Sportpakkinn: Naumur sigur toppliðsins á botnliðinu og KR valtaði yfir Keflavík Anton Ingi Leifsson skrifar 9. janúar 2020 18:00 vísir/bára Heil umferð fór fram í Dominos-deild kvenna í gær en Arnar Björnsson gerði leikjunum skil í innslagi sínum í Sportpakkanum. Grindavík tapaði öllum leikjum sínum fyrir áramót en vann sinn 1. sigur gegn Breiðabliki 4. janúar í 1. leiknum á nýju ári. Í gærkvöldi var efsta liðið, Valur í heimsókn. Það var erfitt að merkja að liðin væru á sitt hvorum enda stigatöflunnar. Grindavík byrjaði vel og var með fjögurra stiga forystu eftir 1. leikhluta og þegar 2 mínútur voru búnar af seinni hálfleik var munurinn kominn í 12 stig, Grindavík hafði þá skorað 13 stig í röð. Þrefaldir meistarar tóku þá við sér, munurinn í hálfleik var 5 stig. Þegar 4 mínútur voru búnar af seinni hálfleik var Grindavík með 11 stiga forystu en Valur svaraði með 14 stigum í röð. Kiana Johnson fór fyrir Valsliðinu, skoraði 22 stig, tók 13 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Helena Sverrisdóttir var næststigahæst, skoraði 18 stig. Lokakaflinn var spennandi. Bríet Sif Hinriksdóttir fylgdi eftir frábærum leik gegn Breiðabliki, skoraði 25 stig og tók 11 fráköst. Jordan Reynolds var næst stigahæst, skoraði 16 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Svo fór að Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér sigurinn með minnsta mun, 74-73. Grindavíkurliðið hefur sýnt í tveimur síðustu leikjum að það býr margt í liðinu og það verður spennandi að sjá hvernig því vegnar í næstu leikjum. Klippa: Uppgjör á 15. umferð Dominos-deildar kvenna KR og Keflavík voru jöfn að stigum fyrir leik liðanna í vesturbæ Reykjavíkur, tveimur sigrum á eftir Val. Keflavík átti leik til góða. Keflavík byrjaði betur en KR náði snemma forystunni og hélt henni til hálfleiks, staðan þá 39-34. Í seinni hálfleik fór allt úr skorðum hjá Keflavík og KR gékk á lagið. Aðeins 19 stig voru skoruð í þriðja leikhluta, KR skoraði 14 stig gegn 5 stigum Keflavíkur. Það gékk allt á afturfótunum í sókn Keflavíkur, skotin fóru víðsfjærri körfuhringnum. KR átti engan stjörnuleik en sigurinn var öruggur, 69-47. Keflavík skoraði aðeins 12 stig í seinni hálfleik. Danielle Victoria Rodriguez skoraði 20 stig en Hildur Björg Kjartansdóttir átti fínan leik, skoraði 15 stig og tók 13 fráköst. Daniela Morillo var stigahæst hjá Keflavík, skoraði 24 stig og tók 14 fráköst en skotnýting hennar var arfaslök líkt og hjá félögum hennar í liðinu. Haukar mættu í Borgarnes með fimm sigra í farteskinu, í þeirri sigurhrinu höfðu Haukar unnið topplið Vals og KR. Skallagrímur vann leik liðanna í lok nóvember og það var snemma ljóst að Haukar ættu í basli. Emilie Hesseldal skoraði 27 stig og tók 17 fráköst fyrir Skallagrím, Keira Robinson skoraði 19 stig og fyrirliðinn Sigrún Ámundadóttir skoraði 11 stig og tók 13 fráköst. Skallagrímur vann 73-59 og jafnaði Hauka að stigum. Liðin eru með 18 stig. Randi Brown var langstigahæst hjá Haukum, skoraði 31 stig. Snæfell hafði forystuna allan tímann gegn Breiðabliki í leik liðanna í Stykkishólmi. Staðan eftir 1. leikhluta 21-10 en í hálfleik munaði 8 stigum á liðunum. Breiðablik minnkaði muninn í 3 stig í byrjun seinni hálfleiks og Snæfell lét forystuna ekki af hendi og vann 67-61. Gunnhildur Gunnarsdóttir átti mjög góðan leik, skoraði 23 stig, tók 9 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Amarah Coleman kom næst með 18 stig. Danni Williams var í sérflokki hjá Breiðabliki, skoraði 34 stig og tók 10 fráköst. Hún hitti úr 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Williams er stigahæst í deildinni, með 30 stig að meðaltali og næst hæst í fráköstunum, með 13,3 að meðaltali í vetur. Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Heil umferð fór fram í Dominos-deild kvenna í gær en Arnar Björnsson gerði leikjunum skil í innslagi sínum í Sportpakkanum. Grindavík tapaði öllum leikjum sínum fyrir áramót en vann sinn 1. sigur gegn Breiðabliki 4. janúar í 1. leiknum á nýju ári. Í gærkvöldi var efsta liðið, Valur í heimsókn. Það var erfitt að merkja að liðin væru á sitt hvorum enda stigatöflunnar. Grindavík byrjaði vel og var með fjögurra stiga forystu eftir 1. leikhluta og þegar 2 mínútur voru búnar af seinni hálfleik var munurinn kominn í 12 stig, Grindavík hafði þá skorað 13 stig í röð. Þrefaldir meistarar tóku þá við sér, munurinn í hálfleik var 5 stig. Þegar 4 mínútur voru búnar af seinni hálfleik var Grindavík með 11 stiga forystu en Valur svaraði með 14 stigum í röð. Kiana Johnson fór fyrir Valsliðinu, skoraði 22 stig, tók 13 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Helena Sverrisdóttir var næststigahæst, skoraði 18 stig. Lokakaflinn var spennandi. Bríet Sif Hinriksdóttir fylgdi eftir frábærum leik gegn Breiðabliki, skoraði 25 stig og tók 11 fráköst. Jordan Reynolds var næst stigahæst, skoraði 16 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Svo fór að Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér sigurinn með minnsta mun, 74-73. Grindavíkurliðið hefur sýnt í tveimur síðustu leikjum að það býr margt í liðinu og það verður spennandi að sjá hvernig því vegnar í næstu leikjum. Klippa: Uppgjör á 15. umferð Dominos-deildar kvenna KR og Keflavík voru jöfn að stigum fyrir leik liðanna í vesturbæ Reykjavíkur, tveimur sigrum á eftir Val. Keflavík átti leik til góða. Keflavík byrjaði betur en KR náði snemma forystunni og hélt henni til hálfleiks, staðan þá 39-34. Í seinni hálfleik fór allt úr skorðum hjá Keflavík og KR gékk á lagið. Aðeins 19 stig voru skoruð í þriðja leikhluta, KR skoraði 14 stig gegn 5 stigum Keflavíkur. Það gékk allt á afturfótunum í sókn Keflavíkur, skotin fóru víðsfjærri körfuhringnum. KR átti engan stjörnuleik en sigurinn var öruggur, 69-47. Keflavík skoraði aðeins 12 stig í seinni hálfleik. Danielle Victoria Rodriguez skoraði 20 stig en Hildur Björg Kjartansdóttir átti fínan leik, skoraði 15 stig og tók 13 fráköst. Daniela Morillo var stigahæst hjá Keflavík, skoraði 24 stig og tók 14 fráköst en skotnýting hennar var arfaslök líkt og hjá félögum hennar í liðinu. Haukar mættu í Borgarnes með fimm sigra í farteskinu, í þeirri sigurhrinu höfðu Haukar unnið topplið Vals og KR. Skallagrímur vann leik liðanna í lok nóvember og það var snemma ljóst að Haukar ættu í basli. Emilie Hesseldal skoraði 27 stig og tók 17 fráköst fyrir Skallagrím, Keira Robinson skoraði 19 stig og fyrirliðinn Sigrún Ámundadóttir skoraði 11 stig og tók 13 fráköst. Skallagrímur vann 73-59 og jafnaði Hauka að stigum. Liðin eru með 18 stig. Randi Brown var langstigahæst hjá Haukum, skoraði 31 stig. Snæfell hafði forystuna allan tímann gegn Breiðabliki í leik liðanna í Stykkishólmi. Staðan eftir 1. leikhluta 21-10 en í hálfleik munaði 8 stigum á liðunum. Breiðablik minnkaði muninn í 3 stig í byrjun seinni hálfleiks og Snæfell lét forystuna ekki af hendi og vann 67-61. Gunnhildur Gunnarsdóttir átti mjög góðan leik, skoraði 23 stig, tók 9 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Amarah Coleman kom næst með 18 stig. Danni Williams var í sérflokki hjá Breiðabliki, skoraði 34 stig og tók 10 fráköst. Hún hitti úr 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Williams er stigahæst í deildinni, með 30 stig að meðaltali og næst hæst í fráköstunum, með 13,3 að meðaltali í vetur.
Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira