Verstappen framlengir og ætlar að verða heimsmeistari með Red Bull Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. janúar 2020 18:00 Verstappen hefur unnið átta keppnir síðan hann byrjaði að aka fyrir Red Bull 2016. vísir/getty Hollenski ökuþórinn Max Verstappen hefur framlengt samning sinn við Red Bull. Nýi samningurinn gildir út tímabilið 2023. Verstappen var orðaður við Mercedes og Ferrari en nú er ljóst að hann verður hjá Red Bull næstu árin. Hinn 22 ára Verstappen hóf ferilinn með Toro Rosso 2015. Ári seinna byrjaði hann keppa fyrir Red Bull. Hann vann Spánarkappaksturinn í frumraun sinni með Red Bull, aðeins 18 ára og 228 daga gamall. Hann er sá yngsti sem hefur unnið keppni í Formúlu 1. Á síðasta tímabili lenti Verstappen í 3. sæti í keppni ökuþóra. Hann vann þrjár keppnir og komst níu sinnum á verðlaunapall. „Red Bull trúði á mig og gaf mér tækifæri í Formúlu 1 sem ég hef alltaf verið þakklátur fyrir,“ sagði Verstappen eftir að hafa skrifað undir samninginn. „Ég vil vinna með Red Bull og markmiðið er að sjálfsögðu að berjast um heimsmeistaratitilinn.“Undir lok síðasta árs skrifaði Charles Leclerc undir nýjan fimm ára samning við Ferrari. Tvær helstu vonarstjörnur Formúlu 1 hafa því skrifað undir langtíma samninga við lið sín. Formúla Tengdar fréttir Ungstirnið gerir fimm ára samning við Ferrari Ferrari hefur verðlaunað Charles Lecrec með nýjum samningi. 23. desember 2019 18:30 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Hollenski ökuþórinn Max Verstappen hefur framlengt samning sinn við Red Bull. Nýi samningurinn gildir út tímabilið 2023. Verstappen var orðaður við Mercedes og Ferrari en nú er ljóst að hann verður hjá Red Bull næstu árin. Hinn 22 ára Verstappen hóf ferilinn með Toro Rosso 2015. Ári seinna byrjaði hann keppa fyrir Red Bull. Hann vann Spánarkappaksturinn í frumraun sinni með Red Bull, aðeins 18 ára og 228 daga gamall. Hann er sá yngsti sem hefur unnið keppni í Formúlu 1. Á síðasta tímabili lenti Verstappen í 3. sæti í keppni ökuþóra. Hann vann þrjár keppnir og komst níu sinnum á verðlaunapall. „Red Bull trúði á mig og gaf mér tækifæri í Formúlu 1 sem ég hef alltaf verið þakklátur fyrir,“ sagði Verstappen eftir að hafa skrifað undir samninginn. „Ég vil vinna með Red Bull og markmiðið er að sjálfsögðu að berjast um heimsmeistaratitilinn.“Undir lok síðasta árs skrifaði Charles Leclerc undir nýjan fimm ára samning við Ferrari. Tvær helstu vonarstjörnur Formúlu 1 hafa því skrifað undir langtíma samninga við lið sín.
Formúla Tengdar fréttir Ungstirnið gerir fimm ára samning við Ferrari Ferrari hefur verðlaunað Charles Lecrec með nýjum samningi. 23. desember 2019 18:30 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Ungstirnið gerir fimm ára samning við Ferrari Ferrari hefur verðlaunað Charles Lecrec með nýjum samningi. 23. desember 2019 18:30