Lallana fær hærri laun en Sadio Mané Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 11:00 Sadio Mane og Adam Lallana. Mane er einn besti leikmaður Liverpool en Lallana er í aukahlutverki. Lallana fær samt 1,6 milljónum meira útborgað í viku hverri. Getty/Matteo Bottanelli Liverpool greiðir leikmönnum sínum 110 millónir punda í laun á hverju ári eða 17,7 milljarða íslenskra króna. Sportrac hefur tekið saman laun allra leikmanna Liverpool liðsins og þar kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. Það kemur engum á óvart að Mohamed Salah sé launahæsti leikmaður Liverpool liðsins en margir lykilmenn liðsins eru aftur á móti mun neðar á launalistanum. Hér er þó aðeins á ferðinni hráar launagreiðslur sem leikmenn fá frá félaginu en þar teljast ekki með bónusgreiðslur eða auglýsingasamningar leikmanna. Leikmenn vinna sér oft inn mikla peninga frá styrktaraðilum eða í gegnum auglýsingasamninga. Gott gengi Liverpool liðsins að undanförnu þýðir líka að leikmenn Liverpool ættu að vera fá veglega bónusa ofan á launin sín. Alexander-Arnold - £40,000-per-week Robertson - £50,000-per-week Salah - £200,000-per-week The awkward moment when Mane realises Lallana is getting paid more than him https://t.co/hulsArZCzT— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 5, 2020 Egyptinn Mohamed Salah fær tvö hundruð þúsund pund í vikulaun eða meira en 32 milljónir íslenskra króna. Næstlaunahæstu leikmenn Liverpool liðsins eru þeir og með 180 þúsund pund í vikulaun en það gera 28,9 milljónir í íslenskum krónum. Það þarf að fara niður í níunda sætið til að finna Sadio Mané sem fær í viku verri aðeins helminginn af því sem Salah fær. Mané er með hundrað þúsund pund í vikulaun eða sextán milljónir íslenskra króna. Leikmenn Liverpool sem fá hærri laun en Mané eru þeir Mohamed Salah (200 þúsund pund á viku), Roberto Firmino (180 þúsund pund), Virgil Van Dijk (180 þúsund pund), Jordan Henderson (140 þúsund pund), James Milner (140 þúsund pund), Naby Keita (120 þúsund pund) og Alex Oxlade-Chamberlain (120 þúsund pund). Adam Lallana fær síðan tíu þúsund pundum meira á viku en Mané eða 1,6 milljónum meira í viku hverri. Það eru fleiri lykilmenn Liverpool sem eru að fá mun minna eins og bakverðirnir Andrew Robertson og Tren Alexander-Arnold sem eru samanalagt með „aðeins“ 90 þúsund pund á viku. Andrew Robertson fær 50 þúsund pund í vikulaun en Alexander-Arnold 40 þúsund pund. Miðað við frammistöðu þeirra síðustu misseri eiga þeir örugglega von á því að fá betri samning. Annar sem gæti líka fengið launahækkun er miðvörðurinn Joe Gomez sem er með 28 þúsund pund í vikulaun. Hér má sjá laun allra leikmanna Liverpool samkvæmt samantekt Sportrac. Enski boltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Liverpool greiðir leikmönnum sínum 110 millónir punda í laun á hverju ári eða 17,7 milljarða íslenskra króna. Sportrac hefur tekið saman laun allra leikmanna Liverpool liðsins og þar kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. Það kemur engum á óvart að Mohamed Salah sé launahæsti leikmaður Liverpool liðsins en margir lykilmenn liðsins eru aftur á móti mun neðar á launalistanum. Hér er þó aðeins á ferðinni hráar launagreiðslur sem leikmenn fá frá félaginu en þar teljast ekki með bónusgreiðslur eða auglýsingasamningar leikmanna. Leikmenn vinna sér oft inn mikla peninga frá styrktaraðilum eða í gegnum auglýsingasamninga. Gott gengi Liverpool liðsins að undanförnu þýðir líka að leikmenn Liverpool ættu að vera fá veglega bónusa ofan á launin sín. Alexander-Arnold - £40,000-per-week Robertson - £50,000-per-week Salah - £200,000-per-week The awkward moment when Mane realises Lallana is getting paid more than him https://t.co/hulsArZCzT— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 5, 2020 Egyptinn Mohamed Salah fær tvö hundruð þúsund pund í vikulaun eða meira en 32 milljónir íslenskra króna. Næstlaunahæstu leikmenn Liverpool liðsins eru þeir og með 180 þúsund pund í vikulaun en það gera 28,9 milljónir í íslenskum krónum. Það þarf að fara niður í níunda sætið til að finna Sadio Mané sem fær í viku verri aðeins helminginn af því sem Salah fær. Mané er með hundrað þúsund pund í vikulaun eða sextán milljónir íslenskra króna. Leikmenn Liverpool sem fá hærri laun en Mané eru þeir Mohamed Salah (200 þúsund pund á viku), Roberto Firmino (180 þúsund pund), Virgil Van Dijk (180 þúsund pund), Jordan Henderson (140 þúsund pund), James Milner (140 þúsund pund), Naby Keita (120 þúsund pund) og Alex Oxlade-Chamberlain (120 þúsund pund). Adam Lallana fær síðan tíu þúsund pundum meira á viku en Mané eða 1,6 milljónum meira í viku hverri. Það eru fleiri lykilmenn Liverpool sem eru að fá mun minna eins og bakverðirnir Andrew Robertson og Tren Alexander-Arnold sem eru samanalagt með „aðeins“ 90 þúsund pund á viku. Andrew Robertson fær 50 þúsund pund í vikulaun en Alexander-Arnold 40 þúsund pund. Miðað við frammistöðu þeirra síðustu misseri eiga þeir örugglega von á því að fá betri samning. Annar sem gæti líka fengið launahækkun er miðvörðurinn Joe Gomez sem er með 28 þúsund pund í vikulaun. Hér má sjá laun allra leikmanna Liverpool samkvæmt samantekt Sportrac.
Enski boltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira