Guðni Bergsson: Staðan versnað síðan við sóttum um undanþágu Ísak Hallmundarson skrifar 7. ágúst 2020 19:30 Guðni Bergsson er formaður KSÍ. skjáskot/stöð2 Út um allan heim fara fótboltaleikir og aðrir kappleikir fram án áhorfenda, en á Íslandi hefur Íslandsmótinu í fótbolta verið frestað í þriðja sinn í mánuðinum, nú til 13. ágúst. Aðspurður af hverju ekki sé hægt að leika fótbolta hér á landi segir Guðni Bergsson að KSÍ hafi lagt fram ýmsar tillögur en nýlegar fréttir af faraldrinum hafi ekki gefið tilefni til að slaka á sóttvarnarreglum. „Við erum auðvitað með þessa auglýsingu og sóttvarnarreglur sem við þurfum að fylgja eins og aðrir. Við sóttum um undanþágu frá þeim en í ljósi ástandsins sem nú ríkir sá heilbrigðisráðuneytið ekki ástæðu til að aflétta þeim reglum fyrir fótboltann. Við bentum á að að okkur vitandi hafi ekki komið upp smit við æfingar eða kappleiki í fótbolta og við myndum líka fara út í það að vera með hertar sóttvarnaraðgerðir sjálf og gera það sem við gætum til að forðast smit en miðað við þessa stöðu sem komin er upp var ekki talin ástæða til að gefa undanþágu frá núverandi auglýsingu,“ sagði Guðni Bergsson formaður KSÍ. „Við veltum upp ýmsum kostum í þessu, læknisskoðunum, hitamælingum og fleiru sem gæti komið til greina, þar á meðal skimunum. Staðan hefur versnað síðan við sentum inn þessa umsókn fyrir tveimur dögum eða svo, þannig að nú verðum við að bíða og sjá hver framvindan verður. Við sem hluti af samfélaginu vonum að við sjáum fram á betri tíma, fækkun í smitum og svo framvegis, vonandi gengur vel í að takast á við faraldurinn.“ Áður en slæmar fréttir bárust í dag af uppgangi faraldursins var talið líklegt að heilbrigðisráðuneytið myndi samþykkja tillögur KSÍ um áframhald Íslandsmótsins. „Ég held að það hafi alveg verið vilji til þess að vinna með okkur í þessu, við fundum það og erum að reyna að gera þetta af virðingu og auðmýkt fyrir stöðunni. Ég held það geti vel verið svo og sé mögulega rétt metið að þessar fréttir sem komu upp í morgun hafi gert það að verkum að nú verði að herða aðgerðir ef eitthvað er, frekar en að gefa einhvern slaka.“ Guðni er nokkuð bjartsýnn á að það takist að klára Íslandsmótið í fótbolta. „Við höfum gefið okkur til 1. desember að klára mótið og það eru enn þá tæpir fjórir mánuðir eftir þannig við höfum nægan tíma þannig séð. Við höfum mótað tillögur sem gætu gert það mögulegt að spila og æfa fótbolta en auðvitað veldur þetta á því hvernig faraldurinn verður,“ sagði Guðni að lokum, en allt viðtalið má sjá hér að neðan. KSÍ Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira
Út um allan heim fara fótboltaleikir og aðrir kappleikir fram án áhorfenda, en á Íslandi hefur Íslandsmótinu í fótbolta verið frestað í þriðja sinn í mánuðinum, nú til 13. ágúst. Aðspurður af hverju ekki sé hægt að leika fótbolta hér á landi segir Guðni Bergsson að KSÍ hafi lagt fram ýmsar tillögur en nýlegar fréttir af faraldrinum hafi ekki gefið tilefni til að slaka á sóttvarnarreglum. „Við erum auðvitað með þessa auglýsingu og sóttvarnarreglur sem við þurfum að fylgja eins og aðrir. Við sóttum um undanþágu frá þeim en í ljósi ástandsins sem nú ríkir sá heilbrigðisráðuneytið ekki ástæðu til að aflétta þeim reglum fyrir fótboltann. Við bentum á að að okkur vitandi hafi ekki komið upp smit við æfingar eða kappleiki í fótbolta og við myndum líka fara út í það að vera með hertar sóttvarnaraðgerðir sjálf og gera það sem við gætum til að forðast smit en miðað við þessa stöðu sem komin er upp var ekki talin ástæða til að gefa undanþágu frá núverandi auglýsingu,“ sagði Guðni Bergsson formaður KSÍ. „Við veltum upp ýmsum kostum í þessu, læknisskoðunum, hitamælingum og fleiru sem gæti komið til greina, þar á meðal skimunum. Staðan hefur versnað síðan við sentum inn þessa umsókn fyrir tveimur dögum eða svo, þannig að nú verðum við að bíða og sjá hver framvindan verður. Við sem hluti af samfélaginu vonum að við sjáum fram á betri tíma, fækkun í smitum og svo framvegis, vonandi gengur vel í að takast á við faraldurinn.“ Áður en slæmar fréttir bárust í dag af uppgangi faraldursins var talið líklegt að heilbrigðisráðuneytið myndi samþykkja tillögur KSÍ um áframhald Íslandsmótsins. „Ég held að það hafi alveg verið vilji til þess að vinna með okkur í þessu, við fundum það og erum að reyna að gera þetta af virðingu og auðmýkt fyrir stöðunni. Ég held það geti vel verið svo og sé mögulega rétt metið að þessar fréttir sem komu upp í morgun hafi gert það að verkum að nú verði að herða aðgerðir ef eitthvað er, frekar en að gefa einhvern slaka.“ Guðni er nokkuð bjartsýnn á að það takist að klára Íslandsmótið í fótbolta. „Við höfum gefið okkur til 1. desember að klára mótið og það eru enn þá tæpir fjórir mánuðir eftir þannig við höfum nægan tíma þannig séð. Við höfum mótað tillögur sem gætu gert það mögulegt að spila og æfa fótbolta en auðvitað veldur þetta á því hvernig faraldurinn verður,“ sagði Guðni að lokum, en allt viðtalið má sjá hér að neðan.
KSÍ Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira