Liverpool endurtók afrek Eiðs Smára og félaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2020 12:00 Sadio Mané, Eiður Smári Guðjohnsen og Patrick Vieira hafa allir leikið heilt ár með liðum sínum í ensku úrvalsdeildinni án þess að tapa. Samsett/Getty 3. janúar 2019. Í dag er liðið nákvæmlega eitt ár frá því að Liverpool tapaði síðast leik í ensku úrvalsdeildinni. Það gerist ekki á hverjum degi að lið fer í gegn 365 daga í þessari erfiðu deild án þess að tapa leik því Liverpool er aðeins þriðja liðið sem afrekar slíkt. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er þar kominn í hóp með þeim Arsene Wenger og Jose Mourinho. Liverpool lék í gærkvöldi 37. deildarleikinn í röð án þess að tapa en liðið hefur náð í 58 af 60 stigum í boði á þessu tímabili. Tapið á móti Manchester City var á Ethiad leikvanginum 3. janúar í fyrra en City vann leikinn 2-1 þökk sé mörkum frá Sergio Agüero og Leroy Sané. Roberto Firmino hafði jafnaði metin á 64. mínútu en Sané skoraði sigurmarkið átta mínútum síðar. Liverpool are only the third Premier League team in history to go a year unbeaten. Pick your Premier League 'unbeatables' XIhttps://t.co/rBNOqnB1Xvpic.twitter.com/TmR95srE00— BBC Sport (@BBCSport) January 3, 2020 Eiður Smári Guðjohnsen var í síðasta liðinu sem afrekaði það að spila heilt ár í ensku úrvalsdeildinni án þess að tapa leik. Eiður Smári og félagar í Chelsea léku 40 deildarleiki í röð án þess að tapa frá október 2004 til nóvember 2005. Knattspyrnustjóri liðsins þá var Portúgalinn Jose Mourinho. Chelsea þurfti á endanum að sætta sig við tap á móti Manchester United 6. nóvember 2005 en United vann 1-0 á Old Trafford þökk sé sigurmarki Darren Fletcher á 31. mínútu. Chelsea hafði þá ekki tapað leik síðan liðið lá 1-0 á móti Manchester City á útivelli 16. október 2004. Nicolas Anelka skoraði þá sigurmark City úr vítaspyrnu á 11. mínútu. Fyrsta liðið til að spila heilt ár án þess að tapa eru methafarnir í Arsenal. Arsenal liðið frá 2003-04 er eina liðið sem lék heilt tímabil í ensku úrvalsdeildinni án þess að tapa. Tímabili 2003-04 spilaði Arsemal 38 leiki, fagnaði sigri í 26 þeirra og gerði 12 jafntefli. Arsenal lék alls 49 deildarleiki í röð án þess að tapa sem er ekki aðeins met í ensku úrvalsdeildinni heldur einnig í efstu deild á Englandi. Gamla metið var frá því þegar Nottinghan Forrest lék 42 leiki í röð án þess að tapa undir stjórn Brian Clough undir lok áttunda áratugsins. Arsenal þurfti á endanum að sætta sig við tap á móti Manchester United á Old Trafford 24. október 2004 þökk sé mörkum frá Ruud van Nistelrooy og Wayne Rooney. Arsenal hafði þá ekki tapað leik síðan liðið lá 3-2 á móti Leeds United á Highbury 4. maí 2003. Ástralinn Mark Viduka skoraði þá sigurmarkið á 88. mínútu en Arsenal hafði tvisvar jafnað metin í leiknum. Enski boltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
3. janúar 2019. Í dag er liðið nákvæmlega eitt ár frá því að Liverpool tapaði síðast leik í ensku úrvalsdeildinni. Það gerist ekki á hverjum degi að lið fer í gegn 365 daga í þessari erfiðu deild án þess að tapa leik því Liverpool er aðeins þriðja liðið sem afrekar slíkt. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er þar kominn í hóp með þeim Arsene Wenger og Jose Mourinho. Liverpool lék í gærkvöldi 37. deildarleikinn í röð án þess að tapa en liðið hefur náð í 58 af 60 stigum í boði á þessu tímabili. Tapið á móti Manchester City var á Ethiad leikvanginum 3. janúar í fyrra en City vann leikinn 2-1 þökk sé mörkum frá Sergio Agüero og Leroy Sané. Roberto Firmino hafði jafnaði metin á 64. mínútu en Sané skoraði sigurmarkið átta mínútum síðar. Liverpool are only the third Premier League team in history to go a year unbeaten. Pick your Premier League 'unbeatables' XIhttps://t.co/rBNOqnB1Xvpic.twitter.com/TmR95srE00— BBC Sport (@BBCSport) January 3, 2020 Eiður Smári Guðjohnsen var í síðasta liðinu sem afrekaði það að spila heilt ár í ensku úrvalsdeildinni án þess að tapa leik. Eiður Smári og félagar í Chelsea léku 40 deildarleiki í röð án þess að tapa frá október 2004 til nóvember 2005. Knattspyrnustjóri liðsins þá var Portúgalinn Jose Mourinho. Chelsea þurfti á endanum að sætta sig við tap á móti Manchester United 6. nóvember 2005 en United vann 1-0 á Old Trafford þökk sé sigurmarki Darren Fletcher á 31. mínútu. Chelsea hafði þá ekki tapað leik síðan liðið lá 1-0 á móti Manchester City á útivelli 16. október 2004. Nicolas Anelka skoraði þá sigurmark City úr vítaspyrnu á 11. mínútu. Fyrsta liðið til að spila heilt ár án þess að tapa eru methafarnir í Arsenal. Arsenal liðið frá 2003-04 er eina liðið sem lék heilt tímabil í ensku úrvalsdeildinni án þess að tapa. Tímabili 2003-04 spilaði Arsemal 38 leiki, fagnaði sigri í 26 þeirra og gerði 12 jafntefli. Arsenal lék alls 49 deildarleiki í röð án þess að tapa sem er ekki aðeins met í ensku úrvalsdeildinni heldur einnig í efstu deild á Englandi. Gamla metið var frá því þegar Nottinghan Forrest lék 42 leiki í röð án þess að tapa undir stjórn Brian Clough undir lok áttunda áratugsins. Arsenal þurfti á endanum að sætta sig við tap á móti Manchester United á Old Trafford 24. október 2004 þökk sé mörkum frá Ruud van Nistelrooy og Wayne Rooney. Arsenal hafði þá ekki tapað leik síðan liðið lá 3-2 á móti Leeds United á Highbury 4. maí 2003. Ástralinn Mark Viduka skoraði þá sigurmarkið á 88. mínútu en Arsenal hafði tvisvar jafnað metin í leiknum.
Enski boltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira