Tuttugu útköll vegna elds og fimmtíu sjúkraflutningar í nótt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. janúar 2020 14:30 Að vanda var annríki hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu á nýársnótt. Lögregla og slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu höfðu í nógu að snúast á nýársnótt. Slökkviliðið sinnti alls tuttugu minniháttar útköllum vegna elds og um fimmtíu sjúkraflutningum. Tilkynnt var um nokkrar líkamsárásir og þar af eina alvarlega. Víða þurfti að sinna útköllum vegna hávaða á skemmtistöðum eða í heimahúsum. Alls voru 122 mál skráð hjá lögreglunni frá því klukkan fimm í gær til klukkan fimm í nótt samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan sinnti þrettán tilkynningum um lausan eld eftir notkun flugeld og í flestum tilfellum kom slökkvilið einnig að verkefninu. Jónas Árnason er aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Nóttin var náttúrlega bara eins og oft vill verða á gamlárs, það var náttúrlega mikið um smáelda utandyra. Við fórum í einhver ein tuttugu útköll í nótt, nánast allt utandyra, gámar eða rusl sem hafði verið kveikt í. Þess á milli sinntum við einhverjum fimmtíu sjúkraflutningum,“ segir Jónas. Hann segir engin alvarleg slys hafa komið upp sem tengjast flugeldum sem slökkvilið hafi þurft að sinna. „Það virðist vera sem svo að fólk hafi bara farið nokkuð varlega með skoteldana þetta árið og við náttúrlega þökkum fyrir það að það var náttúrlega blautt yfir öllu þannig að við vorum ekki að fá þessa sinuelda sem oft vill verða í þurru veðri. Og eins og ég segi, engin meiriháttar óhöpp,“ segir Jónas. Þá fékk lögregla tilkynningu um nokkrar líkamsárásir, þá fyrstu skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi um alvarlega líkamsárás í hverfi 108. Meintur gerandi var handtekinn á vettvangi og þolandi fluttur á sjúkrahús. Þá var einnig tilkynnt um líkamsárásir í miðbænum, í Breiðholti, Hafnarfirði og í Kópavogi og voru meintir gerendur vistaðir í fangageymslu. Alls voru tíu vistaðir í fangageymslu á Hverfisgötu vegna ýmissa mála. Þá var töluvert um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Áramót Flugeldar Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir 122 mál skráð hjá lögreglu í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast þessa fyrstu nótt ársins. 1. janúar 2020 08:16 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Lögregla og slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu höfðu í nógu að snúast á nýársnótt. Slökkviliðið sinnti alls tuttugu minniháttar útköllum vegna elds og um fimmtíu sjúkraflutningum. Tilkynnt var um nokkrar líkamsárásir og þar af eina alvarlega. Víða þurfti að sinna útköllum vegna hávaða á skemmtistöðum eða í heimahúsum. Alls voru 122 mál skráð hjá lögreglunni frá því klukkan fimm í gær til klukkan fimm í nótt samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan sinnti þrettán tilkynningum um lausan eld eftir notkun flugeld og í flestum tilfellum kom slökkvilið einnig að verkefninu. Jónas Árnason er aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Nóttin var náttúrlega bara eins og oft vill verða á gamlárs, það var náttúrlega mikið um smáelda utandyra. Við fórum í einhver ein tuttugu útköll í nótt, nánast allt utandyra, gámar eða rusl sem hafði verið kveikt í. Þess á milli sinntum við einhverjum fimmtíu sjúkraflutningum,“ segir Jónas. Hann segir engin alvarleg slys hafa komið upp sem tengjast flugeldum sem slökkvilið hafi þurft að sinna. „Það virðist vera sem svo að fólk hafi bara farið nokkuð varlega með skoteldana þetta árið og við náttúrlega þökkum fyrir það að það var náttúrlega blautt yfir öllu þannig að við vorum ekki að fá þessa sinuelda sem oft vill verða í þurru veðri. Og eins og ég segi, engin meiriháttar óhöpp,“ segir Jónas. Þá fékk lögregla tilkynningu um nokkrar líkamsárásir, þá fyrstu skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi um alvarlega líkamsárás í hverfi 108. Meintur gerandi var handtekinn á vettvangi og þolandi fluttur á sjúkrahús. Þá var einnig tilkynnt um líkamsárásir í miðbænum, í Breiðholti, Hafnarfirði og í Kópavogi og voru meintir gerendur vistaðir í fangageymslu. Alls voru tíu vistaðir í fangageymslu á Hverfisgötu vegna ýmissa mála. Þá var töluvert um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.
Áramót Flugeldar Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir 122 mál skráð hjá lögreglu í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast þessa fyrstu nótt ársins. 1. janúar 2020 08:16 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
122 mál skráð hjá lögreglu í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast þessa fyrstu nótt ársins. 1. janúar 2020 08:16