingu frá NTF segir að ljóst sé að hinir ýmsu atvinnuvegir hafi orðið fyrir miklum skaða vegna kórónuveirufaraldursins, ekki síst flutningsgeirinn. Það liggi einnig í augum uppi að grafalvarleg staða sé uppi hjá mörgum flugfélögum en lausn vandans sé hins vegar ekki sú að beita stéttarfélög þrýstingi og hótunum til þess að veikja kjarasamninga. „Við urðum fyrir miklum vonbrigðum þegar við fréttum frá FFÍ að á meðan á kjaraviðræðum stóð hafi Icelandair sagt upp öllum flugfreyjum með örstuttum fyrirvara. Fyrirtækið [sagði] FFÍ að það hygðist skipta út flugfreyjum fyrir flugmenn, sem höfðu á örskotsstund verið þjálfaðir til að gæta öryggis um borð. Þar að auki hafði fyrirtækið áætlanir um að semja við annað stéttarfélag og skipta FFÍ út, sem er eina félagið sem er í forsvari fyrir flugfreyjur á Íslandi,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er það rifjað upp að kjarasamningar hafi verið samþykktir á síðustu stundu. NTF lýsir hins vegar yfir óánægju sinni vegna aðferðanna sem Icelandair beitti. Svipaðar aðstæður hafi áður komið upp hjá öðru flugfélagi sem hafi verið í kjaraviðræðum og mörgum árum síðar hafi starfsandinn enn verið í molum vegna atburðanna. „Traust og gagnkvæm virðing eru lykilatriði þegar kemur að því að tryggja öruggt og gott starfsumhverfi um borð í flugvél. Enginn hópur starfsmanna ætti að vera notaður til þess að grafa undan hlutverki annarra starfsmanna. Við fordæmum harðlega áætlun félagsins og hvetjum fyrirtækið til að beita sig fyrir því að starfsandinn verði góður og allir sem eiga í hlut muni ná sáttum.“ Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir „Best fyrir alla“ ef flugfreyjur hefðu samþykkt fyrri samninginn Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, segir það ekki hafa verið fyrsta val að slíta viðræðum Icelandair við Flugfreyjufélagið eftir að samningur var felldur í byrjun júlí. 2. ágúst 2020 12:27 Icelandair hefur undirritað samninga við flesta kröfuhafa Samningaviðræður Icelandair við kröfuhafa eru vel á veg komnar og hafa samningar við flesta kröfuhafa verið undirritaðir. 31. júlí 2020 22:42 Flugfreyjur Icelandair næstu tvo mánuði verði um 200 talsins Forstjóri Icelandair Group segir um 200 flugfreyjur og flugþjónar verði á mála hjá félaginu í ágúst og september, þetta kom fram í viðtali við Boga Nils í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 27. júlí 2020 19:09 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Norræna flutningamannasambandið, NTF, fordæmir aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum félagsins við Flugfreyjufélag Íslands. Sambandið hvetur Icelandair jafnframt til að bæta starfsandann hjá félaginu en svipaðar aðstæður hafi komið upp eftir kjaraviðræður annars félags og þar hafi starfsumhverfið, mörgum árum eftir atburðina, enn verið á ótraustum grunni. Í yfirlýsingu frá NTF segir að ljóst sé að hinir ýmsu atvinnuvegir hafi orðið fyrir miklum skaða vegna kórónuveirufaraldursins, ekki síst flutningsgeirinn. Það liggi einnig í augum uppi að grafalvarleg staða sé uppi hjá mörgum flugfélögum en lausn vandans sé hins vegar ekki sú að beita stéttarfélög þrýstingi og hótunum til þess að veikja kjarasamninga. „Við urðum fyrir miklum vonbrigðum þegar við fréttum frá FFÍ að á meðan á kjaraviðræðum stóð hafi Icelandair sagt upp öllum flugfreyjum með örstuttum fyrirvara. Fyrirtækið [sagði] FFÍ að það hygðist skipta út flugfreyjum fyrir flugmenn, sem höfðu á örskotsstund verið þjálfaðir til að gæta öryggis um borð. Þar að auki hafði fyrirtækið áætlanir um að semja við annað stéttarfélag og skipta FFÍ út, sem er eina félagið sem er í forsvari fyrir flugfreyjur á Íslandi,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er það rifjað upp að kjarasamningar hafi verið samþykktir á síðustu stundu. NTF lýsir hins vegar yfir óánægju sinni vegna aðferðanna sem Icelandair beitti. Svipaðar aðstæður hafi áður komið upp hjá öðru flugfélagi sem hafi verið í kjaraviðræðum og mörgum árum síðar hafi starfsandinn enn verið í molum vegna atburðanna. „Traust og gagnkvæm virðing eru lykilatriði þegar kemur að því að tryggja öruggt og gott starfsumhverfi um borð í flugvél. Enginn hópur starfsmanna ætti að vera notaður til þess að grafa undan hlutverki annarra starfsmanna. Við fordæmum harðlega áætlun félagsins og hvetjum fyrirtækið til að beita sig fyrir því að starfsandinn verði góður og allir sem eiga í hlut muni ná sáttum.“
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir „Best fyrir alla“ ef flugfreyjur hefðu samþykkt fyrri samninginn Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, segir það ekki hafa verið fyrsta val að slíta viðræðum Icelandair við Flugfreyjufélagið eftir að samningur var felldur í byrjun júlí. 2. ágúst 2020 12:27 Icelandair hefur undirritað samninga við flesta kröfuhafa Samningaviðræður Icelandair við kröfuhafa eru vel á veg komnar og hafa samningar við flesta kröfuhafa verið undirritaðir. 31. júlí 2020 22:42 Flugfreyjur Icelandair næstu tvo mánuði verði um 200 talsins Forstjóri Icelandair Group segir um 200 flugfreyjur og flugþjónar verði á mála hjá félaginu í ágúst og september, þetta kom fram í viðtali við Boga Nils í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 27. júlí 2020 19:09 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
„Best fyrir alla“ ef flugfreyjur hefðu samþykkt fyrri samninginn Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, segir það ekki hafa verið fyrsta val að slíta viðræðum Icelandair við Flugfreyjufélagið eftir að samningur var felldur í byrjun júlí. 2. ágúst 2020 12:27
Icelandair hefur undirritað samninga við flesta kröfuhafa Samningaviðræður Icelandair við kröfuhafa eru vel á veg komnar og hafa samningar við flesta kröfuhafa verið undirritaðir. 31. júlí 2020 22:42
Flugfreyjur Icelandair næstu tvo mánuði verði um 200 talsins Forstjóri Icelandair Group segir um 200 flugfreyjur og flugþjónar verði á mála hjá félaginu í ágúst og september, þetta kom fram í viðtali við Boga Nils í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 27. júlí 2020 19:09