Gera þarf átak í uppbyggingu á varnargörðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. janúar 2020 20:30 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal þeirra sem funduðu í ráðherrabústaðnum í dag. Vísir/vilhelm Gera þarf átak í uppbyggingu snjóflóðavarna að mati fjármálaráðherra. Ráðherranefnd fundaði með viðbragðsaðilum í dag. Atburðirnir fyrir vestan snerta málaflokka fjölda ráðuneyta og því var efnt til fundar ráðherranefndar um samræmingu málefna í ráðherrabústaðnum í dag. Þar komu saman fimm ráðherrar, fulltrúar Ríkislögreglustjóra, Veðurstofunnar, náttúruhamfaratryggingar og Rauða krossins. Fjármálaráðherra segir að bregðast þurfi hraðar við í uppbyggingu snjóflóðavarnargarða. „Ég held við þurfum að horfast í augu við að við erum eftir á í uppbygginu á varnarmannvirkjum," segir Bjarni Benediktsson. „Með núverandi framkvæmdahraða eru áratugir, jafnvel þrjátíu ár, í að við ljúkum uppbyggingu slíkra varnarmannvirkja alls staðar um landið. En fyrri áform gengu út á það að vera búin að þessu núna 2020. Þannig að mér sýnist að þar þurfum við að gera átak," segir Bjarni. Forsætisráðherra segir að einnig þurfi að skoða núverandi varnargarða. Sérstaklega ljósi þess að eitt flóðið á Flateyri hafi að hluta farið yfir garðinn. „Þetta varnarmannvirki er byggt á sínum tíma. Það byggir á þeim viðmiðum sem voru lögð til grundvallar þá. Þannig að sjálfsögðu verður farið yfir þau. Ekki bara á þessum stöðum, heldur almennt," segir Katrín Jakobsdóttir. Hún segir viðbragðsaðila hafa unnið þrekvirki. Nú þurfi að huga að íbúum og áfallahjálp. Þetta ýfi upp sár frá fyrri hamförum á svæðinu. „Það er það sem margir eru að endurupplifa þegar svona viðburðir verða. En um leið er það stórkostleg blessun að ekki hafi orðið manntjón. Og að ungu stúlkunni, þrátt fyrir að ég geti ekki ímyndað mér hvernig henni líður, að henni hafi verið bjargað," segir hún. Heilbrigðisráðherra tekur undir þetta. „Við erum að skoða og meta á stórum skala hvað þurfi að gera til lengri og skemmri tíma. Þá er ég að tala um sálfræðilegan stuðning og aðstoð við íbúa. Við munum gera það sem í okkar valdi stendur til þess að það verði gert vel," segir Svandís Svavarsdóttir. Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Gera þarf átak í uppbyggingu snjóflóðavarna að mati fjármálaráðherra. Ráðherranefnd fundaði með viðbragðsaðilum í dag. Atburðirnir fyrir vestan snerta málaflokka fjölda ráðuneyta og því var efnt til fundar ráðherranefndar um samræmingu málefna í ráðherrabústaðnum í dag. Þar komu saman fimm ráðherrar, fulltrúar Ríkislögreglustjóra, Veðurstofunnar, náttúruhamfaratryggingar og Rauða krossins. Fjármálaráðherra segir að bregðast þurfi hraðar við í uppbyggingu snjóflóðavarnargarða. „Ég held við þurfum að horfast í augu við að við erum eftir á í uppbygginu á varnarmannvirkjum," segir Bjarni Benediktsson. „Með núverandi framkvæmdahraða eru áratugir, jafnvel þrjátíu ár, í að við ljúkum uppbyggingu slíkra varnarmannvirkja alls staðar um landið. En fyrri áform gengu út á það að vera búin að þessu núna 2020. Þannig að mér sýnist að þar þurfum við að gera átak," segir Bjarni. Forsætisráðherra segir að einnig þurfi að skoða núverandi varnargarða. Sérstaklega ljósi þess að eitt flóðið á Flateyri hafi að hluta farið yfir garðinn. „Þetta varnarmannvirki er byggt á sínum tíma. Það byggir á þeim viðmiðum sem voru lögð til grundvallar þá. Þannig að sjálfsögðu verður farið yfir þau. Ekki bara á þessum stöðum, heldur almennt," segir Katrín Jakobsdóttir. Hún segir viðbragðsaðila hafa unnið þrekvirki. Nú þurfi að huga að íbúum og áfallahjálp. Þetta ýfi upp sár frá fyrri hamförum á svæðinu. „Það er það sem margir eru að endurupplifa þegar svona viðburðir verða. En um leið er það stórkostleg blessun að ekki hafi orðið manntjón. Og að ungu stúlkunni, þrátt fyrir að ég geti ekki ímyndað mér hvernig henni líður, að henni hafi verið bjargað," segir hún. Heilbrigðisráðherra tekur undir þetta. „Við erum að skoða og meta á stórum skala hvað þurfi að gera til lengri og skemmri tíma. Þá er ég að tala um sálfræðilegan stuðning og aðstoð við íbúa. Við munum gera það sem í okkar valdi stendur til þess að það verði gert vel," segir Svandís Svavarsdóttir.
Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira