Mikil áfallahjálp framundan Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. janúar 2020 18:09 Fyrstu léttbátarnir komu að landi á Flateyri upp úr klukkan tvö í dag með mannskap og vistir. Landhelgisgæslan Mikil áfallahjálp er framundan í fjöldahjálparstöðum á Flateyri, Suðureyri og Ísafirði vegna snjóflóðanna sem féllu á Vestfjörðum undir miðnætti í gær. Sjálfboðaliðar Rauða krossins og aðrir viðbragðsaðilar taka þar á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín og veita auk þess öllum sem vilja sálrænan stuðning. Tugir hafa nýtt sér þjónustu hjálparstöðvanna í dag. Lýst var yfir neyðarstigi í dag vegna snjóflóðanna á Flateyri og við Suðureyri sem féllu á tólfta tímanum í gærkvöldi. Tvö snjóflóð féllu á og við Flateyri og stúlka grófst undir öðru þeirra en var bjargað heilli á húfi. Brynhildur Bolladóttir Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir í samtali við Vísi að þrjár fjöldahjálparstöðvar hafi verið opnaðar vegna snjóflóðanna: í Kiwanis-húsinu á Ísafirði, Fisherman á Suðureyri og í grunnskólanum á Flateyri. „Í þeim öllum er tekið á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa húsin sín þannig að fólk getur fengið gistingu. En það er líka sálrænn stuðningur í boði á öllum stöðum,“ segir Brynhildur. „Við höfum fundið fyrir því að þetta ýfir upp gömul sár þó að allt hafi farið vel, nokkurn veginn. Þannig að þetta er í boði en fólk bregst auðvitað mismunandi við.“ Um fimmtán manns höfðu nýtt sér þjónustuna á Flateyri nú síðdegis. „Og þetta er mest þannig að fólk er að spjalla en sjálfboðaliðarnir hlusta ef þarf og segja fólki við hverju á að búast.“ Þá höfðu um 45 manns leitað í fjöldahjálparstöðina á Ísafirði í morgun en um fimmleytið nú síðdegis var 31 staddur í stöðinni. Níu voru á sama tíma á Suðureyri. Varðskipið Þór er statt á Flateyri og þá verður þyrla Landhelgisgæslunnar send vestur í sjúkraflug og með björgunarsveitarfólk frá Reykjavík seinna í kvöld. Íbúar á Suðureyri hafa jafnframt verið beðnir um að vera ekki á ferli utandyra á svæðinu. Almannavarnir Björgunarsveitir Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53 Íbúar Suðureyrar beðnir um að halda sig frá tilteknum götum og svæðum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra beinir því til íbúa á Suðureyri að vera ekki úti eða á ferli á eftirtöldum svæðum: Aðalgötu, Eyrargötu, Skipagötu, Skólagötu, Freyjugöta, hafnarsvæði og neðan Sætúns. 15. janúar 2020 16:31 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32 Ómar segir varnargarðana hafa sannað gildi sitt í nótt Ómar Ragnarsson segir að snjóflóðavarnargarðarnir á Flateyri hafi sannað gildi sitt í gærkvöldi þar sem þeir bægðu stóru snjóflóði frá byggðinni. 15. janúar 2020 07:04 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Mikil áfallahjálp er framundan í fjöldahjálparstöðum á Flateyri, Suðureyri og Ísafirði vegna snjóflóðanna sem féllu á Vestfjörðum undir miðnætti í gær. Sjálfboðaliðar Rauða krossins og aðrir viðbragðsaðilar taka þar á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín og veita auk þess öllum sem vilja sálrænan stuðning. Tugir hafa nýtt sér þjónustu hjálparstöðvanna í dag. Lýst var yfir neyðarstigi í dag vegna snjóflóðanna á Flateyri og við Suðureyri sem féllu á tólfta tímanum í gærkvöldi. Tvö snjóflóð féllu á og við Flateyri og stúlka grófst undir öðru þeirra en var bjargað heilli á húfi. Brynhildur Bolladóttir Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir í samtali við Vísi að þrjár fjöldahjálparstöðvar hafi verið opnaðar vegna snjóflóðanna: í Kiwanis-húsinu á Ísafirði, Fisherman á Suðureyri og í grunnskólanum á Flateyri. „Í þeim öllum er tekið á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa húsin sín þannig að fólk getur fengið gistingu. En það er líka sálrænn stuðningur í boði á öllum stöðum,“ segir Brynhildur. „Við höfum fundið fyrir því að þetta ýfir upp gömul sár þó að allt hafi farið vel, nokkurn veginn. Þannig að þetta er í boði en fólk bregst auðvitað mismunandi við.“ Um fimmtán manns höfðu nýtt sér þjónustuna á Flateyri nú síðdegis. „Og þetta er mest þannig að fólk er að spjalla en sjálfboðaliðarnir hlusta ef þarf og segja fólki við hverju á að búast.“ Þá höfðu um 45 manns leitað í fjöldahjálparstöðina á Ísafirði í morgun en um fimmleytið nú síðdegis var 31 staddur í stöðinni. Níu voru á sama tíma á Suðureyri. Varðskipið Þór er statt á Flateyri og þá verður þyrla Landhelgisgæslunnar send vestur í sjúkraflug og með björgunarsveitarfólk frá Reykjavík seinna í kvöld. Íbúar á Suðureyri hafa jafnframt verið beðnir um að vera ekki á ferli utandyra á svæðinu.
Almannavarnir Björgunarsveitir Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53 Íbúar Suðureyrar beðnir um að halda sig frá tilteknum götum og svæðum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra beinir því til íbúa á Suðureyri að vera ekki úti eða á ferli á eftirtöldum svæðum: Aðalgötu, Eyrargötu, Skipagötu, Skólagötu, Freyjugöta, hafnarsvæði og neðan Sætúns. 15. janúar 2020 16:31 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32 Ómar segir varnargarðana hafa sannað gildi sitt í nótt Ómar Ragnarsson segir að snjóflóðavarnargarðarnir á Flateyri hafi sannað gildi sitt í gærkvöldi þar sem þeir bægðu stóru snjóflóði frá byggðinni. 15. janúar 2020 07:04 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53
Íbúar Suðureyrar beðnir um að halda sig frá tilteknum götum og svæðum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra beinir því til íbúa á Suðureyri að vera ekki úti eða á ferli á eftirtöldum svæðum: Aðalgötu, Eyrargötu, Skipagötu, Skólagötu, Freyjugöta, hafnarsvæði og neðan Sætúns. 15. janúar 2020 16:31
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32
Ómar segir varnargarðana hafa sannað gildi sitt í nótt Ómar Ragnarsson segir að snjóflóðavarnargarðarnir á Flateyri hafi sannað gildi sitt í gærkvöldi þar sem þeir bægðu stóru snjóflóði frá byggðinni. 15. janúar 2020 07:04