Læknar segja hættuástand vera orðið daglegur veruleiki á Landspítala Eiður Þór Árnason skrifar 9. janúar 2020 18:38 Félögin segjast jafnframt bjóða fram krafta sína og sérþekkingu til að hjálpa til við lausn þessa vanda. Vísir/Vilhelm Félag sjúkrahúslækna og Félag almennra lækna segja að hættuástand sé „fyrir löngu daglegur veruleiki á deildum [Land]spítalans.“ Þetta kemur fram í harðorðri ályktun sem samþykkt var á fjölmennum fundi félagana í gær. Þar er lýst yfir þungum áhyggjum af „viðvarandi óviðunandi og stöðugt versnandi ástandi á Landspítala.“ Fjöldi bráðveikra einstaklinga er sagður vera í óviðunandi aðstæðum á stofu með fjölda annarra og á göngum spítalans jafnvel dögum saman. „Ástand þetta er fullkomlega óboðlegt frá öllum hliðum séð og hefur neikvæð áhrif á líðan og öryggi sjúklinga, spillir möguleikum á eðlilegri faglegri þjónustu starfsfólks og truflar skilvirkni starfseminnar.“ Í ályktuninni segir jafnframt að ástandið geri starfsfólki spítalans ókleift að sinna kennslu og vísindastarfi. „Skorað er á stjórnvöld, yfirstjórn sjúkrahússins og Embætti Landlæknis að axla ábyrgð á ástandinu og án tafar taka höndum saman við starfsfólk til að finna viðunandi lausn til skemmri og lengri tíma,“ segir að lokum í ályktun félaganna. Í gær sendi stjórn læknaráðs Landspítala frá sér ályktun þar sem athygli er vakin á erfiðum aðstæðum á bráðamóttöku Landspítalans er varðar álag, plássleysi, mönnun og sýkingavarnir. Sú ályktun kom í kjölfar þess að yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum sagði í síðustu viku að stórslys væri í uppsiglingu á bráðamóttökunni bregðist stjórnvöld ekki við. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Stjórn læknaráðs ályktar um ástandið á bráðamóttöku Stjórnin segir meðhöndlun sjúklings í sjúkrabílum vegna plássleysis á bráðamóttöku vera dæmi um óásættanlega stöðu. 8. janúar 2020 14:21 Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30 Vaktstjórar segja neyðarástand ríkja á bráðamóttökunni Vaktstjórar hjúkrunar á vráðamóttöku Landspítalanum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni. Vaktstjórarnir sjá sig knúin til þess að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af ástandi deildarinnari. 8. janúar 2020 10:00 Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað bent á alvarlega stöðu bráðadeildar Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans segir að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Níu alvarleg atvik voru skráð á spítalanum á síðasta ári. 5. janúar 2020 19:30 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Félag sjúkrahúslækna og Félag almennra lækna segja að hættuástand sé „fyrir löngu daglegur veruleiki á deildum [Land]spítalans.“ Þetta kemur fram í harðorðri ályktun sem samþykkt var á fjölmennum fundi félagana í gær. Þar er lýst yfir þungum áhyggjum af „viðvarandi óviðunandi og stöðugt versnandi ástandi á Landspítala.“ Fjöldi bráðveikra einstaklinga er sagður vera í óviðunandi aðstæðum á stofu með fjölda annarra og á göngum spítalans jafnvel dögum saman. „Ástand þetta er fullkomlega óboðlegt frá öllum hliðum séð og hefur neikvæð áhrif á líðan og öryggi sjúklinga, spillir möguleikum á eðlilegri faglegri þjónustu starfsfólks og truflar skilvirkni starfseminnar.“ Í ályktuninni segir jafnframt að ástandið geri starfsfólki spítalans ókleift að sinna kennslu og vísindastarfi. „Skorað er á stjórnvöld, yfirstjórn sjúkrahússins og Embætti Landlæknis að axla ábyrgð á ástandinu og án tafar taka höndum saman við starfsfólk til að finna viðunandi lausn til skemmri og lengri tíma,“ segir að lokum í ályktun félaganna. Í gær sendi stjórn læknaráðs Landspítala frá sér ályktun þar sem athygli er vakin á erfiðum aðstæðum á bráðamóttöku Landspítalans er varðar álag, plássleysi, mönnun og sýkingavarnir. Sú ályktun kom í kjölfar þess að yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum sagði í síðustu viku að stórslys væri í uppsiglingu á bráðamóttökunni bregðist stjórnvöld ekki við.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Stjórn læknaráðs ályktar um ástandið á bráðamóttöku Stjórnin segir meðhöndlun sjúklings í sjúkrabílum vegna plássleysis á bráðamóttöku vera dæmi um óásættanlega stöðu. 8. janúar 2020 14:21 Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30 Vaktstjórar segja neyðarástand ríkja á bráðamóttökunni Vaktstjórar hjúkrunar á vráðamóttöku Landspítalanum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni. Vaktstjórarnir sjá sig knúin til þess að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af ástandi deildarinnari. 8. janúar 2020 10:00 Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað bent á alvarlega stöðu bráðadeildar Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans segir að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Níu alvarleg atvik voru skráð á spítalanum á síðasta ári. 5. janúar 2020 19:30 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Stjórn læknaráðs ályktar um ástandið á bráðamóttöku Stjórnin segir meðhöndlun sjúklings í sjúkrabílum vegna plássleysis á bráðamóttöku vera dæmi um óásættanlega stöðu. 8. janúar 2020 14:21
Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30
Vaktstjórar segja neyðarástand ríkja á bráðamóttökunni Vaktstjórar hjúkrunar á vráðamóttöku Landspítalanum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni. Vaktstjórarnir sjá sig knúin til þess að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af ástandi deildarinnari. 8. janúar 2020 10:00
Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað bent á alvarlega stöðu bráðadeildar Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans segir að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Níu alvarleg atvik voru skráð á spítalanum á síðasta ári. 5. janúar 2020 19:30