Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Kristján Már Unnarsson skrifar 13. ágúst 2020 20:12 Hjónin Eiríkur Kristjánsson og Vigdís Sigurðardóttir eru bændur í Borgum í Kollavík. Kollavíkurvatn sést fyrir aftan. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn, og leggur frá honum mikla brák. Silungur, sem bændurnir óttuðust að missa, veiðist þó enn í vatninu. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2. Kollavík er á norðausturhorni landsins, sunnan við Raufarhöfn. Þar eru tveir sveitabæir og þar til í vetur er ekki vitað til að þessi afskekkta vík við Þistilfjörð hafi ratað í fréttir landsfjölmiðla. En svo gerðist það í illviðri í desember að skarð rofnaði í sjávarkamb, sem kallast Mölin. Við það tók sjór að flæða inn í Kollavíkurvatn, sem Mölin hafði áður girt fyrir. Skarðið sem myndaðist í sjávarkambinn í illviðrinu í desember. Kollavíkurvatn fyrir innan virðist við það hafa breyst úr stöðuvatni í sjávarlón.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hjónin á bænum Borgum, þau Vigdís Sigurðardóttir og Eiríkur Kristjánsson, lýstu óveðrinu fyrir jól sem hamförum. „Þetta var ofboðslegt hvassviðri,“ rifjar Vigdís upp. „Það var meira brim en hefur gert hérna áður. Það hefur oft verið miklu hvassara en þetta,“ segir Eiríkur. „Ég hugsa að hann hafi legið í 32 metrum á sekúndu hérna,“ segir Vigdís Fjórum mánuðum seinna, í apríl, komst Kollavík aftur í fréttirnar þegar dauður búrhvalur sást á reki í Kollavíkurvatni en hann liggur núna strandaður innan við Mölina. Búrhvalurinn í Kollavíkurvatni liggur við Mölina innanverða. Líklegast þykir að honum hafi skolað inn í gegnum skarðið sem myndaðist í desember.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Stöðuvatnið Kollavíkurvatn var áður með fersku vatni en hefur núna breyst í brimsalt sjávarlón. „Það er orðið bara svipað og sjórinn,“ segir Eiríkur. „Það er allt orðið salt. Það var áður bara selta út við Möl,“ segir Vigdís. Og núna gætir flóðs og fjöru í Kollavíkurvatni, sem ekki gerði áður. Kollavíkurvatn var áður rómað fyrir silungsveiði, sem bændur nýttu til matar og höfðu einnig hlunnindi af sölu veiðileyfa. „Það var talað um að það væri mikill silungur í vatninu. Svo lagði ég í það um daginn og það er svipaður silungur og hefur alltaf verið,“ segir Eiríkur en tekur fram að á hinum bænum, Kollavík, hafi bændurnir þó engan silung fengið. Þeir sitja hins vegar uppi með hvalinn. „Ég þorði ekkert að eiga við hann. Því þetta geta orðið óþægindi að hafa hann, sko,“ segir Eiríkur. Sjá má að brák leggur frá úldnandi hvalnum í átt að bæjunum. Þau hjónin finna þó enga ólykt. „Hann er það langt í burtu. Það gætir ekki hérna,“ segir Vigdís. Hér má frétt Stöðvar 2. Svalbarðshreppur Landbúnaður Veður Stangveiði Tengdar fréttir Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30 Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Bílslys í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira
Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn, og leggur frá honum mikla brák. Silungur, sem bændurnir óttuðust að missa, veiðist þó enn í vatninu. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2. Kollavík er á norðausturhorni landsins, sunnan við Raufarhöfn. Þar eru tveir sveitabæir og þar til í vetur er ekki vitað til að þessi afskekkta vík við Þistilfjörð hafi ratað í fréttir landsfjölmiðla. En svo gerðist það í illviðri í desember að skarð rofnaði í sjávarkamb, sem kallast Mölin. Við það tók sjór að flæða inn í Kollavíkurvatn, sem Mölin hafði áður girt fyrir. Skarðið sem myndaðist í sjávarkambinn í illviðrinu í desember. Kollavíkurvatn fyrir innan virðist við það hafa breyst úr stöðuvatni í sjávarlón.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hjónin á bænum Borgum, þau Vigdís Sigurðardóttir og Eiríkur Kristjánsson, lýstu óveðrinu fyrir jól sem hamförum. „Þetta var ofboðslegt hvassviðri,“ rifjar Vigdís upp. „Það var meira brim en hefur gert hérna áður. Það hefur oft verið miklu hvassara en þetta,“ segir Eiríkur. „Ég hugsa að hann hafi legið í 32 metrum á sekúndu hérna,“ segir Vigdís Fjórum mánuðum seinna, í apríl, komst Kollavík aftur í fréttirnar þegar dauður búrhvalur sást á reki í Kollavíkurvatni en hann liggur núna strandaður innan við Mölina. Búrhvalurinn í Kollavíkurvatni liggur við Mölina innanverða. Líklegast þykir að honum hafi skolað inn í gegnum skarðið sem myndaðist í desember.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Stöðuvatnið Kollavíkurvatn var áður með fersku vatni en hefur núna breyst í brimsalt sjávarlón. „Það er orðið bara svipað og sjórinn,“ segir Eiríkur. „Það er allt orðið salt. Það var áður bara selta út við Möl,“ segir Vigdís. Og núna gætir flóðs og fjöru í Kollavíkurvatni, sem ekki gerði áður. Kollavíkurvatn var áður rómað fyrir silungsveiði, sem bændur nýttu til matar og höfðu einnig hlunnindi af sölu veiðileyfa. „Það var talað um að það væri mikill silungur í vatninu. Svo lagði ég í það um daginn og það er svipaður silungur og hefur alltaf verið,“ segir Eiríkur en tekur fram að á hinum bænum, Kollavík, hafi bændurnir þó engan silung fengið. Þeir sitja hins vegar uppi með hvalinn. „Ég þorði ekkert að eiga við hann. Því þetta geta orðið óþægindi að hafa hann, sko,“ segir Eiríkur. Sjá má að brák leggur frá úldnandi hvalnum í átt að bæjunum. Þau hjónin finna þó enga ólykt. „Hann er það langt í burtu. Það gætir ekki hérna,“ segir Vigdís. Hér má frétt Stöðvar 2.
Svalbarðshreppur Landbúnaður Veður Stangveiði Tengdar fréttir Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30 Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Bílslys í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira
Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30
Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31