„Fólk er eðlilega í sjokki“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 15. janúar 2020 20:32 Frá Flateyri í nótt. Aðsend Fjöldahjálparstöð var opnuð í grunnskólanum á Flateyri um hádegisbil og hafa um fjörutíu íbúar leitað þangað eftir snjóflóðin sem féllu í bænum undir miðnætti í gærkvöldi. Tuttugu manna áfallateymi kom með varðskipinu Þór á öðrum tímanum í dag. Björgunarsveitarmaður segir fólk slegið og að margir hafi þegið áfallahjálp. Björgunarsveitin Sæbjörg kom að opnun fjöldahjálparstöðvarinnar á Flateyri upp úr eitt í dag ásamt björgunarfólki, fólki frá Rauða krossinum, lækni, hjúkrunarfræðingum og sálfræðingi. Björgunarsveit bauðst til að sækja fólk ef þörf var á og boðið var upp á vistir og dýnur fyrir þá sem þangað sóttu í dag. „Fólk er eðlilega í sjokki og er að leita eftir því að tjá sig aðeins og vill aðeins tala um þetta, það sem er framundan,“ segir Davíð Björn Kjartansson, björgunarsveitarmaður frá Ísafirði, sem starfað hefur við fjöldahjálparstöðina á Flateyri í dag. Er fólki veitt hjálp eða þarf það að biðja sérstaklega um hana? „Það er allur gangur á því. Það eru hérna sálfræðingar sem stýra þessu sem hafa boðið upp á það og eins líka bara rætt við fólkið og verið með þessa nánd.“ Finnurðu einhvern ótta hjá fólki? „Já, eðlilega. Það er ótti og maður skilur það vel en það er gott að tala um hann og segja frá.“ Davíð segir að áfallateymið verði á staðnum eins lengi og þörf krefur. „Við verðum hérna til taks ef á þarf að halda.“ Mikil áfallahjálp er framundan á Vestfjörðum eftir snjóflóðin sem féllu á Vestfjörðum seint í gærkvöldi: tvö á Flateyri og eitt við Suðureyri. Tvær fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar til viðbótar við þá á Flateyri; í Kiwanis-húsinu á Ísafirði og í Fisherman á Suðureyri. Þangað hafa tugir einnig sótt aðstoð í dag. Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir „Það var hlegið að mér þegar ég viðraði áhyggjur af varnargörðunum“ Eigandi útgerðarfyrirtækis sem er meðal þeirra sem missti bátinn sinn í snjóflóðinu á Flateyri í gær er afar ósátt við að varnagarðar við bæinn hafi ekki haldið betur aftur að flóðunum. 15. janúar 2020 19:30 „Eins konar öldugangur í flóðinu sem veldur því að það skvettist yfir varnargarð“ Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að svo virðist sem eins konar öldugangur hafi myndast í flóðinu sem kom úr Innra-Bæjargili á Flateyri. 15. janúar 2020 11:04 „Einu húsi of mikið að snjóflóðið náði þangað inn“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að það sé einu húsi of mikið að snjóflóð sem féll úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi hafi lent á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. 15. janúar 2020 11:44 Mikil áfallahjálp framundan Sjálfboðaliðar Rauða krossins og aðrir viðbragðsaðilar taka þar á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín og veita auk þess öllum sem vilja sálrænan stuðning. 15. janúar 2020 18:09 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Fjöldahjálparstöð var opnuð í grunnskólanum á Flateyri um hádegisbil og hafa um fjörutíu íbúar leitað þangað eftir snjóflóðin sem féllu í bænum undir miðnætti í gærkvöldi. Tuttugu manna áfallateymi kom með varðskipinu Þór á öðrum tímanum í dag. Björgunarsveitarmaður segir fólk slegið og að margir hafi þegið áfallahjálp. Björgunarsveitin Sæbjörg kom að opnun fjöldahjálparstöðvarinnar á Flateyri upp úr eitt í dag ásamt björgunarfólki, fólki frá Rauða krossinum, lækni, hjúkrunarfræðingum og sálfræðingi. Björgunarsveit bauðst til að sækja fólk ef þörf var á og boðið var upp á vistir og dýnur fyrir þá sem þangað sóttu í dag. „Fólk er eðlilega í sjokki og er að leita eftir því að tjá sig aðeins og vill aðeins tala um þetta, það sem er framundan,“ segir Davíð Björn Kjartansson, björgunarsveitarmaður frá Ísafirði, sem starfað hefur við fjöldahjálparstöðina á Flateyri í dag. Er fólki veitt hjálp eða þarf það að biðja sérstaklega um hana? „Það er allur gangur á því. Það eru hérna sálfræðingar sem stýra þessu sem hafa boðið upp á það og eins líka bara rætt við fólkið og verið með þessa nánd.“ Finnurðu einhvern ótta hjá fólki? „Já, eðlilega. Það er ótti og maður skilur það vel en það er gott að tala um hann og segja frá.“ Davíð segir að áfallateymið verði á staðnum eins lengi og þörf krefur. „Við verðum hérna til taks ef á þarf að halda.“ Mikil áfallahjálp er framundan á Vestfjörðum eftir snjóflóðin sem féllu á Vestfjörðum seint í gærkvöldi: tvö á Flateyri og eitt við Suðureyri. Tvær fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar til viðbótar við þá á Flateyri; í Kiwanis-húsinu á Ísafirði og í Fisherman á Suðureyri. Þangað hafa tugir einnig sótt aðstoð í dag.
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir „Það var hlegið að mér þegar ég viðraði áhyggjur af varnargörðunum“ Eigandi útgerðarfyrirtækis sem er meðal þeirra sem missti bátinn sinn í snjóflóðinu á Flateyri í gær er afar ósátt við að varnagarðar við bæinn hafi ekki haldið betur aftur að flóðunum. 15. janúar 2020 19:30 „Eins konar öldugangur í flóðinu sem veldur því að það skvettist yfir varnargarð“ Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að svo virðist sem eins konar öldugangur hafi myndast í flóðinu sem kom úr Innra-Bæjargili á Flateyri. 15. janúar 2020 11:04 „Einu húsi of mikið að snjóflóðið náði þangað inn“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að það sé einu húsi of mikið að snjóflóð sem féll úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi hafi lent á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. 15. janúar 2020 11:44 Mikil áfallahjálp framundan Sjálfboðaliðar Rauða krossins og aðrir viðbragðsaðilar taka þar á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín og veita auk þess öllum sem vilja sálrænan stuðning. 15. janúar 2020 18:09 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
„Það var hlegið að mér þegar ég viðraði áhyggjur af varnargörðunum“ Eigandi útgerðarfyrirtækis sem er meðal þeirra sem missti bátinn sinn í snjóflóðinu á Flateyri í gær er afar ósátt við að varnagarðar við bæinn hafi ekki haldið betur aftur að flóðunum. 15. janúar 2020 19:30
„Eins konar öldugangur í flóðinu sem veldur því að það skvettist yfir varnargarð“ Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að svo virðist sem eins konar öldugangur hafi myndast í flóðinu sem kom úr Innra-Bæjargili á Flateyri. 15. janúar 2020 11:04
„Einu húsi of mikið að snjóflóðið náði þangað inn“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að það sé einu húsi of mikið að snjóflóð sem féll úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi hafi lent á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. 15. janúar 2020 11:44
Mikil áfallahjálp framundan Sjálfboðaliðar Rauða krossins og aðrir viðbragðsaðilar taka þar á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín og veita auk þess öllum sem vilja sálrænan stuðning. 15. janúar 2020 18:09