Sautján innanlandssmit og þrjú virk smit á landamærum Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. ágúst 2020 11:04 Sautján greindust með veiruna innanlands í gær. Vísir/vilhelm Sautján greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, þrettán á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og fjórir hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þá greindust þrír með virk smit við landamærin og einn til viðbótar bíður eftir mótefnamælingu. 914 eru nú í sóttkví á landinu og fjölgar þar mjög milli daga. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á Covid.is. Alls voru 1.924 sýni tekin við landamærin í gær og 759 sýni greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Þá voru 318 sýni tekin hjá Íslenskri erfðagreiningu. Alls eru 109 í einangrun með veiruna á landinu. Enn eru virk smit í öllum landshlutum, langflest á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru einnig langflestir, eða 665, í sóttkví. Þá tekur fjöldi þeirra sem eru í sóttkví á Suðurlandi stórt stökk frá því í gær en það skýrist líklega af nokkrum tugum Eyjamanna sem sendir voru í sóttkví eftir gestakomur í bænum um verslunarmannahelgina. Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú orðið 26,5. Gærdagurinn er sá stærsti með tilliti til nýsmitaðra í þessari seinni bylgju kórónuveirufaraldursins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að uppi væru áhyggjur af því að ganga þyrfti lengra í aðgerðum gegn veirunni en nú er gert. Boðað hefur verið til upplýsingafundar vegna veirunnar klukkan 14, þar sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir fara yfir stöðu faraldursins. Sýnt verður beint frá fundinum hér á Vísi, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og hann jafnframt sendur út á Bylgjunni. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Sautján greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, þrettán á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og fjórir hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þá greindust þrír með virk smit við landamærin og einn til viðbótar bíður eftir mótefnamælingu. 914 eru nú í sóttkví á landinu og fjölgar þar mjög milli daga. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á Covid.is. Alls voru 1.924 sýni tekin við landamærin í gær og 759 sýni greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Þá voru 318 sýni tekin hjá Íslenskri erfðagreiningu. Alls eru 109 í einangrun með veiruna á landinu. Enn eru virk smit í öllum landshlutum, langflest á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru einnig langflestir, eða 665, í sóttkví. Þá tekur fjöldi þeirra sem eru í sóttkví á Suðurlandi stórt stökk frá því í gær en það skýrist líklega af nokkrum tugum Eyjamanna sem sendir voru í sóttkví eftir gestakomur í bænum um verslunarmannahelgina. Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú orðið 26,5. Gærdagurinn er sá stærsti með tilliti til nýsmitaðra í þessari seinni bylgju kórónuveirufaraldursins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að uppi væru áhyggjur af því að ganga þyrfti lengra í aðgerðum gegn veirunni en nú er gert. Boðað hefur verið til upplýsingafundar vegna veirunnar klukkan 14, þar sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir fara yfir stöðu faraldursins. Sýnt verður beint frá fundinum hér á Vísi, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og hann jafnframt sendur út á Bylgjunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira