Lengri barátta framundan og hertar aðgerðir líklegar Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. ágúst 2020 14:42 Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Jóhann Björn Skúlason á fundi dagsins. lögreglan Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fram á langa baráttu við kórónuveiruna núna í haust. Veiran sé á víð og dreif og sami árangur sé ekki að nást með sóttkví og einangrun eins og í vor. Sóttvarnalæknir segir því styttast í að hertar aðgerðir gegn veirunni verði kynntar, helgin muni skera úr um það. Á upplýsingafundi almannavarna var Þórólfur spurður hvort þjóðin ætti að búa sig undir svipaða stöðu og skapaðist hér á landi í vor, þegar lokanir og heimavinna voru allsráðandi. Þórólfur segir stöðuna núna vera um margt svipaða og skapaðist þá. Þannig sé svipaður veldisvöxtur á veirunni en aftur á móti sé flæði veirunnar inn í landið minna en það var í vor. Það beri með sér að aðgerðir á landamærunum séu að skila árangri. Þess í stað séu almannavarnir að eiga við eina gerð veirunnar sem farið hefur víða og stingur upp kollinum um allt land. Það megi gera ráð fyrir að það muni taka lengri tíma að stöðva hana, samanborið við baráttuna í vor. Færri séu þannig að greinast með veiruna sem þegar eru komnir í sóttkví að sögn Þórólfs, en bætti þó við að engu síður sé almannavörnum að takast að hafa uppi á mörgum einstaklingum snemma í ferlinu. Þó svo að baráttan verði ef til vill lengri standi til að beita sömu aðferðum og gerðu gæfumuninn í vor. Nú bíði það verkefni að sannfæra þjóðina um að taka virkari þátt í sóttvarnaaðgerðum. „Reyna að vekja fólk“ og fá það með. Takist það ekki og vöxtur faraldursins heldur áfram segir Þórólfur að herða þurfi aðgerðir. Það muni skýrast á allra næstu dögum, helgin muni skera úr um það hvort þær aðgerðir verði formlega kynntar fljótlega. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fóru yfir stöðu mála. 7. ágúst 2020 13:48 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fram á langa baráttu við kórónuveiruna núna í haust. Veiran sé á víð og dreif og sami árangur sé ekki að nást með sóttkví og einangrun eins og í vor. Sóttvarnalæknir segir því styttast í að hertar aðgerðir gegn veirunni verði kynntar, helgin muni skera úr um það. Á upplýsingafundi almannavarna var Þórólfur spurður hvort þjóðin ætti að búa sig undir svipaða stöðu og skapaðist hér á landi í vor, þegar lokanir og heimavinna voru allsráðandi. Þórólfur segir stöðuna núna vera um margt svipaða og skapaðist þá. Þannig sé svipaður veldisvöxtur á veirunni en aftur á móti sé flæði veirunnar inn í landið minna en það var í vor. Það beri með sér að aðgerðir á landamærunum séu að skila árangri. Þess í stað séu almannavarnir að eiga við eina gerð veirunnar sem farið hefur víða og stingur upp kollinum um allt land. Það megi gera ráð fyrir að það muni taka lengri tíma að stöðva hana, samanborið við baráttuna í vor. Færri séu þannig að greinast með veiruna sem þegar eru komnir í sóttkví að sögn Þórólfs, en bætti þó við að engu síður sé almannavörnum að takast að hafa uppi á mörgum einstaklingum snemma í ferlinu. Þó svo að baráttan verði ef til vill lengri standi til að beita sömu aðferðum og gerðu gæfumuninn í vor. Nú bíði það verkefni að sannfæra þjóðina um að taka virkari þátt í sóttvarnaaðgerðum. „Reyna að vekja fólk“ og fá það með. Takist það ekki og vöxtur faraldursins heldur áfram segir Þórólfur að herða þurfi aðgerðir. Það muni skýrast á allra næstu dögum, helgin muni skera úr um það hvort þær aðgerðir verði formlega kynntar fljótlega.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fóru yfir stöðu mála. 7. ágúst 2020 13:48 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fóru yfir stöðu mála. 7. ágúst 2020 13:48