Ferðamennirnir enn á leið til byggða Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2020 07:00 Færð og veður hefur tafið ferðalagið niður af jöklinum. Skyggni var heldur ekki með besta móti, líkt og sjá má af þessari mynd frá björgunaraðgerðunum í gærkvöldi. Landsbjörg Enn var unnið að því að koma ferðamönnunum, sem bjargað var af Langjökli í gærkvöldi og í nótt, til byggða snemma á sjötta tímanum í morgun. Í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi, sem birt var um fimmleytið, var gert ráð fyrir að fyrsti hópur yrði kominn að Gullfossi eftir um hálftíma. Fréttastofa hefur ekki náð tali af viðbragðsaðilum það sem af er morgni en í frétt RÚV segir að fyrstu hópar hafi komið í Gullfosskaffi um klukkan sex.Sjá einnig: Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Færð og veður hefur tafið ferðalagið niður af jöklinum. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Gullfosskaffi þar sem lögregla, heilbrigðisstarfsfólk frá Heibrigðisstofnun Suðurlands og viðbragðshópur fjöldahjálpar hjá Rauða krossinum taka á móti fólkinu. Enginn er alvarlega slasaður en fólk er orðið kalt, blautt og þrekað eftir atburði gærdagsins og næturinnar, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu. Það var upp úr klukkan hálfeitt í nótt sem fyrstu björgunarsveitarmenn komu að ferðamönnunum sem voru fastir uppi við Langjökul. Ferðamennirnir, alls 39 talsins, höfðu verið í vélsleðaferð á Langjökli með ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Icleand sem hófst um klukkan 13 í gærdag. Þegar ferðamennirnir komust ekki leiðar sinnar niður af hálendinu vegna ófærðar og veðurs brugðu þeir á það ráð að grafa sig í fönn. Þeir komust síðar í skjól í tvo litla bíla á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins. Allir ferðamannirnir voru komnir af vettvangi um klukkan tvö í nótt. Um 300 manns tóku þátt í björgunaraðgerðum á 57 tækjum við mjög erfiðar og krefjandi aðstæður. Virkjuð var aðgerðastjórn lögreglustjórans á Suðurlandi ásamt Samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra. Hér að neðan má sjá myndband frá björgunaraðgerðum sem birt var á Facebook-síðu Landsbjargar í morgun. 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48 Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: "Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25 Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10 Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Enn var unnið að því að koma ferðamönnunum, sem bjargað var af Langjökli í gærkvöldi og í nótt, til byggða snemma á sjötta tímanum í morgun. Í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi, sem birt var um fimmleytið, var gert ráð fyrir að fyrsti hópur yrði kominn að Gullfossi eftir um hálftíma. Fréttastofa hefur ekki náð tali af viðbragðsaðilum það sem af er morgni en í frétt RÚV segir að fyrstu hópar hafi komið í Gullfosskaffi um klukkan sex.Sjá einnig: Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Færð og veður hefur tafið ferðalagið niður af jöklinum. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Gullfosskaffi þar sem lögregla, heilbrigðisstarfsfólk frá Heibrigðisstofnun Suðurlands og viðbragðshópur fjöldahjálpar hjá Rauða krossinum taka á móti fólkinu. Enginn er alvarlega slasaður en fólk er orðið kalt, blautt og þrekað eftir atburði gærdagsins og næturinnar, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu. Það var upp úr klukkan hálfeitt í nótt sem fyrstu björgunarsveitarmenn komu að ferðamönnunum sem voru fastir uppi við Langjökul. Ferðamennirnir, alls 39 talsins, höfðu verið í vélsleðaferð á Langjökli með ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Icleand sem hófst um klukkan 13 í gærdag. Þegar ferðamennirnir komust ekki leiðar sinnar niður af hálendinu vegna ófærðar og veðurs brugðu þeir á það ráð að grafa sig í fönn. Þeir komust síðar í skjól í tvo litla bíla á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins. Allir ferðamannirnir voru komnir af vettvangi um klukkan tvö í nótt. Um 300 manns tóku þátt í björgunaraðgerðum á 57 tækjum við mjög erfiðar og krefjandi aðstæður. Virkjuð var aðgerðastjórn lögreglustjórans á Suðurlandi ásamt Samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra. Hér að neðan má sjá myndband frá björgunaraðgerðum sem birt var á Facebook-síðu Landsbjargar í morgun.
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48 Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: "Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25 Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10 Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48
Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: "Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25
Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10
Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08