Gylfi fékk falleinkunn fyrir frammistöðuna í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2020 16:30 Gylfi Þór Sigurðsson var enn á ný tekinn fyrir hjá blaðamanni Liverpool Echo. Getty/ Chris Brunskill Gylfi Þór Sigurðsson fékk góða dóma fyrir spilamennsku sína í fyrstu tveimur leikjum Everton undir stjórn Carlo Ancelotti en blaðamaður staðarblaðsins í Liverpool tók hann fyrir eftir tapleikinn á móti Manchester City. Gylfi fékk aðeins fjóra í einkunn fyrir frammistöðu sína og var eini leikmaður liðsins sem fékk falleinkunn, það er einkunn undir fimm. Jordan Pickford, Yerry Mina, Lucas Digne, Djibril Sidibe, Fabian Delph, Tom Davies og Dominic Calvert-Lewin fengu allir fimm í einkunn en Seamus Coleman, Mason Holgate og Richarlison voru hæstir með sex. Everton player ratings vs Manchester City as Gylfi Sigurdsson struggles in defeat - https://t.co/0AM1kBhLk3#EvertonFC#EFCpic.twitter.com/M9NFgFwpMv— Toffee News (@TOFnews) January 1, 2020 Blaðaamaður Liverpool Echo rökstyður einkunn sína. „Fékk ekki nógu mikið boltann til að geta haft áhrif á leikinn. Var of oft út úr stöðu í seinni hálfleiknum og gaf um leið Manchester City tækifæri til að ráðast á Everton vörnina og komast í framhaldinu tveimur mörkum yfir. Var tekinn af velli snemma í seinni hálfleik fyrir Theo Walcott,“ segir í frammistöðu mati Gylfa en Theo Walcott fékk síðan fimm í einkunn eða einum hærra en okkar maður. Gylfi átti að byrja á miðjunni eins og í sigurleikjunum á móti Burnley og Newcastle United en það breyttist þegar Brasilíumaðurinn Bernard meiddist í upphitun. Við það kallaði Ancelotti á Tom Davies en færði Gylfa þess í stað framar á völlinn og upp í holuna sem hefur jafnframt verið hans besta staða. Everton átti hins vegar ekki nógu mörg svör á móti Manchester City til að ná einhverjum tökum á miðjunni og fyrir vikið gekk Gylfa illa að komast inn í leikinn. Samkvæmt tölfræði Whoscored.com þá heppnuðust 20 af 22 sendingum Gylfa í leiknum (91%) en hann átti ekki eina sendingu sem skapaði færi fyrir liðsfélagana. Gylfi náði heldur ekki skoti í leiknum. Á þessu sést að Gylfa gekk mun betur inn á miðjunni heldur en framarlega á miðjunni. Það er spurning hvað Carlo Ancelotti gerir í framhaldinu. Everton verdict - Carlo Ancelotti reminded of need for midfield upgrade as Gylfi Sigurdsson decision nears | Liverpool Echo https://t.co/yRxpHIeFca— Toffees Addict (@ToffeesAddict) January 1, 2020 Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson fékk góða dóma fyrir spilamennsku sína í fyrstu tveimur leikjum Everton undir stjórn Carlo Ancelotti en blaðamaður staðarblaðsins í Liverpool tók hann fyrir eftir tapleikinn á móti Manchester City. Gylfi fékk aðeins fjóra í einkunn fyrir frammistöðu sína og var eini leikmaður liðsins sem fékk falleinkunn, það er einkunn undir fimm. Jordan Pickford, Yerry Mina, Lucas Digne, Djibril Sidibe, Fabian Delph, Tom Davies og Dominic Calvert-Lewin fengu allir fimm í einkunn en Seamus Coleman, Mason Holgate og Richarlison voru hæstir með sex. Everton player ratings vs Manchester City as Gylfi Sigurdsson struggles in defeat - https://t.co/0AM1kBhLk3#EvertonFC#EFCpic.twitter.com/M9NFgFwpMv— Toffee News (@TOFnews) January 1, 2020 Blaðaamaður Liverpool Echo rökstyður einkunn sína. „Fékk ekki nógu mikið boltann til að geta haft áhrif á leikinn. Var of oft út úr stöðu í seinni hálfleiknum og gaf um leið Manchester City tækifæri til að ráðast á Everton vörnina og komast í framhaldinu tveimur mörkum yfir. Var tekinn af velli snemma í seinni hálfleik fyrir Theo Walcott,“ segir í frammistöðu mati Gylfa en Theo Walcott fékk síðan fimm í einkunn eða einum hærra en okkar maður. Gylfi átti að byrja á miðjunni eins og í sigurleikjunum á móti Burnley og Newcastle United en það breyttist þegar Brasilíumaðurinn Bernard meiddist í upphitun. Við það kallaði Ancelotti á Tom Davies en færði Gylfa þess í stað framar á völlinn og upp í holuna sem hefur jafnframt verið hans besta staða. Everton átti hins vegar ekki nógu mörg svör á móti Manchester City til að ná einhverjum tökum á miðjunni og fyrir vikið gekk Gylfa illa að komast inn í leikinn. Samkvæmt tölfræði Whoscored.com þá heppnuðust 20 af 22 sendingum Gylfa í leiknum (91%) en hann átti ekki eina sendingu sem skapaði færi fyrir liðsfélagana. Gylfi náði heldur ekki skoti í leiknum. Á þessu sést að Gylfa gekk mun betur inn á miðjunni heldur en framarlega á miðjunni. Það er spurning hvað Carlo Ancelotti gerir í framhaldinu. Everton verdict - Carlo Ancelotti reminded of need for midfield upgrade as Gylfi Sigurdsson decision nears | Liverpool Echo https://t.co/yRxpHIeFca— Toffees Addict (@ToffeesAddict) January 1, 2020
Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira