Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2020 00:10 Um 200 björgunarsveitarmenn voru kallaðir út vegna björgunaraðgerða á Langjökli auk snjóbíla af höfuðborgarsvæðinu. Hér sést þegar verið er að setja einn þeirra á vörubíl til þess að flytja á staðinn. vísir/jói k. Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. Ferðamennirnir voru í vélsleðaferð með fyrirtækinu á Langjökli í dag og lentu í vandræðum vegna ófærðar og veðurs. Nokkur börn eru í hópi ferðamannanna og er það yngsta sex ára gamalt. Björgunarsveitarmenn eru ekki enn komnir á staðinn en afar slæmt veður er á þessum slóðum og mjög þung færð.Sjá einnig:Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að ferðamennirnir séu nú komnir í skjól í tvo litla bíla. Ekki er hægt að keyra þá í skálann við Skálpanes sem er í um fjögurra kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem fólkið er en að minnsta kosti annar bíllinn er bilaður. Hluti af leiðsögumönnunum bíður eftir aðstoð fyrir utan bílana að sögn Sveins. Búin að vera í vélsleðaferðinni síðan klukkan 13 Sveinn segir lögregluna vita lítið um ástandið á fólkinu en segir að gera megi ráð fyrir því að einhverjir séu með ofkælingu. „Við vitum mjög lítið um ástandið á fólkinu í sjálfu sér og það er kalt og hrakið og búið að vera úti síðan klukkan eitt í dag. Það getur alveg verið orðið kalt og með ofkælingu. Það má gera ráð fyrir því en það er þó ekki vitað,“ segir Sveinn. Aðspurður segir hann fólkið ekki metið í lífshættu eins og er en ástandið sé alvarlegt. Þá staðfestir hann að börn séu í hópi ferðamannanna, það yngsta sex ára gamalt. Gul viðvörun hefur verið í gildi fyrir miðhálendið síðan klukkan 17 í dag en vélsleðaferðin hófst upp úr klukkan 13. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands á veður á svæðinu eftir að versna ef eitthvað er en viðvörunin gildir til klukkan 15 á morgun. 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir 39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48 Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. Ferðamennirnir voru í vélsleðaferð með fyrirtækinu á Langjökli í dag og lentu í vandræðum vegna ófærðar og veðurs. Nokkur börn eru í hópi ferðamannanna og er það yngsta sex ára gamalt. Björgunarsveitarmenn eru ekki enn komnir á staðinn en afar slæmt veður er á þessum slóðum og mjög þung færð.Sjá einnig:Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að ferðamennirnir séu nú komnir í skjól í tvo litla bíla. Ekki er hægt að keyra þá í skálann við Skálpanes sem er í um fjögurra kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem fólkið er en að minnsta kosti annar bíllinn er bilaður. Hluti af leiðsögumönnunum bíður eftir aðstoð fyrir utan bílana að sögn Sveins. Búin að vera í vélsleðaferðinni síðan klukkan 13 Sveinn segir lögregluna vita lítið um ástandið á fólkinu en segir að gera megi ráð fyrir því að einhverjir séu með ofkælingu. „Við vitum mjög lítið um ástandið á fólkinu í sjálfu sér og það er kalt og hrakið og búið að vera úti síðan klukkan eitt í dag. Það getur alveg verið orðið kalt og með ofkælingu. Það má gera ráð fyrir því en það er þó ekki vitað,“ segir Sveinn. Aðspurður segir hann fólkið ekki metið í lífshættu eins og er en ástandið sé alvarlegt. Þá staðfestir hann að börn séu í hópi ferðamannanna, það yngsta sex ára gamalt. Gul viðvörun hefur verið í gildi fyrir miðhálendið síðan klukkan 17 í dag en vélsleðaferðin hófst upp úr klukkan 13. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands á veður á svæðinu eftir að versna ef eitthvað er en viðvörunin gildir til klukkan 15 á morgun.
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir 39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48 Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48
Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08