Aftökudagur ákveðinn í víðfrægu nauðgunarmáli í Indlandi Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2020 13:46 Asha Devi, móðir konunnar sem mennirnir nauðguðu og myrtu. AP/Press Trust of India Dómstólar í Indlandi hafa ákveðið hvenær taka á fjóra menn, sem dæmdir voru fyrir hópnauðgun og morð ungrar konu í Indlandi árið 2012, af lífi. Dauði konunnar vakti gífurlega athygli og leiddi til umfangsmikilla mótmæla gegn ofbeldi gegn konum í landinu. Mennirnir fjórir heita Akshay Thakur, Vinay Sharma, Pawan Gupta og Mukesh Singh og voru þeir dæmdir til dauða árið 2013 eftir hröð réttarhöld. Fórnarlamb þeirra var 23 ára kona sem var á ferð með vini sínum eftir bíóferð. Þau héldu að þau væru að fara um borð í strætó og á leið heim en mennirnir höfðu leigt strætisvagn og réðust á þau. Sex menn voru um borð í strætisvagninum og nauðguðu þeirra konunni í margar klukkustundir og gengu í skrokk á vini hennar. Að endingu var þeim hent úr vagninum á ferð. Konan, sem hefur síðan fengið viðurnefnið Nirbhaya, eða „hin óttalausa“, lést af sárum sínum þrettán dögum síðar. Einn mannanna dó í fangelsi og annar var dæmdur í þriggja ára fangelsi, þar sem hann var einungis sautján ára. Honum var sleppt úr fangelsi árið 2015. Eftir að þeir fjórir sem um ræðir voru dæmdir til dauða árið 2013 leituðu þeir til Hæstaréttar Indlands sem stöðvaði aftöku þeirra. Nú stendur til að hengja þá þann 22. janúar. Lögmenn mannanna segjast þó ætla að beita lokaúrræði til að reyna að koma í veg fyrir aftökurnar, samkvæmt BBC. Móðir Nirbhaya ræddi við BBC og segist mjög ánægð. Hún segir síðustu sjö ár hafa tekið verulega á og hún sé loksins að fá réttlæti fyrir dóttir sína. Indland Tengdar fréttir Konan lýsti árásinni áður en hún lést - lögreglan vill dauðarefsingu yfir hrottunum Lögreglan í höfuðborg Indlands, Nýju-Delí, hefur ákært sex menn fyrir að hafa nauðgðað og myrt tuttugu og þriggja ára konu í strætisvagni í borginni um miðjan desember. Dómari tekur málið fyrir í dag en mennirnir sex munu ekki mæta sjálfir fyrir dómara af öryggisástæðum. 3. janúar 2013 10:46 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Dómstólar í Indlandi hafa ákveðið hvenær taka á fjóra menn, sem dæmdir voru fyrir hópnauðgun og morð ungrar konu í Indlandi árið 2012, af lífi. Dauði konunnar vakti gífurlega athygli og leiddi til umfangsmikilla mótmæla gegn ofbeldi gegn konum í landinu. Mennirnir fjórir heita Akshay Thakur, Vinay Sharma, Pawan Gupta og Mukesh Singh og voru þeir dæmdir til dauða árið 2013 eftir hröð réttarhöld. Fórnarlamb þeirra var 23 ára kona sem var á ferð með vini sínum eftir bíóferð. Þau héldu að þau væru að fara um borð í strætó og á leið heim en mennirnir höfðu leigt strætisvagn og réðust á þau. Sex menn voru um borð í strætisvagninum og nauðguðu þeirra konunni í margar klukkustundir og gengu í skrokk á vini hennar. Að endingu var þeim hent úr vagninum á ferð. Konan, sem hefur síðan fengið viðurnefnið Nirbhaya, eða „hin óttalausa“, lést af sárum sínum þrettán dögum síðar. Einn mannanna dó í fangelsi og annar var dæmdur í þriggja ára fangelsi, þar sem hann var einungis sautján ára. Honum var sleppt úr fangelsi árið 2015. Eftir að þeir fjórir sem um ræðir voru dæmdir til dauða árið 2013 leituðu þeir til Hæstaréttar Indlands sem stöðvaði aftöku þeirra. Nú stendur til að hengja þá þann 22. janúar. Lögmenn mannanna segjast þó ætla að beita lokaúrræði til að reyna að koma í veg fyrir aftökurnar, samkvæmt BBC. Móðir Nirbhaya ræddi við BBC og segist mjög ánægð. Hún segir síðustu sjö ár hafa tekið verulega á og hún sé loksins að fá réttlæti fyrir dóttir sína.
Indland Tengdar fréttir Konan lýsti árásinni áður en hún lést - lögreglan vill dauðarefsingu yfir hrottunum Lögreglan í höfuðborg Indlands, Nýju-Delí, hefur ákært sex menn fyrir að hafa nauðgðað og myrt tuttugu og þriggja ára konu í strætisvagni í borginni um miðjan desember. Dómari tekur málið fyrir í dag en mennirnir sex munu ekki mæta sjálfir fyrir dómara af öryggisástæðum. 3. janúar 2013 10:46 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Konan lýsti árásinni áður en hún lést - lögreglan vill dauðarefsingu yfir hrottunum Lögreglan í höfuðborg Indlands, Nýju-Delí, hefur ákært sex menn fyrir að hafa nauðgðað og myrt tuttugu og þriggja ára konu í strætisvagni í borginni um miðjan desember. Dómari tekur málið fyrir í dag en mennirnir sex munu ekki mæta sjálfir fyrir dómara af öryggisástæðum. 3. janúar 2013 10:46