Uppgjör Henrys: Enn og aftur stóð ungverska gúllassúpan í strákunum okkar Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar 15. janúar 2020 20:15 Guðjón Valur var markahæstur í íslenska liðinu ásamt Aroni Pálmarssyni. Þeir skoruðu báðir fjögur mörk. vísir/epa Að tapa mikilvægum handboltaleikjum gegn Ungverjum er orðið þreytt. Alveg svakalega þreytt. Eiginlega þreyttara en **** Svíagrýlan var á sínum tíma. Hrun í seinni hálfleik varð þess valdandi að okkar menn töpuðu, 18-24. Leikurinn byrjaði líka hræðilega. Ungverjar komust í 3-0 og Roland Mikler varði allt í búrinu. Fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir tæpar sex mínútur en það gaf heldur betur tóninn fyrir næstu 24 mínútur.Með tök á leiknum Strákarnir skoruðu sex mörk í röð, komust í 6-3 og tóku völdin á vellinum. Vörnin var sem fyrr algjörlega stórkostleg en það var alltaf smá hikst á sókninni. Ungverska vörnin var nefnilega líka ansi öflug. Mest náðu strákarnir fimm marka forskoti í hálfleiknum en það var blóðugt að eiga slakar lokamínútur og vera aðeins með þriggja marka forskot, 12-9, í leikhléi. Það var ekki gaman að horfa upp á Ungverjana fagna í kvöld.vísir/epa Hér varð hrun Það var bras á sóknarleik íslenska liðsins í upphafi síðari hálfleiks en engan grunaði þó þvílíkt hrun var í uppsiglingu. Ungverjar komast yfir, 17-18, þegar 13 mínútur eru eftir. Það sem meira er þá virðast þeir hafa rotað strákanna okkar í leiðinni. Tyson stæl. Strákarnir fóru úr því að leiða 17-16 í að tapa 18-24 á síðustu 16 mínútunum. 8-1 lokakafli. Já, 8-1. Þetta var algjörlega hrikalegt. Fyrir alla. Líka alla Danina í stúkunni sem þurftu á íslenskum sigri að halda en hverjum er ekki sama um þá? Þetta snérist um Ísland og tvö stig í milliriðil. Það gekk ekki. Því er nú verr og miður. Alexander og félagar keyrðu á vegg í kvöld.vísir/epa Martröðin Mikler Ungverska liðið er gott. Miklu, miklu betra en nokkurn mann grunaði. Mikler er líka góður í markinu en kannski ekki alveg svona góður. Hann hitti á leik lífs síns. Því miður þurfti hann að gera það í kvöld. Að Ísland skori samt bara sex mörk í einum hálfleik er skandall. Þetta lið er svo miklu betra en það. Þar er ekki við einn mann að sakast. Það reyndu allir en ekkert gekk. Menn gátu ekki einu sinni skorað úr vítum. Fjögur víti fóru í súginn. Þetta var svona dagur. Liðið getur betur og veit það best. Það náði því miður enginn sínu besta fram. Þetta er stórmót í handbolta og strákarnir mega ekkert hengja haus þó svo tapið svíði alveg svakalega. Það eru fjórir leikir eftir. Liðið hefur þegar náð fyrsta markmiði sínu og það seinna er enn innan seilingar. Upp með hökuna, drengir. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Aron: Skítlélegir í síðari hálfleik Aron Pálmarsson, stórstjarna íslenska landsliðsins, segir að tapið gegn Ungverjum í kvöld skýrist best með "skítlélegum“ síðari hálfleik. 15. janúar 2020 19:20 Kári: Þetta var viðbjóður Línumaðurinn öflugi sagði of mörg dauðafæri hafa farið í súginn gegn Ungverjalandi. 15. janúar 2020 19:20 Guðmundur: Við þurfum að skoða frammistöðu okkar vel Guðmundur Guðmundsson sagði að afspyrnuslakur kafli íslenska landsliðsins í síðari hálfleik gegn Ungverjum í dag hafi verið banabiti strákanna okkar. Tap Íslands þýðir að liðið fer stigalaust í milliriðlakeppnina. 15. janúar 2020 19:09 Alexander: Þetta er mjög súrt núna Alexander Petersson var skiljanlega svekktur með að tapið gegn Ungverjalandi á EM 2020 í dag. 15. janúar 2020 19:01 Guðjón Valur: Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup Fyrirliðinn segir að menn höfðu lagt allt sitt í sölurnar í kvöld. 15. janúar 2020 19:01 Ýmir: Þetta var erfitt Valsmaðurinn var vonsvikinn eftir tapið fyrir Ungverjum. 15. janúar 2020 19:00 Twitter eftir tapið: „Ísland er að spila eins og Barcelona á Anfield“ Ísland fer án stiga í milliriðil á EM í handbolta eftir að liðið tapaði fyrir Ungverjum í kvöld, 24-16. 15. janúar 2020 18:48 Björgvin Páll: Þurfum að girða okkur og mæta klárir í milliriðilinn Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, segir að það hafi verið frost í síðari hálfleiknum er Ísland tapaði fyrir Ungverjum í kvöld. 15. janúar 2020 19:12 Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Hræðilegur sóknarleikur í seinni hálfleiknum Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði illa fyrir Ungverjum í þriðja leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Ungverjar unnu leikinn að lokum með sex marka mun, 24-18. 15. janúar 2020 19:12 Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 18-24 | Algjört hrun og strákarnir fara stigalausir í milliriðil Ungverjaland vann seinni hálfleikinn 15-6 eftir að Ísland hafði verið þremur mörkum yfir í hálfleik. 15. janúar 2020 18:45 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira
Að tapa mikilvægum handboltaleikjum gegn Ungverjum er orðið þreytt. Alveg svakalega þreytt. Eiginlega þreyttara en **** Svíagrýlan var á sínum tíma. Hrun í seinni hálfleik varð þess valdandi að okkar menn töpuðu, 18-24. Leikurinn byrjaði líka hræðilega. Ungverjar komust í 3-0 og Roland Mikler varði allt í búrinu. Fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir tæpar sex mínútur en það gaf heldur betur tóninn fyrir næstu 24 mínútur.Með tök á leiknum Strákarnir skoruðu sex mörk í röð, komust í 6-3 og tóku völdin á vellinum. Vörnin var sem fyrr algjörlega stórkostleg en það var alltaf smá hikst á sókninni. Ungverska vörnin var nefnilega líka ansi öflug. Mest náðu strákarnir fimm marka forskoti í hálfleiknum en það var blóðugt að eiga slakar lokamínútur og vera aðeins með þriggja marka forskot, 12-9, í leikhléi. Það var ekki gaman að horfa upp á Ungverjana fagna í kvöld.vísir/epa Hér varð hrun Það var bras á sóknarleik íslenska liðsins í upphafi síðari hálfleiks en engan grunaði þó þvílíkt hrun var í uppsiglingu. Ungverjar komast yfir, 17-18, þegar 13 mínútur eru eftir. Það sem meira er þá virðast þeir hafa rotað strákanna okkar í leiðinni. Tyson stæl. Strákarnir fóru úr því að leiða 17-16 í að tapa 18-24 á síðustu 16 mínútunum. 8-1 lokakafli. Já, 8-1. Þetta var algjörlega hrikalegt. Fyrir alla. Líka alla Danina í stúkunni sem þurftu á íslenskum sigri að halda en hverjum er ekki sama um þá? Þetta snérist um Ísland og tvö stig í milliriðil. Það gekk ekki. Því er nú verr og miður. Alexander og félagar keyrðu á vegg í kvöld.vísir/epa Martröðin Mikler Ungverska liðið er gott. Miklu, miklu betra en nokkurn mann grunaði. Mikler er líka góður í markinu en kannski ekki alveg svona góður. Hann hitti á leik lífs síns. Því miður þurfti hann að gera það í kvöld. Að Ísland skori samt bara sex mörk í einum hálfleik er skandall. Þetta lið er svo miklu betra en það. Þar er ekki við einn mann að sakast. Það reyndu allir en ekkert gekk. Menn gátu ekki einu sinni skorað úr vítum. Fjögur víti fóru í súginn. Þetta var svona dagur. Liðið getur betur og veit það best. Það náði því miður enginn sínu besta fram. Þetta er stórmót í handbolta og strákarnir mega ekkert hengja haus þó svo tapið svíði alveg svakalega. Það eru fjórir leikir eftir. Liðið hefur þegar náð fyrsta markmiði sínu og það seinna er enn innan seilingar. Upp með hökuna, drengir.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Aron: Skítlélegir í síðari hálfleik Aron Pálmarsson, stórstjarna íslenska landsliðsins, segir að tapið gegn Ungverjum í kvöld skýrist best með "skítlélegum“ síðari hálfleik. 15. janúar 2020 19:20 Kári: Þetta var viðbjóður Línumaðurinn öflugi sagði of mörg dauðafæri hafa farið í súginn gegn Ungverjalandi. 15. janúar 2020 19:20 Guðmundur: Við þurfum að skoða frammistöðu okkar vel Guðmundur Guðmundsson sagði að afspyrnuslakur kafli íslenska landsliðsins í síðari hálfleik gegn Ungverjum í dag hafi verið banabiti strákanna okkar. Tap Íslands þýðir að liðið fer stigalaust í milliriðlakeppnina. 15. janúar 2020 19:09 Alexander: Þetta er mjög súrt núna Alexander Petersson var skiljanlega svekktur með að tapið gegn Ungverjalandi á EM 2020 í dag. 15. janúar 2020 19:01 Guðjón Valur: Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup Fyrirliðinn segir að menn höfðu lagt allt sitt í sölurnar í kvöld. 15. janúar 2020 19:01 Ýmir: Þetta var erfitt Valsmaðurinn var vonsvikinn eftir tapið fyrir Ungverjum. 15. janúar 2020 19:00 Twitter eftir tapið: „Ísland er að spila eins og Barcelona á Anfield“ Ísland fer án stiga í milliriðil á EM í handbolta eftir að liðið tapaði fyrir Ungverjum í kvöld, 24-16. 15. janúar 2020 18:48 Björgvin Páll: Þurfum að girða okkur og mæta klárir í milliriðilinn Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, segir að það hafi verið frost í síðari hálfleiknum er Ísland tapaði fyrir Ungverjum í kvöld. 15. janúar 2020 19:12 Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Hræðilegur sóknarleikur í seinni hálfleiknum Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði illa fyrir Ungverjum í þriðja leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Ungverjar unnu leikinn að lokum með sex marka mun, 24-18. 15. janúar 2020 19:12 Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 18-24 | Algjört hrun og strákarnir fara stigalausir í milliriðil Ungverjaland vann seinni hálfleikinn 15-6 eftir að Ísland hafði verið þremur mörkum yfir í hálfleik. 15. janúar 2020 18:45 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira
Aron: Skítlélegir í síðari hálfleik Aron Pálmarsson, stórstjarna íslenska landsliðsins, segir að tapið gegn Ungverjum í kvöld skýrist best með "skítlélegum“ síðari hálfleik. 15. janúar 2020 19:20
Kári: Þetta var viðbjóður Línumaðurinn öflugi sagði of mörg dauðafæri hafa farið í súginn gegn Ungverjalandi. 15. janúar 2020 19:20
Guðmundur: Við þurfum að skoða frammistöðu okkar vel Guðmundur Guðmundsson sagði að afspyrnuslakur kafli íslenska landsliðsins í síðari hálfleik gegn Ungverjum í dag hafi verið banabiti strákanna okkar. Tap Íslands þýðir að liðið fer stigalaust í milliriðlakeppnina. 15. janúar 2020 19:09
Alexander: Þetta er mjög súrt núna Alexander Petersson var skiljanlega svekktur með að tapið gegn Ungverjalandi á EM 2020 í dag. 15. janúar 2020 19:01
Guðjón Valur: Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup Fyrirliðinn segir að menn höfðu lagt allt sitt í sölurnar í kvöld. 15. janúar 2020 19:01
Ýmir: Þetta var erfitt Valsmaðurinn var vonsvikinn eftir tapið fyrir Ungverjum. 15. janúar 2020 19:00
Twitter eftir tapið: „Ísland er að spila eins og Barcelona á Anfield“ Ísland fer án stiga í milliriðil á EM í handbolta eftir að liðið tapaði fyrir Ungverjum í kvöld, 24-16. 15. janúar 2020 18:48
Björgvin Páll: Þurfum að girða okkur og mæta klárir í milliriðilinn Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, segir að það hafi verið frost í síðari hálfleiknum er Ísland tapaði fyrir Ungverjum í kvöld. 15. janúar 2020 19:12
Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Hræðilegur sóknarleikur í seinni hálfleiknum Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði illa fyrir Ungverjum í þriðja leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Ungverjar unnu leikinn að lokum með sex marka mun, 24-18. 15. janúar 2020 19:12
Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 18-24 | Algjört hrun og strákarnir fara stigalausir í milliriðil Ungverjaland vann seinni hálfleikinn 15-6 eftir að Ísland hafði verið þremur mörkum yfir í hálfleik. 15. janúar 2020 18:45