Flugi aflýst vegna veðurs Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2020 10:36 Farþegum er bent á að fylgjast með flugáætlun á vef Isavia. Flugfélögin Icelandair, Easy Jet og Lufthansa hafa aflýst öllu flugi sínu til og frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag vegna veðurs. Þá hefur Icelandair einnig ákveðið að aflýsa flugi sínu í fyrramálið, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Enn sem komið er eru flugferðir flugfélaganna Norwegian og Wizz Air á áætlun. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia staðfestir í samtali við fréttastofu að flugi hafi verið aflýst eftir hádegi í dag. Farþegum er bent á að fylgjast með stöðu flugferða frá Keflavíkurflugvelli á vef Isavia. Í tilkynningu frá Icelandair segir að gert sé ráð fyrir að raskanirnar muni hafa áhrif á yfir átta þúsund farþega. Búið sé að upplýsa alla farþega um málið og unnið að endurbókunum. Upplýsingaskilti í Keflavík í dag.Vísir/JóiK „Farþegar munu fá senda uppfærða ferðaáætlun í tölvupósti en geta einnig fylgst með „umsjón með bókun“ á heimasíðu Icelandair. Þar eru flugupplýsingar uppfærðar um leið og breytingar liggja fyrir og þar geta farþegar jafnframt uppfært netföng og símanúmer þannig að hægt sé að koma skilaboðum til þeirra hratt og örugglega,“ segir í tilkynningu Icelandair. Flugi sem aflýst verður vegna veðurs Öllu flugi frá Evrópu í dag verður aflýst en um er að ræða 15 flug. Öllum brottförum frá Keflavík til Bandaríkjanna og Kanada seinnipartinn í dag aflýst en um er að ræða 11 brottfarir og þá jafnmargar komur aftur frá Norður Ameríku. Öllu flugi til Evrópu frá Keflavík í fyrramálið verður aflýst en það eru 14 brottfarir. Þá segir í tilkynningu að nokkur hundruð farþegar sem áttu flug frá Íslandi seinnipartinn í dag hafi nýtt sér boð Icelandair um að ferðast degi fyrr. Um 700 erlendir farþegar verða áfram hér á Íslandi og mun Icelandair útvega þeim hótelgistingu. Þar að auki er verið að vinna í því að endurbóka tengifarþega sem eru að ferðast á milli Evrópu og Norður Ameríku með öðrum flugfélögum. Miðað við núverandi veðurspá, er gert ráð fyrir að flug verði á áætlun frá Keflavík seinnipartinn á morgun, miðvikudag. Innanlandsflugi einnig aflýst Mjög djúp og víðáttumikil lægð fer norðaustur yfir landið í dag og útlit fyrir leiðindaveður víðast hvar á landinu. Gular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum síðdegis. Hríð verður norðvestantil á landinu í dag og suðvestan stormur og él í öðrum landshlutum seinni partinn og í kvöld. Gert er ráð fyrir vindi allt að 25 metrum á sekúndu og lélegu skyggni á Suður- og Vesturlandi. Þá hefur innanlandsflugi Air Iceland Connect verið aflýst að mestu í dag, sem og flugi félagsins til Grænlands. Þegar þetta er ritað er áætlunarflug til og frá Egilsstöðum um hádegisbil þó enn á áætlun. Upplýsingar um flugáætlun Air Iceland Connect má finna hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Sjá meira
Flugfélögin Icelandair, Easy Jet og Lufthansa hafa aflýst öllu flugi sínu til og frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag vegna veðurs. Þá hefur Icelandair einnig ákveðið að aflýsa flugi sínu í fyrramálið, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Enn sem komið er eru flugferðir flugfélaganna Norwegian og Wizz Air á áætlun. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia staðfestir í samtali við fréttastofu að flugi hafi verið aflýst eftir hádegi í dag. Farþegum er bent á að fylgjast með stöðu flugferða frá Keflavíkurflugvelli á vef Isavia. Í tilkynningu frá Icelandair segir að gert sé ráð fyrir að raskanirnar muni hafa áhrif á yfir átta þúsund farþega. Búið sé að upplýsa alla farþega um málið og unnið að endurbókunum. Upplýsingaskilti í Keflavík í dag.Vísir/JóiK „Farþegar munu fá senda uppfærða ferðaáætlun í tölvupósti en geta einnig fylgst með „umsjón með bókun“ á heimasíðu Icelandair. Þar eru flugupplýsingar uppfærðar um leið og breytingar liggja fyrir og þar geta farþegar jafnframt uppfært netföng og símanúmer þannig að hægt sé að koma skilaboðum til þeirra hratt og örugglega,“ segir í tilkynningu Icelandair. Flugi sem aflýst verður vegna veðurs Öllu flugi frá Evrópu í dag verður aflýst en um er að ræða 15 flug. Öllum brottförum frá Keflavík til Bandaríkjanna og Kanada seinnipartinn í dag aflýst en um er að ræða 11 brottfarir og þá jafnmargar komur aftur frá Norður Ameríku. Öllu flugi til Evrópu frá Keflavík í fyrramálið verður aflýst en það eru 14 brottfarir. Þá segir í tilkynningu að nokkur hundruð farþegar sem áttu flug frá Íslandi seinnipartinn í dag hafi nýtt sér boð Icelandair um að ferðast degi fyrr. Um 700 erlendir farþegar verða áfram hér á Íslandi og mun Icelandair útvega þeim hótelgistingu. Þar að auki er verið að vinna í því að endurbóka tengifarþega sem eru að ferðast á milli Evrópu og Norður Ameríku með öðrum flugfélögum. Miðað við núverandi veðurspá, er gert ráð fyrir að flug verði á áætlun frá Keflavík seinnipartinn á morgun, miðvikudag. Innanlandsflugi einnig aflýst Mjög djúp og víðáttumikil lægð fer norðaustur yfir landið í dag og útlit fyrir leiðindaveður víðast hvar á landinu. Gular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum síðdegis. Hríð verður norðvestantil á landinu í dag og suðvestan stormur og él í öðrum landshlutum seinni partinn og í kvöld. Gert er ráð fyrir vindi allt að 25 metrum á sekúndu og lélegu skyggni á Suður- og Vesturlandi. Þá hefur innanlandsflugi Air Iceland Connect verið aflýst að mestu í dag, sem og flugi félagsins til Grænlands. Þegar þetta er ritað er áætlunarflug til og frá Egilsstöðum um hádegisbil þó enn á áætlun. Upplýsingar um flugáætlun Air Iceland Connect má finna hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Sjá meira