Flug liggur niðri og vegum víða lokað Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. janúar 2020 08:56 Engar flugvélar hafa farið um Reykjavíkurflugvöll í morgun. Vísir/Vilhelm Nær allt flug liggur nú niðri á landinu, bæði innanlands- og millilandaflug, vegna veðurs. Vetrarfærð er á mestöllu landinu og víða hefur vegum verið lokað. Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi víða á landinu í dag.Sjá einnig: Lægðaganginum „hvergi nærri lokið“ Á vef Isavia kemur fram að Icelandair hafi aflýst nær öllu flugi sínu til og frá Keflavíkur í morgun vegna veður. Þá hefur flugferðum annarra flugfélaga sem fara áttu um flugvöllinn fyrir hádegi verið seinkað þar til síðdegis. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir í samtali við fréttastofu að sex vélar Icelandair, fimm frá Bandaríkjunum og ein frá Kanada, hafi þó náð að lenda á vellinum um sjöleytið í morgun þegar opnaðist gluggi í veðrinu. Farþegum var ýmist komið frá borði með landgöngum eða stigabílum. Áætlað er að flugvélar Icelandair, sem áttu að taka á loft í morgun, fari af stað um klukkan 11:30 og vélar byrja jafnframt að lenda á vellinum um svipað leyti. Fylgjast má með áætlun flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli á vef Isavia. Þá hefur öllu flugi Air Iceland Connect til og frá Reykjavíkurflugvelli verið frestað í morgun og flugferðum til og frá Ísafirði aflýst. Veður verður einna verst á Vestfjörðum í dag. Á vef flugfélagsins segir að næstu upplýsinga um flugferðir sé að vænta klukkan 12:30. Víða ýmist ófært eða lokað Vetrarfærð er um mest allt land og sumstaðar vonskuveður. Vegir eru víða ýmist ófærir eða lokaðir. Á Hellisheiði, Reykjanesbraut og í Þrengslum er hálka og éljagangur en vegirnir eru þó enn opnir. Þá eru flestar leiðir ófærar eða þungfærar á Snæfellsnesi. Lokað er um Brattabrekku og Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er einnig ófært víða en lokað er um Súgandafjörð, Mikladal, Hálfdán og Súðavíkurhlíð. Þá er lokað um Vatnsskarð, Þverárfjall, Siglufjarðarveg, Öxnadalsheiði og Ólafsfjarðarmúla. Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Samgöngur Veður Tengdar fréttir Lægðaganginum „hvergi nærri lokið“ Í dag geisar suðvestanstormur eða -rok, jafnvel ofsaveður, á heiðum Vestfjarða með éljagangi á vestanverðu landinu. 9. janúar 2020 06:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Nær allt flug liggur nú niðri á landinu, bæði innanlands- og millilandaflug, vegna veðurs. Vetrarfærð er á mestöllu landinu og víða hefur vegum verið lokað. Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi víða á landinu í dag.Sjá einnig: Lægðaganginum „hvergi nærri lokið“ Á vef Isavia kemur fram að Icelandair hafi aflýst nær öllu flugi sínu til og frá Keflavíkur í morgun vegna veður. Þá hefur flugferðum annarra flugfélaga sem fara áttu um flugvöllinn fyrir hádegi verið seinkað þar til síðdegis. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir í samtali við fréttastofu að sex vélar Icelandair, fimm frá Bandaríkjunum og ein frá Kanada, hafi þó náð að lenda á vellinum um sjöleytið í morgun þegar opnaðist gluggi í veðrinu. Farþegum var ýmist komið frá borði með landgöngum eða stigabílum. Áætlað er að flugvélar Icelandair, sem áttu að taka á loft í morgun, fari af stað um klukkan 11:30 og vélar byrja jafnframt að lenda á vellinum um svipað leyti. Fylgjast má með áætlun flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli á vef Isavia. Þá hefur öllu flugi Air Iceland Connect til og frá Reykjavíkurflugvelli verið frestað í morgun og flugferðum til og frá Ísafirði aflýst. Veður verður einna verst á Vestfjörðum í dag. Á vef flugfélagsins segir að næstu upplýsinga um flugferðir sé að vænta klukkan 12:30. Víða ýmist ófært eða lokað Vetrarfærð er um mest allt land og sumstaðar vonskuveður. Vegir eru víða ýmist ófærir eða lokaðir. Á Hellisheiði, Reykjanesbraut og í Þrengslum er hálka og éljagangur en vegirnir eru þó enn opnir. Þá eru flestar leiðir ófærar eða þungfærar á Snæfellsnesi. Lokað er um Brattabrekku og Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er einnig ófært víða en lokað er um Súgandafjörð, Mikladal, Hálfdán og Súðavíkurhlíð. Þá er lokað um Vatnsskarð, Þverárfjall, Siglufjarðarveg, Öxnadalsheiði og Ólafsfjarðarmúla. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Samgöngur Veður Tengdar fréttir Lægðaganginum „hvergi nærri lokið“ Í dag geisar suðvestanstormur eða -rok, jafnvel ofsaveður, á heiðum Vestfjarða með éljagangi á vestanverðu landinu. 9. janúar 2020 06:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Lægðaganginum „hvergi nærri lokið“ Í dag geisar suðvestanstormur eða -rok, jafnvel ofsaveður, á heiðum Vestfjarða með éljagangi á vestanverðu landinu. 9. janúar 2020 06:30