Eiður Smári: Fannst eins og það hafi verið kippt undan manni fótunum Anton Ingi Leifsson skrifar 14. ágúst 2020 09:30 Eiður Smári í viðtalinu. vísir/skjáskot Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðaþjálfari FH, segir að það hafi verið eins og kippt hafi verið undan honum fótunum er Pepsi Max-deild karla hafi verið sett á pásu, skömmu eftir að Eiður tók við starfinu. Eiður Smári og Logi Ólafsson náðu einungis þremur deildarleikjum og einum bikarleik áður en allt var sett á pásu vegna kórónuveirunnar. Eiður ræddi við Guðmund Hilmarsson hjá Fésbókar-síðu FHingar um að Pepsi Max-deildin sé að snúa aftur eftir pásu og hvernig FH-ingar hafa nýtt hana. „Ég var tiltölulega nýkominn og nýbyrjaður í starfi og þá var aðeins kippt undan manni fótunum fannst manni. Þetta er því miður heimurinn sem við lifum í, í dag, en ég held að við séum nokkuð sáttir með hvernig við nýttum þessa daga. Við erum fullir tilhlökkunar að byrja að spila,“ sagði Eiður en FH mætir KR í kvöld og Stjörnunni á mánudag. „Við viljum ekki líta of langt fram í tímann þó að það sé stutt á milli. Það skemmtilegasta í boltanum er að spila leiki og við sjáum aðeins hvar við stöndum gegn einu af sterkustu liðunum. Það verður frábær áskorun fyrir okkur, sem þjálfarateymi, og sem lið.“ Leikirnir eru mikilvægir fyrir FH-liðið ætli liðið að berjast í hópi þeirra bestu í sumar. „Það er eitt af því sem við höfum talað um. Hverjir erum við og hvar ætlum við að vera sem lið. Þú kemst ekki á toppinn nema að taka á móti sterkustu liðunum. Þetta er spennandi og skemmtilegt og eru leikirnir sem við viljum spila.“ FH hefur fengið tvo nýja leikmenn frá því að Eiður og Logi tóku við. Eggert Gunnþór Jónsson kom heim frá Danmörku og Ólafur Karl Finsen kemur að láni frá Val. „Eggert hefur komið frábærlega inn í þetta og maður hefur nánast ekki tekið eftir honum sem er gott. Í því samhengi að okkur liður eins og hann sé búinn að vera hérna alltaf. Hann hefur komið inn í klefann og náð að aðlagast tiltölulega fljótt. Við vitum alveg hvað við fráum frá Eggerti, ekki bara í næstu leikjum heldur á næstu árum.“ „Svo kemur Óli sem er sérstök týpa en við vitum hvað hann kann í fótbolta. Ef að það verða fyrirsagnirnar hversu góður hann er í fótbolta þá höfum við unnið okkar starf.“ Þetta er fyrsta þjálfarastarf Eiðs hjá félagsliði og hann þrífst í þessu.. „Allar mínar efasemdir áður en ég tók þetta að mér, hvort ég væri tilbúinn í þetta dags daglega, eru allar farnar. Þetta verður skemmtilegra og skemmtilegra með hverjum deginum,“ en gæti hann hugsað sér að vera lengur hjá FH en út þessa leiktíð? „Það er leikur á morgun,“ sagði Eiður léttur. Leikur FH og KR hefst klukkan 18.00 í kvöld í beinni útsendingu en upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. FH Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðaþjálfari FH, segir að það hafi verið eins og kippt hafi verið undan honum fótunum er Pepsi Max-deild karla hafi verið sett á pásu, skömmu eftir að Eiður tók við starfinu. Eiður Smári og Logi Ólafsson náðu einungis þremur deildarleikjum og einum bikarleik áður en allt var sett á pásu vegna kórónuveirunnar. Eiður ræddi við Guðmund Hilmarsson hjá Fésbókar-síðu FHingar um að Pepsi Max-deildin sé að snúa aftur eftir pásu og hvernig FH-ingar hafa nýtt hana. „Ég var tiltölulega nýkominn og nýbyrjaður í starfi og þá var aðeins kippt undan manni fótunum fannst manni. Þetta er því miður heimurinn sem við lifum í, í dag, en ég held að við séum nokkuð sáttir með hvernig við nýttum þessa daga. Við erum fullir tilhlökkunar að byrja að spila,“ sagði Eiður en FH mætir KR í kvöld og Stjörnunni á mánudag. „Við viljum ekki líta of langt fram í tímann þó að það sé stutt á milli. Það skemmtilegasta í boltanum er að spila leiki og við sjáum aðeins hvar við stöndum gegn einu af sterkustu liðunum. Það verður frábær áskorun fyrir okkur, sem þjálfarateymi, og sem lið.“ Leikirnir eru mikilvægir fyrir FH-liðið ætli liðið að berjast í hópi þeirra bestu í sumar. „Það er eitt af því sem við höfum talað um. Hverjir erum við og hvar ætlum við að vera sem lið. Þú kemst ekki á toppinn nema að taka á móti sterkustu liðunum. Þetta er spennandi og skemmtilegt og eru leikirnir sem við viljum spila.“ FH hefur fengið tvo nýja leikmenn frá því að Eiður og Logi tóku við. Eggert Gunnþór Jónsson kom heim frá Danmörku og Ólafur Karl Finsen kemur að láni frá Val. „Eggert hefur komið frábærlega inn í þetta og maður hefur nánast ekki tekið eftir honum sem er gott. Í því samhengi að okkur liður eins og hann sé búinn að vera hérna alltaf. Hann hefur komið inn í klefann og náð að aðlagast tiltölulega fljótt. Við vitum alveg hvað við fráum frá Eggerti, ekki bara í næstu leikjum heldur á næstu árum.“ „Svo kemur Óli sem er sérstök týpa en við vitum hvað hann kann í fótbolta. Ef að það verða fyrirsagnirnar hversu góður hann er í fótbolta þá höfum við unnið okkar starf.“ Þetta er fyrsta þjálfarastarf Eiðs hjá félagsliði og hann þrífst í þessu.. „Allar mínar efasemdir áður en ég tók þetta að mér, hvort ég væri tilbúinn í þetta dags daglega, eru allar farnar. Þetta verður skemmtilegra og skemmtilegra með hverjum deginum,“ en gæti hann hugsað sér að vera lengur hjá FH en út þessa leiktíð? „Það er leikur á morgun,“ sagði Eiður léttur. Leikur FH og KR hefst klukkan 18.00 í kvöld í beinni útsendingu en upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45.
FH Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn