Allir ferðamennirnir komnir að Gullfossi Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2020 08:12 Frá björgunaraðgerðum í gærkvöldi. Landsbjörg Uppfært 09:43: Verið er að flytja ferðamennina frá fjöldahjálparstöðinni við Gullfoss til Reykjavíkur. Allir ferðamennirnir, sem lentu í ógöngum í vélsleðaferð á Langjökli í gær, voru um áttaleytið komnir í fjöldahjálparstöðina við Gullfoss. Ástand fólksins er eftir atvikum; enginn er slasaður en margir í töluverðu áfalli. Jón Grétar Guðmundsson aðgerðastjóri hjá Rauða krossinum segir í samtali við fréttastofu nú rétt fyrir klukkan átta í morgun að síðustu ferðamennirnir séu að koma í hús í Gullfosskaffi. Hann segir alla í nokkuð góðu ástandi. „Ástand [fólksins] er eftir atvikum. Það er þreytt, búið að vera úti síðan um hádegi í gær. Mikil þreyta í fólki og að sjálfsögðu í töluverðu áfalli yfir þessu.“ Sálrænn stuðningur og fataúthlutun Ferðamennirnir eru á öllum aldri en nokkur börn eru í hópnum, það yngsta sex ára gamalt. Starfsfólk Rauða krossins, auk heilbrigðisstarfsfólk frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og lögreglu, tekur á móti fólkinu og sinnir m.a. sálrænum stuðningi, að sögn Jóns Grétars. „Við komum líka með fataúthlutun úr fatasöfnunarverkefni Rauða krossins og veitum þeim upplýsingagjöf, veitingar og eftirfylgni.“ Þá verði fólkið nú aðstoðað við að komast á dvalarstaði sína á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum að undirbúa flutninga í bæinn, björgunarsveitir og aðgerðastjórn og samhæfingarmiðstöð eru að vinna í því að koma þeim í bæinn. Við erum í rauninni fyrsta stopp núna, að bráðaflokka og fara með fólk í viðtal hjá greiningarsveit HSU.“ Í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi sem birt var klukkan átta segir að nokkur fjöldi björgunarmanna sé enn á leið af fjöllum. Slæmt veður og færð tefji för þeirra. Það var upp úr klukkan hálfeitt í nótt sem fyrstu björgunarsveitarmenn komu að ferðamönnunum sem voru fastir uppi við Langjökul. Ferðamennirnir, alls 39 talsins, höfðu verið í vélsleðaferð á Langjökli með ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Icleand sem hófst um klukkan 13 í gærdag. Þegar ferðamennirnir komust ekki leiðar sinnar niður af hálendinu vegna ófærðar og veðurs brugðu þeir á það ráð að grafa sig í fönn. Þeir komust síðar í skjól í tvo litla bíla á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins. Um 300 manns á 57 tækjum tóku þátt í aðgerðum í aftakaveðri. Þá var virkjuð aðgerðastjórn lögreglustjórans á Suðurlandi og Samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra.Fréttin hefur verið uppfærð. 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25 Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10 Ferðamennirnir enn á leið til byggða Færð og veður hefur tafið ferðalagið niður af jöklinum. 8. janúar 2020 07:00 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira
Uppfært 09:43: Verið er að flytja ferðamennina frá fjöldahjálparstöðinni við Gullfoss til Reykjavíkur. Allir ferðamennirnir, sem lentu í ógöngum í vélsleðaferð á Langjökli í gær, voru um áttaleytið komnir í fjöldahjálparstöðina við Gullfoss. Ástand fólksins er eftir atvikum; enginn er slasaður en margir í töluverðu áfalli. Jón Grétar Guðmundsson aðgerðastjóri hjá Rauða krossinum segir í samtali við fréttastofu nú rétt fyrir klukkan átta í morgun að síðustu ferðamennirnir séu að koma í hús í Gullfosskaffi. Hann segir alla í nokkuð góðu ástandi. „Ástand [fólksins] er eftir atvikum. Það er þreytt, búið að vera úti síðan um hádegi í gær. Mikil þreyta í fólki og að sjálfsögðu í töluverðu áfalli yfir þessu.“ Sálrænn stuðningur og fataúthlutun Ferðamennirnir eru á öllum aldri en nokkur börn eru í hópnum, það yngsta sex ára gamalt. Starfsfólk Rauða krossins, auk heilbrigðisstarfsfólk frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og lögreglu, tekur á móti fólkinu og sinnir m.a. sálrænum stuðningi, að sögn Jóns Grétars. „Við komum líka með fataúthlutun úr fatasöfnunarverkefni Rauða krossins og veitum þeim upplýsingagjöf, veitingar og eftirfylgni.“ Þá verði fólkið nú aðstoðað við að komast á dvalarstaði sína á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum að undirbúa flutninga í bæinn, björgunarsveitir og aðgerðastjórn og samhæfingarmiðstöð eru að vinna í því að koma þeim í bæinn. Við erum í rauninni fyrsta stopp núna, að bráðaflokka og fara með fólk í viðtal hjá greiningarsveit HSU.“ Í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi sem birt var klukkan átta segir að nokkur fjöldi björgunarmanna sé enn á leið af fjöllum. Slæmt veður og færð tefji för þeirra. Það var upp úr klukkan hálfeitt í nótt sem fyrstu björgunarsveitarmenn komu að ferðamönnunum sem voru fastir uppi við Langjökul. Ferðamennirnir, alls 39 talsins, höfðu verið í vélsleðaferð á Langjökli með ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Icleand sem hófst um klukkan 13 í gærdag. Þegar ferðamennirnir komust ekki leiðar sinnar niður af hálendinu vegna ófærðar og veðurs brugðu þeir á það ráð að grafa sig í fönn. Þeir komust síðar í skjól í tvo litla bíla á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins. Um 300 manns á 57 tækjum tóku þátt í aðgerðum í aftakaveðri. Þá var virkjuð aðgerðastjórn lögreglustjórans á Suðurlandi og Samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra.Fréttin hefur verið uppfærð.
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25 Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10 Ferðamennirnir enn á leið til byggða Færð og veður hefur tafið ferðalagið niður af jöklinum. 8. janúar 2020 07:00 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira
Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25
Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10
Ferðamennirnir enn á leið til byggða Færð og veður hefur tafið ferðalagið niður af jöklinum. 8. janúar 2020 07:00