„Ástæðan fyrir því að Covid er komið aftur“ Birgir Olgeirsson skrifar 6. ágúst 2020 22:00 „Mér finnst að það ætti að setja reglu um að allir séu með grímur.“ Vísir Almannavarnir hafa fengið fjölda tilkynninga frá áhyggjufullum borgurum sem kvarta undan samferðafólki sem fer ekki eftir tveggja metra reglunni. Svo virðist sem fólk hafi gleymt sér um stund en sé að gera sér grein fyrir alvörunni nú þegar smituðum fjölgar. Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra skal tryggja að á samkomum, öllum vinnustöðum og annarri starfsemi sé hægt að hafa að minnsta kosti 2 metra á milli einstaklinga. Tilkynningum til almannavarna um að þetta sé ekki virt hefur fjölgað mikið síðustu daga. „Það er verið að tilkynna um að það séu of margir inni á einhverjum stöðum. Að fólki sé ókleift að halda tvo metrana,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.“ Þessum tilkynningum er fylgt eftir. Rögnvaldur segir að farsælast sé fyrir fólk að kjósa með fótunum í slíkum aðstæðum. „Ef fólki líst ekki á aðstæðurnar sem því er boðið upp á þá á það bara að fara. Við höfum bent á að það sé lang besta ráðið,“ segir Rögnvaldur. Klippa: Almannavarnir hafa fengið fjölda tilkynninga frá áhyggjufullum borgurum Borgarar hafa mismunandi skoðanir á því hvernig gengur að virða tveggja metra regluna. „Það er eiginlega ástæðan fyrir því að Covid er komið aftur. Af því fólk hefur ekki verið að virða þetta,“ sagði neminn Karítas Kristín Andrésdóttir þegar hún var spurð hvernig Íslendingum gengur að fylgja tveggja metra reglunni. Karítas var með grímu fyrir vit og var spurð hvort hún teldi að fleiri ættu að gera slíkt hið sama? „Mér finnst að það ætti að setja reglu um að allir séu með grímur,“ sagði Karítas. Ljóðskáldið Valdimar Tómasson var á ferð í Kringlunni í dag. Spurður hvað honum finnst um þær sóttvarnaaðgerðir sem eru við lýði í dag svaraði hann: „Ég hef enga skoðun á þessu. Ég læt bara pestapólögregluna um þetta og þá sem betur vita.“ Spurður hvernig Íslendingum gengur að fylgja eftir tveggja metra reglunni svaraði hann: „Menn eru eitthvað að reyna það og setja sig grímur. En Íslendingar hlýða engum reglum. Það þýðir ekkert að temja þá frekar en sauði í réttum.“ Hægt er að sjá frekari viðbrögð borgara við tveggja metra reglunni hér fyrir neðan: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Almannavarnir hafa fengið fjölda tilkynninga frá áhyggjufullum borgurum sem kvarta undan samferðafólki sem fer ekki eftir tveggja metra reglunni. Svo virðist sem fólk hafi gleymt sér um stund en sé að gera sér grein fyrir alvörunni nú þegar smituðum fjölgar. Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra skal tryggja að á samkomum, öllum vinnustöðum og annarri starfsemi sé hægt að hafa að minnsta kosti 2 metra á milli einstaklinga. Tilkynningum til almannavarna um að þetta sé ekki virt hefur fjölgað mikið síðustu daga. „Það er verið að tilkynna um að það séu of margir inni á einhverjum stöðum. Að fólki sé ókleift að halda tvo metrana,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.“ Þessum tilkynningum er fylgt eftir. Rögnvaldur segir að farsælast sé fyrir fólk að kjósa með fótunum í slíkum aðstæðum. „Ef fólki líst ekki á aðstæðurnar sem því er boðið upp á þá á það bara að fara. Við höfum bent á að það sé lang besta ráðið,“ segir Rögnvaldur. Klippa: Almannavarnir hafa fengið fjölda tilkynninga frá áhyggjufullum borgurum Borgarar hafa mismunandi skoðanir á því hvernig gengur að virða tveggja metra regluna. „Það er eiginlega ástæðan fyrir því að Covid er komið aftur. Af því fólk hefur ekki verið að virða þetta,“ sagði neminn Karítas Kristín Andrésdóttir þegar hún var spurð hvernig Íslendingum gengur að fylgja tveggja metra reglunni. Karítas var með grímu fyrir vit og var spurð hvort hún teldi að fleiri ættu að gera slíkt hið sama? „Mér finnst að það ætti að setja reglu um að allir séu með grímur,“ sagði Karítas. Ljóðskáldið Valdimar Tómasson var á ferð í Kringlunni í dag. Spurður hvað honum finnst um þær sóttvarnaaðgerðir sem eru við lýði í dag svaraði hann: „Ég hef enga skoðun á þessu. Ég læt bara pestapólögregluna um þetta og þá sem betur vita.“ Spurður hvernig Íslendingum gengur að fylgja eftir tveggja metra reglunni svaraði hann: „Menn eru eitthvað að reyna það og setja sig grímur. En Íslendingar hlýða engum reglum. Það þýðir ekkert að temja þá frekar en sauði í réttum.“ Hægt er að sjá frekari viðbrögð borgara við tveggja metra reglunni hér fyrir neðan:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira